Jóga 60+

Spennandi nýtt jóganámskeið fyrir 60 ára og eldri í Grafarvoginum ~ FOLDINNI FÖGRU.

Mánudaga og miðvikudaga 9:00-10:15

16.október – 8. nóvember ( 8 skipti / 75 mín hver tími )
Verð kr. 19.500.-

Kennari; Gyða Dís

Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins.  Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, liðleik, hugleiðslu og slökun. Námskeiðið 60+ hentar vel þeim sem vilja auka vöðvastyrk, hægja á beinþynningu, ná betra jafnvægi og auka úthald við dagleg störf.

maxresdefault

Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann. Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt. Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur.

Gerðar verða léttar æfingar bæði á stól og á gólfi sem auka teygjanleika og mýkt, bæta jafnvægi og stöðugleika. Í lok hvers tíma er góð slökun sem gefur góða hvíld og nærir huga, líkama og sál.  Endurgerir og endurnýjar þig og fyllir þig af ólýsanlegri fallegri orku / prönu.

Verið hjartanlega velkomin að koma í prufutíma í jóga 12. október kl. 9:00, skoða nýja jógasetrið í Grafarvoginum, Stúdíó Fold – Vesturfold 48, sem og litlu jógasjoppuna þar kennir ýmisa grasa meðal annars fallegasta garnið, bestu prjóna og heklunálar, uppskriftir eða bara fá þér góðan bolla af tei eða kaffi.

jean-dawson-yoga-sukhasana-500x333

Ef spurningar vakna hafðu endilega samband, best að senda tölvupóst [email protected]  eða hringja

síma 822 8803.

Jai bhagwan

Kærleikur og ljós