Jóga fyrir 60+

Byrjendanámskeið 60+ heldri borgarar boðnir velkomnir á vinsælu námskeiðin hjá Gyðu Dís í Versölum 3 – Kópavogi.

Mánudaga og Miðvikudaga kl. 10:15 – 11:15

Hefst 4 febrúar, síðasti tíminn er 28 febrúar 2024.
Verð kr. 19.500.-

Staðsetning: Versalir 3, Kópavogi sama húsnæði og Salalaug.

Kennari; Gyða Dís

Við hverju má búast:

Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins.  Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, liðleik, hugleiðslu og slökun. Námskeiðið 60+ hentar vel þeim sem vilja auka vöðvastyrk, hægja á beinþynningu, ná betra jafnvægi og auka úthald við dagleg stör

Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.

Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt, þú hægt og bítandi yngist þó aldurinn færist yfir æfingar eru markvissar og skemmtilegar allt í senn. Öndum að okkur orkunni – PRÖNUNNI og finnum líkamann lifna við á góðan máta.

Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur.

Gerðar verða léttar æfingar bæði á stól og á gólfi sem auka teygjanleika og mýkt, bæta jafnvægi og stöðugleika. Í lok hvers tíma er góð slökun sem gefur góða hvíld og nærir huga, líkama og sál.  Endurgerir og endurnýjar þig og fyllir þig af ólýsanlegri fallegri orku / prönu.

Hverjir geta stundað jóga?

Það er einfalt, ALLIR sama á hvaða aldri og hvernig líkamsgetan hvers og eins er. Vissir þú að til dæmis stólajóga er ansi kröftug æfing og æfingakerfi sem kemur öllum á óvart er stunda jóga með Gyðu Dís.

Þarf ég að eiga jógadýnu og sérstakan jógafatnað?

Nei aldeilis ekki, þú ert bara í þínum þægilega og mjúka fatnaði. Jógadýnur, kubbar og allt sem til þarf er á staðnum. Hins vegar ef þú átt dýnu þá kemur þú með þína eigin dýnu ef þú vilt.

Er jóga aðeins fyrir konur?

Nei, aldeilis ekki – allir velkomnir konur og karlar. Hjóna koma oft á tíðum saman á námskeið.

Frekari upplýsingar veitir Gyða Dís í síma 822 8803 eða sendu tölvupóst [email protected]

Hlakka til að sjá ný og gömul andlit í salnum