Prana Power jógahelgi / UPPLIFUN OG KÆRLEIKUR

09 Jun
9. June, 2014

Helgin var hreint dásemt, hér breyttum við um og vorum heima hjá mér í hreiðrinu Vesturfoldinni – já foldinni fögru og tókum tveggja daga Power Yoga og hráfæðismatargerð.  Veðrið lék við okkur og vorum við að mestu útí í náttúrunni og það sem toppaði var í lok síðara dags klukkustunda djúpslökun – svefnjóga eða Yoga Nidra.   Úti við vatnsnið í gossbrunni, fuglasöng og fegurðar allt um kring.  Sólinn skein og hér var makað á sig sólarvörn strax að morgni laugardags… já og verð að hrósa sólarvörninni frá Dr, Mercola snildin ein og fæst hjá Mamma veit best í Kópavoginum http://mammaveitbest.is   Ein jógynjan er með svo heiftarlegt sólarofnæmi að til stóð að vera inninn dyra alla helgina – en nei hún prufaði þessa og viti menn fann ekkert og báða daganna fór í pottinn líka þannig að hipp hipp og húrrey fyrir þessari snild ég skutla inn mynd af þessari Natural Sunscreen 10363362_787828077908046_5510496082429931566_nog krakkar tékkið á þessu kosturinn er að hún kostar ekki annan handlegginn…  en ég notast alltaf við kókosolíuna og helst þessa hráu sem er alveg snild sem sólarvörn og sem eftir sól.   En þessa Dr. Mercola nota ég í andlitið því ég vil alls ekki verða dekkri og vil verja andilið á mér 🙂

Hér var mætt með ýmsum fyrirframákveðnum formerkjum sem jógarnir áttu að fara eftir enda vorum við í “vorhreinsun og orkuhleðslu” og dásemd PH gildið mælt ofl.  Hvað stóð uppúr þessa helgi er svo ótrúlega erfitt að segja að vísu hjá mér að fá að leiða þessar fallegu jógynjur áfram meira og meira inná við skoða sjálfan sig – finna sattvica orkuna flæða um líkama sinn og fylla hann af Prönu/lífsorku.  Mín eðalstund var að fá þetta tækifæri að vera innan um þær og fá að leiða þær áfram – keyra púlsinn upp, keyra prönuna upp, virkja orkustöðvarnar og finna að maður er fullkomin nákvæmlega eins og maður er!  Sattvica orkan sem myndaðist þessa helgi var gífurleg.  Te-ið frá Kollu í Jurtaapótekinu var himnesk góð blanda 🙂 humm…  góð lifrahreinsun og sælgætið frá henni Köllu í Græna hlekknum var hrein dásemd úfff…  paprikurnar hennar eru til að lifa fyrir újá….

Ég stefni að sjálfsögðu að áframhaldandi “Prana Power Yoga og Rawfood retreat” helgum í sumar!  Já fylgist bara með og mun auglýsa með meiri fyrirvara þannig að þú getur gert ráðstafanir í tíma.  Ég bara verð að leyfa hér nokkrum myndum að fylgja og sýna þakklæti mitt með þessu litla og stutta bloggi…..   Uppskriftir munu koma fljótlega inn – já ég talaði náttúrulega ekkert um matinn en hann var hreinn / sattvic og fallegur og ummmmm  góður..  Maccarónusúkkulaðikökurnar voru ja hvað skal segja “tryllt” góðar ó já – enda var þetta dekur helgi —-   þið megið endilega hjálpa mér í að finna rétta íslenska orðið yfir “retreat”  svo ég kalla þetta það áfram.   Njótið áfram veðurblíðunar og þess að vera þú sem þú ert – láttu ekkert breyta þér eða segja þér hvernig þú átt að vera 🙂 svona eða hinseginn….  nei horfðu í spegil á hverjum degi og sjáðu þessa fögru sál og þitt fagra musteri og segðu við spegilmyndina þína ; hæ hæ og góðann daginn fallega þú, hlakka sko til að eyða degin með þér!!!

Processed with VSCOcam with c1 preset

IMG_9763

IMG_9670

Processed with VSCOcam with c1 presetIMG_9762

Picture16

Processed with VSCOcam with c1 preset

Processed with VSCOcam with c1 preset

Om Shanti Shanti Shanti….   Friður friður friður….

Jai bhagwan.

 

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *