Mantra… hvað er mantra eða möntrur?

Í lok hvers jógatíma, hvort heldur það er Hot yoga eða Prana yoga sem ég er að kenna fer ég alltaf með falleg orð, fallega setningar um lífið og tilveruna… dreg athyglina að núinu að kærleikanum og fer með möntru oftast nær sömu möntruna Om namo bhagavate vasudevaya.  Kærleikurinn sem yfirstígur allt, hið ómögulega verður mögulegt ef kærleikurinn er fyrir hendi!  Hugsið ykkur ef við pælum aðeins í þessum orðum þá er þetta bara svo dagsatt….   mantran er eitt það besta verkæri sem við getum notast við á okkar leið. Mantra og möntrusöngur, hljómar kannski furðulega en það er dásamlegt  að setja möntru á og kyrja með eða syngja…  hugurinn róast og heimilshaldið róast.  Klikkað gott að setja á morgnanna þegar allir eru að gera sig kláran fyrir daginn, allir halda út í sína átt skólann eða vinnu sáttari við sjálfan sig og finna fyrir innri ró, getur tekist á við hvað sem er.

Þegar maður er á sinni andlegu leið sem jógaleiðin er opnast algerlega allar víddir og áttir.  Maður áttar sig svo mikið fyrr á hlutunum, skoðunum fólks og athöfnum og er í svo miklu meira og betra jafnvægi við sjálfan sig bara til dæmis með það að taka ákvörðun og fylgja sínu innra innsæi, vera sáttur við sjálfan sig.  Ég er meistarinn í mínu lífi,  þetta uppgötvaði ég ekki fyrir svo löngu síðan. Ég er minn eigin gúru og veit nákvæmlega hvað er mér fyrir bestu, hvernig mér líður og hvernig ég get gert það besta úr hlutunum í hinum ótrúlegustu aðstæðum.  Ég vel mína eigin leið, vel það að dæma ekki, vel það að elska og virða sjálfan mig bera umhyggju fyrir sjálfri mér og heiðra líkama minn, musterið sem ég hef fengið að láni.  Næra mig á sem heilnæmasta matarræðinu og hreinasta, vel það að borða ekki unna matvöru.  Vel það að drekka mikið og vel af okkar íslenska tæra og heilandi vatni. Vel það að drekka aðeins lífrænt ræktað rauðvín jebb..  ég fæ mér stundum rauðvínsglas og finnst það klikkað gott en þá er það lífrænt ræktað.

Já,  eins og ég sagði og hef sagt þá er markmiðið í jóga að kynnast sjálfum sér og öðlast frelsi frá þeirri tálsýn sem við lifum oftar en ekki í.  Að fara með möntrur, hlusta á möntrur og syngja möntrur hvort heldur í huganum eða upphátt er klikkað fyrirbæri.

Orðið mantra þýðir verkfæri hugans: MAN = að hugsa og TRA = verkfæri.  Mantran hefur mun dýpri merkingu og í rauninni ekki hægt að þýða hana.  Mantran ýtir undir hugljómun, samkend og kærleika. Möntrurnar koma úr elsta og heilagasta riti Hindúisma, þeir færðu okkur möntrurnar úr djúpri íhugun eða hugleiðslu sinni.  Það er mikill máttur og orka í möntrunum vegna þess að þegar við förum með þær eða hlustum á þær tengjumst við keðju þeirra gúrúa eða meistara sem hafa farið með þær öldum saman og ein tekur við af öðrum. Svo hafa möntrurnar svo ótrúlega róandi áhrif á okkur og veita djúpa slökun í undirmeðvitund okkar.  Eru í raun jákvæðar staðhæfingar sem hreinsa og styrkja allt það góða sem býr hið innra í okkur, fjarlægja alla neikvæðni og niðurrifshugsanir sem hugurinn er svo dásamlega duglegur við að framkvæma gagnvart sjálfum okkur, sem er bara ofbeldi! Við erum akkúrat það sem við hugsum og það hefur alltaf verið sagt í jógafræðinni. Við aukum getu okkar á dýpri slökun og að komast í hugleiðsluástand þegar við stundum möntruiðkun. Við fáum tækifæri til að reyna stjórna hugsunum okkar, það er ég sem tek ábyrgð á mínu eigin lífi og get ekki kennt neinum öðrum um.

Tökum ábyrgð á okkar eigin lífi, verum vel meðvituð um hugsanir sínar, framkomu, viðhorfum  og hver þú ert.  Þú fallega sál í musteri líkamans,  allt er eins og það á að vera. Jai Bhagwan!

Set hérna slóðir á þessar tvær af mínum uppáhalds möntrum sem Deval Premal syngur svo dásamlega fallega,  Gayatri mantran http://www.youtube.com/watch?v=d63COahIpVM og  Om namo bhagavate vasudevaya mantran  http://www.youtube.com/watch?v=l5-WaEwrXak

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math