Umbreyta því neikvæða í það jákvæða!

Setjið súrefnisgrímuna fyrst á yður svo á börnin.

Heil og sæl öll!!


Hefur þín hreyfing staðnað að einhverju leyti?  Jafnvel frá því vor 2020 er heimsfaraldurinn hófst? Eða þú finnur ekki löngun, orku né áhuga á því að breyta um vana?  Ertu kannski fastur í einhverjum ávana sem gefur lítið af sér í umbreytingarferlinu og langlífi? Sjálf viðurkenni ég að þetta kemur alveg hiklaust fyrir hjá mér alveg eins og flest öllum einstaklingum.  Mannlegi þátturinn er einmitt þannig að á hverju lífsskeiði í lífsklukku okkar getur myndast ástand og vani sem við komumst ekki uppúr.   

The women you plan to become *****. BE HER NOW.


Mín saga í styttri lagi. Í gamla daga fyrir rúmlega þrjátíu árum, já ég er nefnilega svo heppin að vera 58 ára í dag heilbrigð og stöðugt að vinna í heilbrigði, svefn og langlífi og vera í besta mögulega forminu NÚNA!
Það eru 32 ár síðan er við upplifðum miklar breytingar og aðallega það að eignast hreyfihamlaðan- og langveikan einstakling sem þarf umönnun og aðstoð við allar athafnir daglegs lífs.  Okkar foreldrana er að að sjá til þess að gera það besta í þeim aðstæðum og vinna úr því sem er og þá lærðum við að aðeins dagurinn í dag skiptir máli, vitum ekkert hvað morgundagurinn ber í skauti sér – hvað þá heil framtíð unga drengsins okkar!  


Ég er að segja ykkur þetta stutta ágrip vegna þess að þarna aftur og aftur ár eftir ár duttum við foreldrarnir niður í gilið, aftur og aftur – samt sem áður ekki á sama tíma sem betur fer þar sem hin gat lyft upp var annars staðar staddur í sorgarferlinu og gat aðstoðað hin upp úr þessum dimma dal vegna veikinda sem voru mjög alvarleg og áhyggjur af daglegu lífi.  Að sjá ljósið á endan ganganna var stórkostlegt – bjartsýni á lækningu eða lyfjum til að viðhalda styrk. Því auðvitað fórum við að vinna með rannsóknar- og vísindamönum og hófum ýmiskonar söfnun og störfuðum með foreldrasamtökum í USA sem og stofnuðum foreldrasamtök á íslandi FSMA fjölskyldur barna með Spinal Muscular Atrophy SMA og nú 32 árum síðar er komið lyf til lækningar á þessum grimma sjúkdómi. Það voru okkar ljós í göngunum að lækning fyndist einn daginn, en maður minn að það hafi verið í okkar lífsstíð!!!


Veikindi, áhyggjur og vonleysi getur verið drjúgur partur hjá hverri fjölskyldu sem getur dregið ýmislegt á langin og er jafnvel eða sýnist vera algerlega óyfirstíganlegt um tíma.  Sorgin er erfið en auðvitað verðum við sem manneskjur að halda áfram og vinna með sorginni, áhyggjunum og vonleysinu og gefast aldrei upp. 

Umbreyta því neikvæða i það jákvæða!
Í raun þarf alls ekki mikinn alvarleika eða veikindi til að stöðva okkur í okkar þroska í átt að heilbrigðara líferni – því miður fá geðsjúkdómar, kvíði og þunglyndi alls ekki næga athygli í samfélaginu heilt yfir og skömmin svo mikil af þessum alvarlegu veikindum sem geta kostað of mikla fórn í stað þess að fá hjálp.


Ég verð að segja að það tók mig tíma að átta mig á því að ég þyrfti fyrst og fremst að sinna mér svo ég gæti sinnt barninu mínu sem þurfti umönnun 24 klukkustundir á sólarhring alla daga, alla vikuna, allann mánuðinn allt árið!!!!!   
Og hvað gerði ég; 

  • Ég byrjaði að huga að mataræði
  • Ég fór í rannsóknarvinnu hvað hollustu og hreint matarræði varðar
  • Ég hóf því næst að hreyfa mig – þá svaf ég betur
  • Ég hóf að sækja fræðslu og kynna mér jógafræðin – Hina áttföldu leið patanjalis
  • Ég hóf jógakennaranám
  • Ég byrjaði að kenna og leiða af mér þeirri visku og þekkingu sem ég hafði þá
  • Ég breytti alfarið um mataræði
  • Ég fór að elska sjálfan mig og gefa mér sjálfri mildi og rými

           Flest ykkar þekkið mig það vel að þið hafið heyrt og vitið af mínum fjölskylduhögum því sem jógakennari í umbreytingarferlinu þá hef ég ekki farið svo sem leynt með þá lífsreynslu sem hefur þroskað mig og gefið mér þá lífssýn að lifa lífinu lifandi í dag og alla aðra daga sem lífið færir okkur.  Svo eignaðist ég uppáhalds meistara í mínu lífi eða GURU sem er sonur minn því hans sýn á lífið er mjög áhugavert og allir þrír eru stanslaust að gefa okkur foreldrunum visku og eru bara svo skemmtilegir.


En þú?  Hvernig hefur þetta verið hjá þér, voru það veikindi hjá þér sjálfri eða í fjölskyldunni eða nánir vinir sem urðu til þess að þú dast út af lestini að sinna þér sjálfri?


Viltu senda mér og segja mér ( ekki opinbert nema þú óskir þess ) hvernig þú fórst í þína umbreytingu – dast kannski aftur og aftur af vagninum, munum bara að við erum mannleg!
Til að mynda árið 2020 fór ég í tvær axlaraðgerðir sitthvor öxlin sem gengu ansi vel og ég er enn að vinna í styrk og viðhaldinu – æfingar og hreyfingin sem og mataræði.  Þá kem ég að því að eitt það besta fyrir styrk og heilsu er jóga og auðvitað jógafræðin – þeim fylgir auðvitað hið jógíska matarræði “sattvik” matur – hreinn og tær og helst unninn heima fyrir frá grunni án allra aukaefna. Þú upplifir heilbrigðara og betra bak, liðugri hrygg og bakheilsu, almenna vellíðan, hefur jákvæð áhrif á kvíða og þunglyndi.

Vissir þú að allar vindur og twistarnir stórkostlegir fyrir meltingarfærin sem og viðsnúnar jógastöður t.d fætur upp við vegg.


Ástundun jóga veitir umfram allt vellíðan, betri líðan í eigin líkama og líkamsvitund munum bara að þakka fyrir hreyfigetuna á hverjum degi til að takast á við það sem til fellur okkur í hag í lífspartíinu og styður:

  • Taugakerfið
  • Takast á við lífið dags daglega
  • Velja þá fæðu er hentar þér
  • Umbreytinguna
  • Fyllst af jákvæðni, hugrekki og samúð
  • Eykur sköpunargáfu og einbeitingu.
  • Melting og starfsemi innri líffæra fá algera upphalningu.
  • Svefngæðin breytast

Hvernig hefur þín ástundun staðnað? 
Festist þú reglulega í viðjum vanans?
Getur jóga hjálpað JÁ, svo sannarlega 100% svarið er einfalt þú ferð að hugsa öðruvísi um það hvað þú ert að borða og hvernig þú ert að fóðra þinn eigin líkama, museterið sem þér var skaffað í þessu lífi og það eina sem við fáum!

Meistarinn minn Babuji fallegi kenndi mér svo fallega í Ayurveda fræðinni sem eru systurvísindi jóga hinar fjóru grunnstoðir eða four pillars;

  1. Fæða
  2. Svefn
  3. Hreyfing
  4. Umbreytingin

Taktu endilega þátt í könnun minni sem mun mögulega leiða þig áfram í þinni vegferð að bættum lífstíl og um leið aðstoða mig í að gera enn betur í að aðstoða þig.

Lífstílsnámskeið kemur í kjölfarið og þú gætir verið heppin ef þú tekur þátt.

https://api.leadconnectorhq.com/widget/form/I7XjcvvAmE4h5WMqiclg

Kæru þakkir.

Næring fyrir þína heilsu og lifðu til fulls alla daga án vanlíðan.