Nú er komið að því að yogadísin taki frí. Núna 14 nóvember – 29 nóvember verð ég í læri hjá Sri Ashutosh Muni í Bandaríkjunum. Kem fersk heim og algerlega núllstilt og tilbúin í skemmtilegan desember mánuð með ykkur. Ég mun setja inn tíma – aukatíma t.d. verður fjölskyldujóga, arm balance námskeið, yoga & súkkulaði námskeið ofl. skemmtilegt í desember. Við megum alls ekki gleyma ástunduninni í desember mánuði.
Megi þið eiga dásamlega stundir og njóta alls sem er. Munið að skoða þessa hluti sem tengist því að gera þig heilbrigðari á líkama og sál. Hvað gerir þú fyrir sálina þína?Hvernig nærir þú þig dagsdaglega? Ertu úthvíld/ur þegar þú vaknar á morgnanna?
~~ Fáðu þér “trít” en hafðu það holt ~ gerðu þitt eigið konfekt eða hráköku.
~~ Gerðu öndunaræfingar
~~ Ræktaðu sálina þína
~~ Vertu ástfangin af sjálfum þér
Lífið er allt of stutt til að lifa því í eymd og volæði. Lifðu lífinu, leiktu þér, gerðu eitthvað skemmtilegt og fallegt fyrir sjálfan þig. Dragðu fram þína innri sál og tengdu við hana ást og kærleika, það gæti verið erfitt. Finnum leið til að láta Egóið vinna fyrir okkur. Gefðu af þér, vertu sá sem gefur, hugsaðu fallegar hugsanir, aldrei að lifa í eftirsjá eða í samviskubiti. Tíminn er núna akkúrat hér og nú.
Af hverju hafa páfuglar svona langar stélfjaðrir?
J A I B H A G W A N