Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Jógasútrur Patanjali 8 lima kerfið.

Þegar þú ert farin að stunda jóga að einhverju leiti þá kemst ekki hjá því að heyra um jógaheimspekina – um 8 lima kerfið.

Indverjinn Patanjali bjó til kerfi á 2.öld eftir Krist sem flestar tegundir jóga byggja á í dag. Í dag er þetta útbreidd heilsurækt fyrir sívaxandi fjölda manna.  Þetta kerfi kallast “the eight limps” eða átta lima kerfið sem ennþá, meira eða minna leiti stuðst við í dag:

Yama –   Sjálfsskoðun og aðhald; það sem forðast skal að gera

Niyama – Innri agi; það sem leitat skal við að gera

Asana –   Líkamsstöður til að viðhalda góðri líkamlegri heilsu

Pranayama – Öndunaræfingar til að stjórna lífskraftinum / prana

Pratyahara – Samstilling skynfæra og huga

Dharana – Einbeiting allrar vitundar í einn punkt

Dhyana –  Hugleiðsla

Samadhi – Djúp innri vakning

Við erum rétt að snerta þessi fræði og mest erum við í Pranayama ~ öndunaræfingum og Asana ~ jógastöðum.  En eitt er það að gera jóga og leiða hugann inná við og hitt er að hugsa um Yömurnar og Niyömurnar ~ YAMAS & NIYAMAS…   því það er algerlega málið í dag sem þá fyrir öllum þessum árum síðan!

479bb05fdeeb8249d390c60580eacf0b

YAMAS;

Ahimsa ~ Nonviolence ~ Friðsemd, þar sem við forðumst ofbeldi.  Að lifa lífinu án ofbeldis gagnvart 0kkur sjálfum og öðrum. Hugleiða hvar erum við mögulega ofbeldisfull, t.d. þegar við hugsum neikvæðar hugsanir gagnvart okkur sjálfum – sjálfshaturs hugsanir.  Ofbeldi er sprottið úr ótta, reiði og vanþekkingu.  Afbrýðissemi og óróleika.   Ræktum með okkur samúð, kærleiksríki, skilning, þolinmæði, sjálfsást og sjálfsvirðingu.

Satya ~ Truthfulness ~ Sannleikur, heiðarleiki. Forðast undirferli, lygi og skreytingar. Að segja sannleikan og vera heiðarleg í orði og athöfnum og hugsunum.  Til að ástunda Satya þá er það heiðarleiki, gangast að sýnum tilfinningum koma aftur og aftur á jógamottuna hvernig sem ástandið er og þú kynnist sjálfum þér með öllum þínum kostum og göllum. Fyrirgefa, dæma ekki og fela sig ekki á bak við grímurnar sem við höfum þróað með okkur.

Asteya ~ Non stealing ~ Að stela ekki. Forðast að taka frá öðrum. Að hamstra ekki, leyfa ekki afbrýðisemi eða óstundvísi stjórna lífi okkar.  Að eigna sér ekki annara veraldlegar eigur, tilfinningar, hugsanir, athygli annara.  Ástundun; Rækta með sér nægjusemi, láta ekki egóið taka völdin eða láta undan fíknum.

Brahmacharya ~ Celibacy ~ Hófsemi, forðast óhóf. Að bæla ekki eða láta undan t.d. tilfinningum, draumórum, hugsunum eða tjáningarfærum. Hafa stjórn á eigin orku, í hvað látum við orkuna okkar. Hvernig miðlum við henni og hvernig getum við safnað orku í staðin fyrir að tapa henni. Rækta með okkur hófsemi á öllum sviðum mat, kynlífi, tjáningu, neyslu, viðhorfum, tilfinningum og öllum samskiptum við umheimin.

Aparigraha ~ Non-possessiveness ~ Óeigingirni, forðast sjálfselsku. Fullnægja frekar raunverulegum þörfum sínum en löngunum til lægra eðlisins, óttans, ófullnægju, persónunar.  Eigingirfni er sprottin úr huganum og tilheyrir óheilbrygða egóinu okkar. Þú ert alveg nóg. Eigingirni er skortur á trausti, afbrýðissemi er systir eigingirninnar.  Rækta með sér þroska, óhæði gagnvart umhverfinu, fólki og eignum. Ástunda gjafmilid og hjálpsemi. Sleppa væntingum til annarra og sjálf sín, leitast ávalt við að vera til þjónustu við aðra. Treysta því að allt sem við þörfnumst og alls sem okkur ber að fá kemur til okkar.  Því meira sem við gefum af okkur kemur margfalt til baka.

Þegar ég gef skilyrðislaust af mér þá fara gjafir alheimsins að elta mig á röndum.

ganesha

 

Orðið Yoga er komið úr Sanskrít og merkir að tengjast eða sameining. Þá er átt við sameiningu við alheimsvitund.
Yoga er 6000 ára gamalt kerfi apferða til heilsubótar og andlegra framfara. Tilgangur þess að ástunda yoga er að þroskast og auka þekkingu okkar á okkur sjálfum, þörfum líkama okkar, huga og sálar. Markmiðið er að öðlast góða líkamlega, andlega og hugræna heilsu og viðhalda henni.

texts

Leiðir Yoga

Samkvæmt hinum fornu fræðum er talað um fimm aðal leiðir innan yoga. Aðrar leiðir, eins og Tantra yoga, Mantra yoga, Kriya yoga og Kundalini yoga eru oftast flokkaðar sem hlutar af hinum fimm aðal leiðum.

Hatha yoga  ~ leið líkamsræktar . Öll yoga leikfimi, eins og hún er kennd í dag, byggist mestmegnis á þessari leið. Ástundaðar eru stöður(asana), siðfræði (yama og niyama) og öndunaræfingar (pranayama).Tilgangur Hatha yoga er að þjálfa og ná stjórn á líkamanum til þess að geta ástundað hinar æðri leiðir.

Raja yoga  ~ leið hugarstjórnar. Raja þýðir konungur og oft talað um þessa leið sem hina konunglegu leið. Henni er ætlað að undirbúa mann kerfisbundið og stig af stigi undir sameiningu við alheimsandann. Auk þess staðanna, siðfræðinnar og öndunaræfinganna eru eftirfarandi reglur ástundaðar: ögun skilningavitana (pratyahara), einbeiting (dharana), hugleiðsla (dhyana) og sameining vitundar(samadhi)

Karma yoga ~ leið þjónustu, starfs og athafna. Að ástunda þessa leið felst í að gera allt af ást og áhuga en ekki til þess að fá laun eða verðlaun.

Bhakti yoga ~ leið trúartrausts og óeigingjarnrar ástar. Bhakti þýðir að muna alltaf eftir Guði. Markmið lífsins er ást og að beina ástinni til Guðs er  markmið Bhakti yoga.

Jnana yoga  ~  leið þekkingar og náms. Takmarkið er að sjálfsþekking.

 

eagle pose

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math