Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Þú ert Meistarinn eða Guru (inn) í þínu lífi.

11825863_1050931011592702_3532532162592663448_n

Heiðraðu Guru(inn) hið innra með þér, alla kennarana á leiðina, öldungana og forfeðurna.  Munum að þakka fyrir okkur á hverjum degi, munum að það er ekki sjálfgefið að geta gert það sem þig langar til að gera hverju sinni.  Þakka fyrir að vakna á morgnanna í hraustum líkama.  Getað stundað hreyfingu og stundað vinnu, sinnt börnunum og fölskyldu okkar.  Sinnt foreldrunum og samfélaginu. Þakkaðu fyrir súrefnið og þakkaðu fyrir allar gjafirnar sem móðir jörð færir okkur á hverjum degi.  Við erum algerlega háð móður jörð Prakriti (sanskrit).  Þökkum fyrir loftið, súrefnið, rigninguna, birtuna, ilminn, náttúruna og alls sem er í umhverfinu.  Þökkum fyrir líkama okkar og heilsu.  Líkaminn sem þú ert í akkúrat núna í þessu lífi er sá sem þér var skaffaður og ber okkur að heiðra, virða og hlusta á hann, hvíla þegar hvíldar er þörf og fóðrann af hollum og góðum mat.  Sleppa allri unnri matvöru og svo að endingu nuddaðu líkamann þinn uppúr góðri olífolíu á hverju kvöldi eftir húðburstun t.d.

Þú getur notað hvaða góða olífuolíu sem er og klikkað gott að hita hana aðeins upp og bera á líkamann.  AYURVEDA fræðin sem ég er auðvitað heilluð af eins og svo mörgu sem tengist vísundum.  Sesamolía er dásamleg ef þú átt hana er gott að nudda uppúr henni.

thai yoga augl

Hefur þú prufað Thai Yoga Bodywork Massage?  Nei þá er tækifærið núna. Það er svo ótrúlega gaman og gefandi að blanda þessu saman Jóga og Thai Yoga nuddinu saman.  hér eru t.d. upplýsingar um ávinningin fyrir íþróttafólk hlaupara ofl hversu fljótt þú jafnar þig eftir mikið álag með teygjunum og nuddinu.

http://www.active.com/fitness/articles/the-benefits-of-thai-yoga-massage

Og önnur grein ef þig langar til að lesa meira um ávinninginn og hér er talað um hvað Thai Yoga Bodywork Massage styrkir beinin!

http://www.massagetoday.com/mpacms/mt/article.php?id=14923

thai yoga mynd

Grunnhugmyndin á bak við tælenskt nudd er að auðvelda flæði orku um líkamann. Þessu svipar til jógaheimspekinnar en samkvæmt henni streymir lífsorkan (Prana) um orkubrautir (Prana Nadis) í líkamanum. Í tælensku nuddi eru tíu orkubrautir tilgreindar og á þeim eru mikilvægir orkupunktar sem ná til allra líffæra. Með því að nudda þessa punkta er hægt að meðhöndla hina ýmsu sjúkdóma og lina sársauka. Truflanir á orkustreymi líkamans leiða til sjúkdóma. Nuddið losar þessar stíflur, örvar flæði lífsorkunnar og endurnærir líkama og sál. Ólíkt vestrænu nuddi snýst tælenskt nudd ekki bara um líkamann sjálfan heldur einnig hinn svokallaða orkulíkama. Í vestrænu nuddi eru vöðvarnir nuddaðir en í tælensku nuddi er þrýst á orkupunkta í staðinn. Einnig er mikið erum teygjur líkt og í Hatha jóga og er nuddið því stundum kallað jóganudd.

Tælenskt nudd hefur átt auknum vinsældum að fagna undanfarin ár enda hefur áhuginn á óhefðbundnum lækningum farið sívaxandi. Tælenskt nudd er m.a. talið hafa góð áhrif á astma, hægðatregðu og vöðvabólgu svo fátt eitt sé nefnt auk þess sem það er notað til endurhæfingar eftir hjartaáföll og heilablóðföll. Vestrænir læknar sjúkraþjálfarar, nuddarar og jógakennarar streyma til Taílands til þess að læra nudd og bæta við þekkingu sína enda tælensk nuddmeðferð spennandi valmöguleiki við hefðbundnari læknismeðferðir.

Kynningarverð fyrir þá sem vilja prufa Thai Yoga Bodywork Massage hjá yogadísinni Lausir tímar;

Föstudag kl: 8:30

Mánudag kl: 8:30

Jóga nudd og jóga teygjur.   Klikkað gott og gefur flotta orku og súrefnisflæði og þú ert fljót eða fljótur að jafna þig eftir áreynslu eða íþróttaálag.

11060017_398146987038381_8860576582349467286_n

Jógatímarnir eru massívir næstu tvær vikurnar eða þar til yogadísin fer í frí og endurhleðslu og lærdóm til meistarans um miðjan nóvember.

Þriðjudaga og fimmtudagar   —   hádegisjóga  12-13

Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl: 6:15-7:15

Miðvikudagskvöld 4/11/15.  Armbalance – námskeið kl: 19-22:00 nánari uppl síðar

Föstudagur kl: 18:30   YIN YOGA & YOGA NIDRA

LAUGARDAGUR – jógaþrek, power yoga,

bodywork mobility og jógastöður kl: 8:30-10:00

1393880_10151910918607346_1810583227_n

Jai bhagwan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math