Þetta sagði Hipocrates fyrir meira en 2000 árum síðan. Við getum aðstoðað og hjálpað ristlinum okkar að vinna sitt verk og koma meltingarfærunum í gott starf. Er þín melting eðlileg og ferðu daglega og skilar því sem skila þarf? Maður getur alltaf spurt sig og skoðað þá hvað er það sem ég get gert til að bæta meltinguna. AMA í Ayurveda vísindunum er talað um AMA sem eru meltingartruflanir ( rót sjúkdóma ) og hvernig getum við unnið gegn þeim. AGNI er meltingareldurinn og hvernig virkjum við hann?
Ég sjálf hef leikið þennann leik og verið með AMA lengi vel áður en ég fór að huga að matarræðinu. Það ferðarleg hófst eiginlega árið 2003. Þá ákvað ég yogadísin að hefja nýtt ferðalag með nýjum lífsstíl og matarvenjum ( já það kemur blogg um það einn góðann veðurdag). Allt hefur verið uppá við ég fór dýpra og dýpra og lærði meðal annars að vera jógakennari og starfa við það í dag og sjálfmenntaði mig í ýmsum matarræðum með námskeiðum hjá íslenskum og erlendum kennurum og hef ég mest megnis verið í grænmetis og hráfæðisréttum undanfarin ár.
Ayurveda er eins og þið getið lesið ykkur til um á síðunni minni yfir 5000 ára gömul Indversk læknisfræði og er í stuttu máli ástríða mín. Ég er enn að læra um Ayurveda fræðin hjá meistara mínum Babuji og Kristbjörgu Kristmannsdóttur. Einnig er ég í sambandi við Ayurvedískan lækni dr. Shubi sem hefur komið nokkrum sinum til íslands og stefni ég á það að fara með hóp í “pílagrímsferð” til Indlands og kynnast betur meðferðum og sjá með eigin augum og upplifa með Shubi.
Veistu hvernig þú getur byrjað á því að vinna á AMA og að virkja Agni í líkamanum þínum?
AMA
Bættu TRIPHALA við í dagvenjurnar þínar.
Triphala samanstendur af jurtunum Amla, Bibhitaki og Haritaki
Triphala er í senn mild og áhrifarík jurtablanda.
Hún hjálpar við að koma jafnvægi á starfssemi meltingar og getur í senn linað vindgang og uppþembu, hægðatregðu og aðra meltingarkvilla.
Triphala hefur hreinsandi áhrif án þess að erta meltingarveginn og má því nota hana að staðaldri.
Enn fremur gerir hún meltingarveginn ekki háðan virkninni, eins og sumar losandi jurtir, heldur styrkir hana.
Fáðu þér Triphala jurtina í töfluformi eða dufti t.d. 1/2 tsk. af dufti úti volgt vatn á kvöldin áður en þú ferð að sofa.
Súrkál (hægt að kaupa tlbúið ) hágæða „probiotic“ fæðubótarefna.
Jurtate t.d. fennelte eftir mat bætir meltinguna.
Eplaedik og hunang með volgu vatni. Í eplaedikinu eru góðir gerlar fyrir þarmaflóruna.
AGNI
Borðaðu fyrir sálina þína en ekki egóið. Til að viðhalda góðum meltingareldi er í raun allt hér að ofan að viðbættu hreyfingu.
Hreyfa sig rösklega a.m.k. 30 mínútur á dag. Nota hversdaginn til að hreyfa sig. Gera ráðstafanir til að stjórna streitu og ná góðum svefni á hverri nóttu. Gerðu jóga á fastandi maga á morgnanna. Öndunaræfingar og hugleiðsla og að fara með möntru “OM NAMO BHAGAVATE VASUDEVAYA” byggja upp hjartaprönu. Hugleiða inná meltingarfærin, draga athyglina niður í átt að magastöð til að þrýsta APANA niður. Jógastöður sem eru tilfallnar t.d. hundurinn og kötturinn með öndunaræfingum. “twisturinn” og allar vindur uppá líkama til dæmis viðsnúni þríhyrningurinn. Höfuðstaðan og handstaðan.
Það sem skiptir meginmáli er fæði og fæðuvalið okkar. Leitastu við að borða sem hreinasta mat og helst líffrænt ræktaðan. Íslenskan mat, íslenskar jurtir og íslenska saltið.
Ef ég mætti ráðleggja ykkur heilt er það að hugsa fyrst og fremst um mattarræðið – hvernig þú fóðrar mustirið þitt og því næst er það svefnin eða hvíldin ertu að hvílast vel og í þriðja lagi er það hreyfingin. Hreyfðu þig daglega og bættu alltaf einhverju nýju og skemmtilegu við. Notaðu þinn eigin líkama t.d. jóga, body mowement, syntu, ganga, skokk og öndunaræfingar. Skrúbbaðu líkama þinn og nuddaðu uppúr góðri olíu t.d. sesamolíu.
~ FÆÐI
~ SVEFN
~ HREYFING
Twistinn getur þú gert t.d. í “low lunch”
Og að lokum gætir þú hugsað þér að bæta fitu já góðri fitu inní daglega matarræðið þitt. Að borða vel af góðri fitu á morgnanna er góð leið t.d. bættu kókosolíu og eða ghee útí kaffið þitt eða teið eftir morgunmatinn.
TIPS; ef þú ert að setja sykur útí kaffið þitt þá ertu ekki að drekka gott kaffi.
hvernig er staðan á líkama þínum þegar þú vaknar á morgnanna? Þú átt að vera
endurnærð/ur eftir svefnin. Ferð að sofa þreyttur og vaknar endurnærður og
heilbrigð/ur. Hverjar eru svefnvenjur þínar?
Hundurinn og kötturinn.
Viðsnúni þríhyrningurinn.
Handstaða, höfuðstaðan eða herðastaðan.
Næsta blogg verður um dhosurnar VATA ~ PITTA ~ KAPHA.
Njótið stundarinar núna ~ hún kemur ekki aftur ~ tíminn er NÚNA!
Jai bhagwan.