Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Hvernig líður þér í dag?

Hvernig líður þér í dag?

Hvernig líður þér í tilfinningunum þínum í dag?

Hvernig líður þér í líkamanum þínum í dag?

Hvernig líður þér í orkulíkamnum þínum í dag?

Hvernig líður þér í hugarlíkama þínum í dag?

Hvernig líður þér í alvörunni í dag?

Hver eru viðmiðin þín um þína eigin líðan og væntingar til lífsins?

 

 

eagle pose

Í dag líður mér vel “núna” akkúrat núna líður mér mjög vel.  Ég merki það á eigin skinni ekki hvernig er ætlast til að mér líði.  Ekki á því hvernig er ætlast til þess að ég líti út þegar ég reisi höfuðið frá koddanum mínum öll krumpuð og sæt eins og Golrir nema hvað það sést varla í augun mín fyrir baugunum!  Ég vakna eldsnemma alla morgna og leyfi mér að sofa aðeins lengur í stað þess að byrja á því að græja andlitið og hárið og lúkkið.  Jú ég mæti í kennslu kl.06:15 nákvæmlega eins og ég er, með pínu úfið hárið og frjálslegt.  Sumarliturinn farin úr andlitinu og baugarnir stundum meiri þennann daginn en hinn og já ég þarf bara leita og setja upp gleraugun til að finna augun mín “jú hú æði þau eru þarna” frábært 🙂 takk fyrir ég sé.

Ég elska mig nákvæmlega eins og ég er, elska þessar fínu, löngu og mjúku hrukkur sem eru farnar að myndast í andlitinu mínu sem ég þakka fyrir. Þessar elsku hrukkur segja bara nákvæmlega til um það hvernig þú lifir lífinu þínu geta markað að sjálfsögðu erfiðleika og raunir en fyrst og fremst marka þau að ég er á lífi!  Að vera lifandi 50 ára yogadís er ég þakklát fyrir. Það eru alls ekki allir sem ná þessum háa og merka aldri – virðulega aldri. Eitt af einkennunum að vera með hrukkur í andlitinu er að þær segja mér einnig þú átt þrjú börn. Sá elsti 27 ára – miðjan 23 ára og yngsti 20 í des.  Þetta á að sjást á mér.

408576_10151323782657346_1735758364_n-1

Elska mjaðmirnar mínar, rassinn, lærin, handleggina, brjóstin og síðast en ekki síst magan minn.  Hver segir að viðmiðin sem fólk í dag er farið og hefur gert held ég langt aftur í tímann miðað sig við.  Ég er svo glöð þegar ég sé að það er fréttnæmt á ljósvakamiðlunum þegar t.d. erlendar leikkonur eru að lýsa því yfir að þær séu hættar að fylla uppí hrukkurnar því þær vilja að börnin þeirra átti sig á því að við eldumst!  Já og þökkum fyrir það að eldast.

~ Ekki taka þig of alvarlega til þess er lífið allt of stutt.

~ Ekki dæma þig né aðra

~ Ekki beita þér né öðrum ofbeldi

~ Ekki taka þátt í niðurrifstali um sjálfan þig né aðra

~ Ekki gefa huganum / egóinu leyfi til að segja þér hvernig þú átt að vera

Um leið og þú ert farin að dæma, beita þér ofbeldi eða tekur þátt í niðurrifstali ertu um leið að “downloda” tamasaki og þar vitlu alls ekki vera – trúðu mér!

Skoðaðu líkama þinn og í stað þess að álasa hann t.d. ók ég hefði nú getað farið út að skokka á hverjum degi og verið laus við þessi aukakíló sem stöðugt eru að pirra mig. Eða þetta er frábær fyrirmynd, svona ætla ég að gera og vera ( oftast óraunverulegt ).

Vertu þú, þú sjálf/ur. Þú ert besta fyrirmyndin þín.  Vertu betri í dag en þú varst í gær.  Horfðu á þig í spegli og reyndu að finna jákvæða staðreynd um þig og líkama þinn og lærðu að elska þig.  Elska þig fyrst og fremst því alls ekki fyrr en þú ert farin að elska sjálfan þig nákvæmlega eins og þú ert, virða þig og dást að þér, þá fyrst getur þú farið að gefa af þér til annarra ást og kærleik.

A75A3990

DANSAÐU eins og engin sé morgundagurinn.

STAÐHÆFINGAR farðu með fallegar staðhæfingar til þín sjálfrar daglega.

ELSKAÐU þig og lífið sjálft.

VINIR veldu þér vini sem gefa frá sér jákvæða orku, þurfum ekki endalaust að taka á móti neikvæðni.  Neikvæðni og leiðindi eru niðurdrepandi og valda depurð og þess að þú ósjálfrátt ferð að vanmeta sjálfan þig.

TALAÐU fallega.

HUGSAÐU fallegar hugsanir.

GÓÐVERK gerðu góðverk á hverjum degi SEVA.

ÞAKKAÐU fyrir þig.  Þakkaðu fyrir líkama þinn, lífið og að fá að vera þáttakandi lífinu sjálfu.  Þakkaðu fyrir allt sem kemur til þín.

KÆRLEIKUR ræktaðu kærleik og auðmýkt

KARMA allt kemur margfalt til baka til þín eins og búmerangið.

 

OM NAMO BHAGAVATE VASUDEVAYA

Jai bhagwan.

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math