Í dag 8. apríl 2012 er ég afmælisstelpa, hugrökk yogadís sem opnar heimasíðu með bloggi og upplýsingum um sín eigin áhugamál; jóga, matarræði, prjón og handavinnu og síðast en ekki síst súkkulaði. Síðar meir, netverslun með hráfæði og ofurfæði (superfoods) jógavörur, fatnað og fleira margt skemmtilegt og fallegt.
Ég er 47 ára dásamlega hamingjusöm jógadís. Mottó mitt í lífinu er þetta; Allir dagar eru hamingjudagar og þess virði að elska lífið sjálft hvern einasta dag með gleði hlátri og að lifa lífinu til fulls hvern einasta dag. Ég er matarfíkill, já ég játa það, ég er súkkulaðifíkill, já ég játa það líka, ég er jógafíkill, já ég játa það og ég er prjóna og handavinnufíkill, já ég játa það….
En mest af öllu í mínu lífi elska ég og virði gullmolana mína þrjá og eiginmann minn sem hefur stutt mig og hvatt alla tíð, væri ekki á þessum stað í lífi mínu nema fyrir Valla minn enda er hann mikill nagli sjálfur. Elsti strákurinn minn er 23 ára, miðjan mín 20 ára og sá yngsti 16 ára.
Ég á dásamlega móður, sem er ungleg, stundar golf og jóga eins og engin sé morgundagurinn. Ég á frábæran pabba sem stundar veiði og fiskeldi af miklu kappi og er alger hetja. Ég á tvo bræður sem ég gæti ekki verið meira hamingjusamari með, réttsýnir og dásamlegir, ásamt því að þeir eiga þessa líka frábæra fjölskyldu, eiginkonur og börn. Lífið er dásamlegt og nákvæmlega eins og það á að vera.. Vinir mínir, vá ég er dásamlega heppin mannvera…. þið eigið eftir að kynnast þeim hér á blogginu líka.
Ég leitast við að borða hreint og lífrænt fæði. Ég er á hráfæði og söfum. Allt er vænt sem vel er grænt, eins og sagt er. Ég er sem sagt „hráfæðisæta“ tillögur um betra orð eru vel þegnar á netfang mitt [email protected]. Ég byrjaði hægt og hljótt, tók í fyrstu út allann sykur, gos, unnar matvörur, ger og hveiti, mjólkurvörur, kaffi, rautt kjöt, fisk og kjúkling og varð grænmetisæta (annað skemmtilegt orð) til margra ára og þaðan í hráfæði og lifandi fæði.
Ég stunda jóga, er í jógakennaranámi og útskrifast í júní n.k. með alþjóðlega jógakennararéttindi. Ég elska líf mitt, finnst ég vera sem 27 ára yogadís en ekki 47 ára og þess þakka ég einfaldlega áhuga minn á lifandi fæði, jóga og heilbrigði almennt. Mín dásamlega leið liggur í gegnum jóga og matinn….. ef þú ert í stuði til að breyta líferni þínu með bættu matarræði og jógaástundun þá ertu á réttri leið með að lesa þetta blogg, það er fyrsta skrefið. Prufaðu, því engin orð fá því líst í raun hvað þú uppskerð mikla vellíðan hvern einasta dag.
Mitt líf hefur tekið kúvendingu á síðustu 10 árum og allt til dagsins í dag, enda er enginn dagur eins og allir dagar hamingjudagar J útlit mitt hefur breyst, húðin glóir, hárið er þéttara og fallegra líkaminn minn þetta líka fallega musteri sem hefur að geyma sál mína sem hreinlega glóir.
Mín áskorun til ykkar er, ef þú vilt breyta fyrra líferni og vera hamingjusamari og líða betur og betur á hverjum degi byrjaðu þá á því að stunda jóga og hugsaðu um það hvað þú setur í munninn þinn. Hér erum við að tala um okkar eigið musteri eða líkama okkar, og við eigum það svo sannarlega skilið að glóa og líða sem allrabest alla daga, alltaf.
Skref tvö…….. slökktu á tölvunni og stattu upp, hreyfðu við orkunni þinni og hugsaðu uppá nýtt hvað þú setur í magann þinn og gerðu veislu úr því.
Einstaklega falleg og persónuleg síða. Hlakka rosalega til að fylgjast með þér. Þú ert öllum okkur sem erum í kringum þig óendanleg hvatning til að lifa lífinu lifandi.
Snillingur ertu Gyða, takk fyrir skemmtilegt blogg. Nú ætla ég sko að fylgjast með 😉