Hvernig gengur ykkur í græna mánuðinum? Eru þið farin að prufa grænan safa?
Þessi hér klikkar sjaldan ef manni langar í bragðgóðan og pínu namminamm boost.
- Spínat 1-2 lúkur
- 1 Agúrka
- Avacado
- Ananas eða Mangó 1/2 stk.
- Sjávarsalt 1/2 tsk.
- Pínu svartur pipar ( ótrúlega góður fyrir meltinguna )
- Vatn
Öllu skellt í blandarann og þessi er saðsamur góður til dæmis í hádeginu.
Að öðru þá er yogadísin með stútfulla tösku af fréttum fyrir ykkur. Í fyrsta lagi eru tímarnir að fjölga aðeins í næstu vikuna til 18 janúar. Yogadísin fer í frí 19 janúar – 27 febrúar í yoga námsferð til Thailands. Yoga retreat ferð fyrir mig og sálina mína, alger endurhlöðun. Verð í námi hjá snillinginum honum Jonasi Westring já sá sem hefur nokkrum sinnum til íslands og lærði ég einmitt hjá honum Thai Yoga Bodywork Massage. Mun læra og taka kennararéttindi í ANUSARA Yoga, mennta mig aðeins meira í Raw Food og Thai Yoga Bodywork Massage.
Starfsemin hefst aftur samkvæmt stundatöflunni mánudaginn 29. febrúar n.k. en þangað til verða fullt af tímum fyrir þig.
Opnunarparty ~ Dans yoga partý verður laugardaginn 5. mars.. með fyrirvara gæti breyst, fylgist endilega með öllum breytingum sem verða þér og þínum til góðs varðandi jógaástundun, Thai yoga nudd og Hreint fæði!
TÍMAR sem bætast við frá og með mánudeginum eru:
- Mjúkt jóga fyrir þig ~ Mánudag og Miðvikudag kl: 09:00-10:00
- Yin Yoga ~ Föstudag kl: 17:00 ( 8jan. & 15Jan.)
- Yoga Nidra ~ Föstudag kl: 17:30 ( 8jan. & 15jan.)
- Fjölskyldu Jóga ~ Sunnudagur 10. janúar kl: 10:30-12:00 ATH… allir í fjölskyldu velkomnir.
- Prana Power Yoga ~ Fimmtudagur 14 janúar – kvöldtími kl: 20:30-21:45
Prana Power Yoga. Jóga sem eykur lífskraftinn og viljastyrkinn. Prana ~ Lífsorka = því meiri lífsorka því meiri gleði.
Breytingin ein og sér stækkar og breikkar sjóndeildarhringinn. Leiðum okkur í gegnum ferðalagið sem við erum öll á og hugleiðum Yamas & Niyamas með ferðatöskuna stútfulla af kærleik. Hvernig getur þú öðlast betra og innihaldsríkara líf, ertu að næra Egóið þitt eða ertu að næra sálina þína. Spurðu þig að þessari spurningu næst þegar þú færð þér t.d. eitthvað að borða. Eða þegar þú segir við einhvern hversu vænt þér þykkir um viðkomandi. Látum ekki dramadrottninguna taka völdin og höldum okkur í sattviku ástandi, það er gott að skoða og rannsaka sjálfan sig og nota einmitt tímann núna til þess! Tíminn er núna.
Sé ykkur í jógasetrinu í Kópavogi. Tímataflan, skoðaðu hana hér hægra megin efst á síðunni.
Jai bhagwan.