Hvernig líst ykkur á þetta :::: Jóga fyrir þig!
Nú er ég að græja mig fyrir mikið og langt ferðalag.. Thailandsferðin hefst næst komandi þriðjudag og yogadísin er kannski ekki alveg að borða úr sjáfsalanum á flugvellinum eða það sem boðið er uppá í vélunum! Ég er í massívu tilraunaeldhúsi og búin að finna klikkað gott og hollt snakk…. sem enn og aftur er “sælgæti án samvisku” Fræ, graskersfræ og sólblómafræ og aðferðin er svo sáraeinföld;
~ Sólblómafræ, Graskersfræ í sitthvora skálina og leggja í bleyti (minnst 4 klst)
~ Sigta og setja í skál ( sitthvora ) strá íslenska sjávarsaltinu yfir – þitt magn 🙂
~ Inní þurkofininn í svona 1 sólahring
Klikkað gott snakk. Núna er í ofninum sætar kartöflur “just loveIT”
~ Taka hýðið af
~ Skál með Olíu, salt og vatn og setja flysjaðar kartöflur (ostastkeri/Juvelinerinn) og marenera smástund, stundum set ég cayanne pipar.
~ Raða í þurkofnin og þurka í svona ca sólahring.
Þetta er bara partur af því sem ég tek með mér til að næra sálina mína og líkama! Lofa ykkur að fylgjast með – kíkið líka á snappið hjá mér gydadis getið fylgst með ferðalaginu..
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Í kvöld er það Yin Yoga & Yoga Nidra
17:00-18:30 í Jógasetrinu mínu Kópavoginum ~~~ Jóga fyrir þig!
Allt til alls, komdu með peysu og sokka og þitt teppi jafnvel. Dýna á staðnum!
J Ó G A F Y R I R Þ I G
JAI BHAGWAN
Ps. var að leika í morgun… massívur kviður og “arm balance” í fyrramálið verðum við í fimleikasalnum og gerum fimleikaþrek, masterum höfuðstöðuna og reynum annað skemmtilegt.
K-deer vetur 2016 kemur í hús í næstu viku!
ps.ps… Jai bhagwan.