Ótrúleg vika og ótrúlega spennandi að fylgjast með EM2016 í fótboltanum. Meiriháttar afrek sem strákarnir okkar hafa afrekað. Samstiltir allir sem einn og spila saman og hafa greinilega gaman að því sem þeir eru að gera. Þjálfarateymið stórkostlegt og finnst best að Lars var alls ekki tilbúin að hafa þetta sem síðasta leikinn sem hann stjórnaði! Frábært til hamingju ísland. Við erum sterk, við erum best og við erum víkingar.
Ég held að þessi flotti græni og guli smúþí verði smartur með næsta leik, Ísland gegn Englandi ~ já og ég hef fulla trú á því að strákarnir okkar leggja allt sitt af mörkum og enda þetta með klikkaðri vítaspyrnukeppni við Englendinga og vinna leikinn! Já ég bara ét þetta ofaní mig á mánudagskvöldið ef svo verður ekki raunin. En held að við séum algerlega búin vinna nú þegar með að komast svona langt. Að komast áfram í 16 liða úrslitin er stórfenglegt íþróttaafrek.
Ok, smúþíin snúum okkur að honum og veistu að þetta er sáraeinfalt. Ég elska allt sem er grænt og vænt og stundum má maður leyfa sér að setja smá gotterí útí eins og til dæmis banana, döðlur og mango.
Uppskriftin er einföld og þú hefur kannski gert þennann oft… en ég ekki því ég nota yfirleitt ekki sætu útí græna smúþíin minn!
Græni:
- Væn lúka eða tvær af spínati
- 1 Lime
- 1 Banani
- 1/2 agúrka
- 1 bolli kókosvatn eða bara vatn
- 1 – 2 avacado fer eftir stærð (ég nota mikið avacado)
- Pínu salt
- 1 Kúguð msk. grænt duft með öllu súperstöffinu
Allt sett í blandarann og blandað þar til orðið mjúkt og fallegt
Guli:
- 1 Mangó ~ ef þú átt frosið er það snild
- 1 Banani
Allt sett í blandarann og blandað þar til silkimjúkt og fagurt.
Setja Græna smúþíin í fallegt glas rúmlega hálft og hella gula mangó smúþíinum yfir og njóta. Þetta er bara klikkað gott og saðsamt. Minn maður ~ naglinn eiginmaðurinn heldur uppá þetta combó. Þessi verður á boðstólnum hjá mér í næsta leik. Ísleand ~ England ~~~ ÁFRAM ÍSLAND. Vertu svo sannarlega velkomin og þá í íslandstreyju og með góða skapið!
Jai bhagwan