Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Ástar- og hatursamband mitt við svartan lakkrís!

Lakkrís er kjarni sem er unninn úr sætum, þurrkuðum rótum og jarðstöngli ýmissa afbrigða af lakkrísplöntunni,  Glycyrrhiza glabra, sem vex villt í heittempruðu loftslagi.  Forsíðumyndin er af lakkrísjurtinni.


Þetta fékk ég að láni hjá Heilsutorg.is “Ef hjarta þitt sleppir slagi í hvert skipti sem þú gerir sérlega vel við þig með svörtum lakkrís veit hjartað kannski eitthvað sem þú veist ekki“.

Ef þú borðar of mikið af honum kemur hjarta þitt raunverulega til með að taka kipp, sleppa úr slagi eða tveim, já eða jafnvel mörgum.

Þó það gerist sjaldan getur svartur lakkrís valdið óreglulegum hjartslætti hjá sumum, segir matvæla-og lyfjaeftirlitið (FDA) í Bandaríkjunum. Og umfram allt, þetta getur jafnvel valdið alvarlegum skaða.

í Kvennablaðinu 12 júlí 2015 skrifar Kolbrún Hrund um Lakkrísin og já fyrsta greinin sem ég las um það hvað lakkrís gæti verið í raun stórhættulegur þeim sem þola hann ekki eða með ofnæmi fyrir honum.  Ég var samt ekki að kveikja á neinum viðbrögðum þá!  Sjáið frábæru skrif Kolbrúnar og einlægni hennar um veikindi sín sem rekja mátti til ofneyslu á lakkrís  getur lakkrís verið lífshættulegur

Í síðustu viku var heilmikil umfjöllun um Lakkrís og skaðvald hans fyrir þá sem eru með gætu mögulega verið með ofnæmi fyrir lakkrís.  Merkilegt já stórmerkilegt fyrir mig jógadísina sem sá ljósið akkúrat þá!  Ég er heilsugúrú ef svo má að orði komast.  Er algert “case” hvað varðar mat og matarræði vegna þess að ég hef verið á hráfæði alfarið frá því 2009 eða 8 ár.  Ég segi case vegna þess að ég er fyrir löngu hætt að fá matarboð eða spennandi veislur annars staðar en heima hjá mér.  Sem hentar mér að sjálfsögðu langbest.  Þetta er pínu eins og alkahólistinn sem kemur í boð og þar er einungis boðið uppá áfenga drykki nú eða sá sem er haldin sykursýki er boðin í veislu þar sem borðið svignar af allskyns kræsingum sem allar eru dísætar.  Lesið umfjöllun inn á vísir og hlustið á viðtalið við innkirtlasérfræðinginn Helgu Ágústu sem hefur rannsakað lakkísinn og skaðvald hans gríðarlega Hér

 Lakkrísrótin

Hár blóðþrýstingur, búgsöfnun og kalsíumskortur

Helga Ágústa skrifaði doktorsritgerð um virkni lakkrís á líkamann og hún hefur fylgt þeim rannsóknum eftir og komist að því að lakkrís hefur afar neikvæð áhrif á heilsu okkar.

„Lakkrís hefur áhrif á ákveðið efni í líkamanum sem á að brjóta niður mjög virkt hormón, eitt mikilvægasta hormónið eða cortisol, niður í óvirkara form. Þetta er ákveðinn varnarmekkanismi líkamans.

Lakkrís hindrar virkni þessa ensímis og þannig getur cortisolið farið að virka lengur og veldur háum blóðþrýstingi, bjúgsöfnun, kalíumskorti, getur þar af leiðandi valdið fylgikvillum þessa með hjartsláttartruflunum ef við erum lág í kalíum, heilablóðföllum og hjartaáföllum ef við erum há í blóðþrýstingi. Bara að vera komin með hindrun á þetta efni er mjög skaðlegt,“ segir Helga Ágústa.
Helga Ágústa skrifaði doktorsritgerð um virkni lakkrís á líkamann og hún hefur fylgt þeim rannsóknum eftir og komist að því að lakkrís hefur afar neikvæð áhrif á heilsu okkar.

„Lakkrís hefur áhrif á ákveðið efni í líkamanum sem á að brjóta niður mjög virkt hormón, eitt mikilvægasta hormónið eða cortisol, niður í óvirkara form. Þetta er ákveðinn varnarmekkanismi líkamans.

Lakkrís hindrar virkni þessa ensímis og þannig getur cortisolið farið að virka lengur og veldur háum blóðþrýstingi, bjúgsöfnun, kalíumskorti, getur þar af leiðandi valdið fylgikvillum þessa með hjartsláttartruflunum ef við erum lág í kalíum, heilablóðföllum og hjartaáföllum ef við erum há í blóðþrýstingi. Bara að vera komin með hindrun á þetta efni er mjög skaðlegt,“ segir Helga Ágústa.

*** NÝTT!!  VIÐTAL VIÐ HELGU ÁGÚSTU Á MBL. 17..JANÚAR 2018.  viðtal hér

Það er eitthvað við lakkrísin eins og ostinn….  hann er hreinlega ávanabindandi!

  • Flestir mígrenisjúklingar kannast við að neysla vissra fæðutegunda, til dæmis ostar og lakkrís, getur orsakað mígrenikast. Það er þó mjög einstaklingsbundið hvað það er sem setur kastið af stað. Sumar konur fá oft mígrenikast rétt áður en blæðingar hefjast.

Hér fann ég grein inná lyfja.is
Lakkrís í sælgæti og öðrum matvælum er ekki hættulegur í þeim skömmtum sem eru algengir. Þýsk heilbrigðisyfirvöld telja bæði viðunandi og öruggt að taka hámarksskammta sem eru allt að 100 millígrömm af glýkírrisíni á dag. Nauðsynlegt er þó að gera sér grein fyrir því að raunveruleg áhætta fylgir því að taka stærri skammta af lakkrís á dag og það getur verið varasamt að taka 100 millígramma skammta daglega í langan tíma. Þrátt fyrir að lakkrís virðist til að mynda flýta gróanda ætissára í meltingarfærum dregur úr notagildi hans í því skyni vegna þeirra eiturhrifa sem geta komið fram hjá fimmta hverjum neytanda og lýsa sér með þrota í andliti og öðrum líkamshlutum. Höfuðverkur, stirðleiki, andnauð og sársauki í efri hluta kviðar hafa komið fram í nokkrum tilfellum.

Rannsóknir benda til að langvarandi og mikil neysla lakkríss, hvort sem er í tei, sælgæti eða einhverri annarri afurð, hafi svipuð áhrif og öflug sterahormón (sykurbarksterar og steinefnabarksterar). Þetta getur leitt til ofgnóttar steinefnabarkstera eða gervialdósterónofgnóttar, sem lýsir sér í háþrýstingi, bjúgi, ofgnótt natríums og skorti á kalíumi í blóði. Þetta ástand getur verið svo alvarlegt að það leiði til vöðvasjúkdóma og jafnvel dauða. Í tímaritum um læknisfræði má finna margar greinar um tilvik gervialdósterónofgnóttar eftir gífurlega neyslu á lakkríssælgæti eða þegar munntóbak, sem er bragðbætt með lakkrís, er notað í óhófi og neytandinn kyngir munnvatninu.

Ekki er ljóst hversu mikils magns þarf að neyta af lakkrís áður en eiturhrif koma fram. Að hluta til er þetta vegna þess að í mörgum rannsóknum hefur verið notað sælgæti sem inniheldur lakkrís í mismunandi miklu magni en ekki hreinan lakkrís. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að hætta geti skapast við daglega neyslu vara, sem innihalda allt að 100 millígrömm af lakkrís, í nokkur ár. 13 Önnur rannsókn gaf til kynna að lífshættulegur skortur á kalíumi í blóði hafi komið fram eftir neyslu á magni sem svari til undir 50 millígramma af lakkrís á dag.  Leggja þurfti mann inn á sjúkrahús í fjóra daga sem var að annars að öllu leyti hraustur eftir að hann hafði neytt 700 gramma af lakkríssælgæti á níu dögum.

Lækkun á kalíum getur verið hættuleg  Aðrir, einkum þeir sem eru yfir 40 og hafa sögu um hjartasjúkdóma og eða háan blóðþrýsting geta lent í því að upplifa önnur og hugsanlega alvarlegri vandamál meðal annars hækkun á blóðþrýstingi, svefnhöfgi og í verstu tilfellum jafnvel hjartabilun.

„Ef þú ert nú þegar með hjartasjúkdóm eða háan blóðþrýsting, þá er gott að vera meðvitaður um hvernig tilfinningin er ef þú borðar svartan lakkrís,“ segir Patton. „Hættu að borða hann ef þér finnst, eða tekur eftir að hjartslátturinn verði óreglulegur.“ Patton bætir hins vegar við að matvæli sem auglýsa sig sem „lakkrís“ eða með „lakkrís bragði“ og nota anís olíu en innihalda ekki svartan lakkrís, þau matvæli munu ekki auk líkur þínar á hjartsláttartruflunum.

Afhverju er ég að skrifa um lakkrísin og áhrafavald hans?

Ég er eins og ég sagði fyrr í greininni erfið þegar kemur að matarræði og stundum þá fæ ég hreinlega algert æði í ákveðnar matartegundir og brögð eins og til dæmis lakkrís bragðið.  Ég hef alltaf átt til “raw” lakkrís duft og notað það við tækifæri, útí súkkulaði konfekt mola og það nýjasta sem ég byrjaði á í haust það er súkkulaði- banana búst með lakkrísdufti…..  já ég er að segja ykkur það og þetta æði tók ég svona í köstum byrjaði svo sem rólega einn búst á viku.  Keypti mér einmitt stórann dunk af Raw lakkrís dufti og var svo lukkuleg því það er svo agalega lítið magn í venjulegu stærðunum.  Ég kenni jóga eins og flest allir vita í jógasetrinu mínu Shree Yoga í Kópavoginum alla daga og mikið og æfi sjálf þrisvar í viku með þjálfaranum mínum.  Ég var farin að taka eftir breytingum síðasliðið haust hversu úthaldslítil ég væri, ég setti það á þreyttu og of mikils vinnuálags jú við jógarnir getum líka keyrt okkur út á of mikilli jógakennslu og námskeiðum.  Ég var farin að finna fyrir því að ég var móðari en oft áður, að sjálfsögðu er ég að eldast en ég hætti ekki helt áfram og í byrjun árs 2017 fann ég fyrir þyngdaraukningu hægt og rólega.  Febrúar var svona og svona ég hélt áfram mínu striki en var farin að leita ráða varðandi matarræðið, skoða hvaða bætiefni ég væri að nota og hverju ég gæti bætt við til að halda út orkunni. Líkaminn minn var óeðlilega stífur, ég var ekki með harsperur en hann var stífur af bjúg sem ég hafði ekki hugmynd um – já heilsugúruninn ég!

Hins vegar í mars var ástandið á mér farið að versna til muna, ég fór að finna verulega fyrir bjúgmyndun um allann líkamann.  Andlitið á mér var ótrúlega afmyndað suma daga af bjúg sem mátti líkja til bauga en baugarnir náðu niður á kinnar og svo voru baugar þar neðar!  Ótrúlegt og hræðilegt að vakna eftir góðan svefn og hvíld svona hræðilega bólgin í andlitinu og vera jógakennari og þurfa standa fyrir framan hópinn minn og tala um heilnæmi jóga og hversu góð áhrif það hefur á allann líkaman, líkama og sál.

Suma daga var ég það slæm af stífleika og bjúg í fótleggjunum að ég var alveg bókstaflega að kafna.  Það var ekki nóg heldur var mikil vanlíðan í fótunum, kálfunum og þeir voru ef svo má að orði komast jafnir frá ökla upp að hnjám. Ég fór að sofa svona og það sem verra var að ég vaknaði alveg eins í fótunum þrátt fyrir mikla vatnsdrykkju og hreinsandi te drykkju t.d. Brenninetlu teið sem ég elska hafði ekkert að segja við þessar aðstæður í líkamanum minum.  Maðurinn minn var farin að hafa áhyggjur því þetta var mjög óeðlilegt en ég hélt áfram að reyna sjálf við þetta.  Tók heila viku aðeins á ákveðnu fæði “Ayurveda” hreinsun og viti menn það hafði akkúrat ekkert að segja, ekkert ég var stöðugt með verki og bjúg í fótunum og andlitinu.  Ég var einnig orðin bjúguð um mig miðja sem var mjög skrítið.

Fótbraut mig, já fótbrotið hefur haft svo sannarlega góð áhrif á mig og líkama minn.  Ég var á æfingu, þreytt og lenti ílla og braut utanverðu jarkann á vinstri fæti.  Var hreinlega kyrrsett mátti ekki stíga í fótinn svo ég gat tekið frí lokaði litla sæta jógastúdíóinu mínu í allt 2 vikur, fór í göngugifs og byrjaði að kenna og sjálf mjög róleg í öllum æfingum.  Nú þannig er að þegar maður er kyrrsetur og hreyfir sig akkúrat ekkert nema að staulast á hækjunum inn á salerni og aftur inn í stofu þar sem ég hafði komið mér þægilega fyrir með allt mitt lesefni og handavinnuna mína og svo sjónvarpið og slátraði skemmtilegri seríu á innan við viku og gera aðrir betur!  Matarræðið breytist að sjálfsögðu, ég hafði verið í sambandi við vinkonu mína Kolbrúnu grasalæknir í Jurtaapótekinu og við hreinlega vorum staðráðnar í því að nýrun mín væru bara svakalega þreytt og þyrftu hvíld og eitthvað til að hjálpa þeim.  Ég fékk jurtablöndu hjá henni og Fíflarót er talin styrkja nýrun og hjálpaði mér að losa um bólgur og bjúg í líkamanum.  Og viti menn bólgurnar, bjúgurinn og stirðleikinn hvarf smátt og smátt og það sem ég var glöð viti menn 🙂 vanlíðan að hverfa á braut og þarna var ég samt alveg aðeins að einblína á að ég hafi verið búin að þjást af ofþjálfun, las mér til um ofþjálfun og það bara hreinlega stemmdi allt saman meira segja blóðþrýstingurinn hafði hækkað hjá mér og ég tek það fram það þarf mikið til þess því hann er almennt mjög lágr.

En hvað gerði ég annað?  Jú ég hætti í lakkrís bústinu mínu sem er klikkað gott, hætti líka að borða hnettur eða möndlur og kasjuhnetur annars borðaði ég áfram mína bananna sem ég geri mjög mikið af ~ talandi um að ofgera hlutunum því ég á það til að borða 4-5 bananna á dag.  Ennn tveim vikum eftir brotið ákvað ég að fá mér eitthvað extra gott og dekra við mig og fékk mér bústið mitt góða með lakkrísduftinu….  1 tsk og strax fann ég ónot í líkamanum ennnn eg skellti því á kasjúhneturnar, ætti nú ekki að vera setja svona mikið af þeim.  Vá í öll þessi ár hef ég borðað kasjúhnetur og mikið af þeim því ég er með ofnæmi fyrir furuhnetum og nota kasjú í allt og aldrei fundið til vanlíðunar.  Einkennilegt hvað maður getur verið skrítin og seinn að fatta eða uppgötva fyrr en manni er bent á eins og í mínu tilviki er mér bara bent á viðtalið við Helgu Ágústu og viti þið það voru mínir jógar sem voru að tala um greinina og bentu mér á hana….  ég fór að lesa og ég fattaði eða áttaði mig strax á þessum alvarleika.  Ég væri kannski ekki með ofnæmi fyrir lakkrís heldur var ég hreinlega að ofgera honum og var virkilega farin að vanda mig með það að setja jafnvel 2 tsk. af dufti útí bústið mitt sem ég kannski mögulega fékk mér daglega!  Já það geri ég í Mars mánuði þegar allt stefndi í óefni í líkamanum mínum.

Hvaða einkenni birtust?  Trúið mér að eitt og sér að fæturnir mínir voru svona stífir og stirðir að ég gat t.d. ekki farið í jógastöður sem heitir Örnin ~ Garudasana ~ Eagle Pose gat bara ekki sett fót yfir hinn og hvað þá að krækja honum fyrir aftan kálfa sem hefur alltaf reynst mér mjög auðvelt!

  • Stífir kálfar
  • Bólgur og bjúgur í andliti
  • Bjúgur yfir mig miðja
  • Úthaldsminni
  • Hægðartregða

Annað sem ég gerði í Mars áður en ég fótbraut mig til að finna hjálp í þessum vandamálum líkamlega var það að ég pantaði tíma hjá meltingarfærasérfræðing.  Var nú hvort eð er komin tími til að kíkja orðin 52 ára og svona nú að ég tala ekki um að fara eftir ráðum Bláa naglans og fara í ristilspeglun og kannski hefði læknirinn minn einhver svör varðandi ákveðnum spurningum!  Þegar ég fékk áminningu með SMS-i um að ég ætti tíma daginn eftir kom á mig tvær grímur og hugsaði nú hreinlega að kannski væri þetta alger óþarfi.  Er bara öll að hressast og svona!  En jú best að drífa sig og úr var ég fór að sjálfsögðu.  Hitti þennan fína og skemmtilega meltingarfærasérfræðing Helga hjá þeim í Glæsibæ.  Við áttum gott spjall og sagði sögu mína svona undanfarið hvernig líkami minn hefði snúist algerlega á móti mér og ég gat eða vissi ekki hvernig ég átti að bregðast og gera næst. Hann vildi setja mig í mjög viðamikla blóðrannóskn sem ég var virkilega ánægð með.  Nú svo kom að því að hann áttaði sig á matarræði mitt var nú ekki þetta venjubunda matarræði þá sneri hann sér aftur að beiðninni fyrir blóðrannsókninni og x- aði í nokkra dálka til viðbótar, ég varð enþá glaðari fyrir vikið allt mælt. Vá nú skildi nú vera tékkað á jógadísinni fyrir alvöru.  Nú svo ræddi hann sjálfur meltingarfæralæknirinn um mat og sagði sem satt er að allur venjulegur matur væri hollur og hentaði flest öllum….  góður fiskur, kjöt, egg, brauð.  Hreinan mat ekkert kjaftæði.  Ég sagði við hann strax: ok ég get vel séð fyrir mér að ég fari að borða fisk aftur, brauð borða ég stundum ef ég baka það sjálf og jú gæti vel hugsað mér egginn því ég veit að mig vantar prótein í líkamann þegar hann er í svo mikilli þjálfun og æfingu en einu get ég lofað þér að ég er ekki að fara borða kjöt enda fór kjöt aldrei vel í mig þegar ég borðaði allt á sínum tíma fyrir mörgum öldum síðan.  Hann brosti en sagði mér að skoða hvernig og hvað ég væri að borða, passa uppá prótin inntökuna og fleira. Viku síðar fer ég í speglun sem gekk bara gríðarlega vel og eins í sögu, hreinn og tær og afar fallegur langur ristill….   já langur ristill, sem er ríkjandi hjá karlmönnum en ekki kvennfólki.  Karlmenn væru með ytri fitu en kvennfólk með innri fitu ( það er í kringum ristil ) í mínu tilfelli er ég ekki með svo mikla innri fitu þannig að ristillinn minn er “laus” eða lausari en gengur og gerist og vá þegar það kom í ljós vissi ég hvað hann væri að tala um – ég hef fundið fyrir því.  En hann er svo fyndinn læknirinn því hann spurði mig strax í upphafi: heyrðu ertu farin að borða kjöt?  Ég svarði að sjálfsögðu neitandi það myndi ég ekki gera en annað gæti breytst í mataraæðinu hjá mér.  Við hittumst svo á eftir þegar ég var búin að jafna mig og hann sagði bara afsakið ég get ekki þrætt meira við þig.  Þú ert að koma svona svalalega vel út úr ristilspeglunninni og blóðprufunum líka…   varðandi nýrun var kreatínið í góðu standi, d vítamín og b12 í frábæru standi og allt ljómandi fallegt en mætti bæta við prótein inntöku í mataræðinu hjá mér.  Bara eitt egg á dag sagði hann – eftir æfingu væri mjög góð byrjun!.

Ókey ég fékk góð svör úr þessari rannsókn ennnn ég fekk mér að sjálfsögðu besta bústið mitt þennan dag ha ha ….   súkkulaði, banana, próten, döðlur, kasjú ogggggg lakkrísduft búst í tilefni dagsins og búin að fasta alla helgina sem gekk vel var ekkert mál að fasta.  Ég svona hrein og fín fann strax áhrifin, hrikalega gott búst en ég byrjaði að finna ónot í líkamanum í alvörukrakkar það kikkaði strax inn.

Fyrir mér var eins og himininn hefði opnast þegar ég hlustaði á viðtalið við Helgu Ágústu, ég var greinilega að borða of mikið af lakkrís duftinu og of oft.  Eins og sagt er hér að ofan er alltaf spurning um hversu mikið magn er hættuvert, auðvitað er það einstaklingsbundið og vil endilega nota tækifærið og þakka ég öllum þeim sem bentu mér á þessa grein og viðtal því þetta breytti öllu  – í alvöru, Jai bhagwan.  Breytti lífi mínu og já ég var til dæmis að gera mér búst rétt í þessu en sleppti að sjálfsögðu lakkrísduftinu – búsið er nú ekki alveg eins góður en það er bara þannig að líkaminn minn er bara miklu hamingjusamari og heilbrigðari.  Öll ónot og bólgur horfnar og vitið þið að það er ótúrlegt að fá bjúg um sig miðja! Ég vil nú líka þakka sjálfri mér því það gleymist oft að þakka sjálfum sér, og þakka ég mér fyrir gjöfina að fatta og uppgötva ástæðuna.  Þarna var ég orðin forvitin og fann útskriftarblaðið eða niðurstöðublaðið með öllum gildum úr blóðprufunum, renndi yfir hvað kalíum gildið hafi verið og viti menn…  það var undir meðallagi!!  Nákvæmelga og þarna var staðfestingin komin á ástæðunni. Undir meðallagi en það sem merkilegt er að ég hafði nánast ekkert verið að borða lakkrís duft áður en ég fór í blóðprufurnar…  Í mars mánuði hefði gildið eflaust verið miklu neðar en ég ætla ekkert að dvelja við það neitt.  Nú er ég bara byrjuð á því að byggja mig upp á jákvæðan og sattvikan hátt með góðu matarræði.

Þetta eru öfgarnir mínir sjáið þið til, varð að eiga lakkísrduft og nóg af því 🙂 já stór “dunkur”

Hver man ekki eftir þessu, appelsín og lakkrísrör.  Nostalgía, en það það tekur líkaman allt tvær vikur að losa sig við eitt lakkrísrör….  pældu í því!  En góðu fréttirnar eru þær að líkamninn heilar sig fljót eftir að neyslu á lakkris er hætt.

Uppbyggingin ég er laus við lakkrísin. Ég tala eins og alkahólistinn sem er laus við áfengið!  Ef þið finnið fyrir einkennum kannið það hvar og í hverju lakkrísin er. Það er með ólíkindum hann er bara allstaðar í allavega sælgæti og eitt ég er búin að vera vafra um á netinu og lesa mig til mest á ensku og það er alloft tekið fram hversu lakkris duftið svarta er sætt!!! Ég er frjáls og hamingjusöm á minni leið. Ég hef verið að vanda mig mjög mikið með matarræðið og ykkur að segja er ég að vanda mig extra mikið við það að borða, borða meira en ég hef verið að gera áður.  Ég var að öllum líkindum að borða of lítið magn af próteinum, ég fann það á vöðvauppbygingunni á líkamanum.  Nú ég er farin tralalala að borða egg!  Ég bara borða egg á hverjum degi,  tja komin rúm vika, borða egg eftir æfingu svo að upptakan fari beint til vöðva en ekki í brennslu.  Ef ég borða egg fyrir æfingu þá brenni ég próteinum á æfingu og það vil ég alls ekki.  Brauðið mitt, ég hef bætt við brauði og grófum kornum og finnst súrdeigsbrauð alveg sérlega gott og fer ekki svöng að sofa á kvöldin. Ég hef aukið olíu inntökuna og tek inn hörfræ olíuna hef tvöfaldað skammtinn minn, borða kokosoílu og góða lífræna olífuolíu. Hægðartregðan er farin og kannski hafa olíurnar hjálpað til ásamt fjölbreyttari fæði. Þetta er að henta mér, lífið tekur breytingum og samkvæmt Ayurveda fræðinni er ég eins og allir sem fá það tækifæri til að eldast að færast meira í átt að Vötu líkamsgerðinni.  Vatan þarf og vil heitan mat, ég borða Kitcharið sem ég hef gert og rótargrænmeti gufusoðið.  Þið fáið að fylgjast með ~ ég veit þið gerið það og gaman verður að sjá  “in the long run” hvernig og hvaða ávinningur það verður fyrir að breyta örlítið um í matarræði.

Ég á kannski eftir að breyta þessu bloggi eitthvað  ~  að vera jógakennari og með opin faðminn minn tek ég á móti fólkinu mínu, jógunum mínum og umvef ást og kærleik.  Það fylgir starfinu að vera opin og upplýsa og þess vegna vildi ég endilega segja þér þessa sögu ef þú átt við einhverjar óútskýranlegar bólgur að stríða í líkamanum nú eða of háan blóðþrýsting.  Eða einhver sem er náin þér.

Elskurnar þið skulið ekki hafa neinar áhyggjur, ég á alltaf, alltaf ti lsúkkulaði nammið mitt og kökurnar en lakkrísin læt ég alveg vera.   Jai bhagwan!

 

Heimildir:

hjartalif.is

www.doctor.is

www.lyfja.is

www.visir.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math