Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Anusara jógatímar

Heil og sæl kæru lesendur!

Anusara jógatímarnir voru gríðarlega vinsælir í janúar mánuði.  Ég ætla breyta til og taka alveg frí á sunnudögum og færa þá yfir á mánudaga kl 17:3 – 19:00 Þú bara mátt ekki missa af þessum tímum.  Jóga hjartans…. TANTRA jóga ef þú veist eitthvað um tantra ( ATH! alls ekki neitt kynferðislegt ). Að finna það góða í öllu sem er SHREE sjá það fallega í öllu og öllum.  “adjustment” að aðstoða jóga inní “basic” jógastöðu t.d. fjallið með anatomy og líkamsvitund.  INNER SPIRAL & OUTER SPIRAL…..  opna til hins æðra, orkan og flæðið.  Hvað einfaldar jógastöður geta verið mikil upplifun með réttri líkamsbeitingu og aðlögun og aðstoð.

Verð pr. ími er á 2.000-  þú getur keypt Anusara Mánaðarkort ( frítt í alla
aðra tíma ) krónur 20.000-

Meðlimir Shree Yoga greiða aðeins 1000- pr.tíma ( anatomy þekking kennara
mjög mikilvæg og leiðrétting inní stöður )

Stundataflan breytist örlítið aftur í febrúar og þá til að vera fram á IBIZA ferð.

HÁDEGIS TÍMARNIR koma til með að vera aftur á sínum stað á

**********     ÞRIÐJUDAGA  OG FIMMTUDAGA   12 – 13:00

MORGUNTÍMAR

**********      MÁNUDAGAR, MIÐVIKUDAGAR OG FÖSTUDAGAR   6:15  –  7:15 

MJÚKIR TÍMAR ( 60+ og þeir sem þurfa að fara varlega eða örlítið rólegra)

**********     MÁNUDAGAR, MIÐVIKUDAGSAR OG FÖSTUDAGAR   9:30  –  10:30

INVERSION   leidd höfuðstaða, herðastaða og plógurinn / Anusara

**********     FÖSTUDAGAR 16:45 -17:00

YOGA NIDRA / YIN YOGA  djúpteygjur og djúpslökun…. svefnjóga

**********     FÖSTUDAGAR 17:10  – 18:05

LAUGARDAGAR

**********     8:00 – 9:30  jógaþrek, armbalancing og body movement / hreyfiflæði. ( lengra komnir )

**********    10:00 – 11:00 Mjúkt jógaflæði – frábært fyrir byrjendur

VINYASA flæði / hratt flæði og kröftugt 

**********   ÞRIÐJUDAGAR OG FIMMTUDAGAR 17:45-18:50

BYRJENDA JÓGA ~ NÁMSKEIРalla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:30-17:30

Hér er frábært að detta inní magnaðan hóp sem eru að hefja sína ástundun og taka því rólega og byggja upp styrk til að koma í opnu tíma í töflu.  Þú ert með aðgang í alla opnu tíma á því 4 vikna tímabili sem þú kaupir námskeiðið á krónur 20.000-

 

ANUSARA jóga tímarnir hefjast á morgun.  Getur keypt þér aðild 4 vikur í senn og opið í alla aðra tíma í töflu.  Æskilegt að búið sé að taka byrjendanámskeið áður.

Ja hérna hér hvað ég hlakka til að hefja starfið í febrúar og fram á vorið því það lofar eitthvað svo fallega og góðu.  Við munum taka tíma og skoða anatomy, bandvefi, axlavandamál, herðablöðin, mjaðmirnar og skoða það hreinlega hvað mögulega getur verið að valda þér líkamseymslum og hvað jóga getur í raun og veru hjálpað þér.  Jóga er bara ótrúlega fallegt og öflugt tól til sjálfshjálpunar.  Manst bara þetta eitt að þú ert alltaf á þínum eigin forsendum í jógatíma.  Þú lærir að þekkja mörkin þín, lærir á líkama þinn og hægt og bítandi eflir þú styrkinn þinn.

Jógarnir í Shree Yoga stúdíó eru allir að taka þátt í febrúaráskorun… hún er aðeins gefin upp handa þeim er mæta í tíma og fá leiðbeiningar….  svo komdu og vertu með og leiktu þér og finndu hvað líkami þinn er brjálæðislega fallegur og öflugur í hvaða ástandi sem hann er.  Virðum mörkin okkar, virðum líkama okkar og gefum sálinni afraksturinn.

Jai bhagwan

ps… sendu mér póst [email protected]  eða hringdu í síma 822 8803

IBIZA ferðin er að fyllast þú sérð upplýsingar um hana hér örlítið neðar.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math