Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

240 klst. Viðurkennt jógakennarnám Shree Yoga í samstarfi við Reebok Fitness á Íslandi hefst 24. september 2020.  

Jógakennaranámið í heild sinni mun bera keim af Anusara yoga. “foundation and form of fundamental” Open up to Grace eða  jóga hjartans.

Viltu dýpka þekkingu þína fyrir þig sjálfa/n og gefa þér gjöfina? Við bjóðum einnig núverandi jógakennurum til að auka skilning og getuna á því að kenna jóga sem mögulega hafa tekið langa hvíld frá kennslu nú eða vilja bæta við sig svona stig af stigi, góðar leiðbeiningar og lagfæringar í jógastöðum. Ekki eftir útliti heldur líkamsgetu hvers og eins. Leggjum aðaláhersluna á það, hver og einn er með sína getu og nálgast jógastöðuna á sinn hátt. Í jógakennaranáminu leitumst við að sjá fegurðina hjá hverjum og einum nemanda. Ekki hversu djúpt hver og einn kemst í jógastöður t.d. fulla brú eða splitteygju svo eitthvað sé nemt.

IMMERSION I, Er hannað fyrir framsækna einstaklinga sem óska eftir því að dýpka þekkingu sína á jóga og jógafræðinni.   Hér byrjar jóga eða nemandinn dýpkar fyrri þekkingu sína í jógatækninni.

  • Grunnþjálfun í jóga
  • Anusara Alignment principles – Spíralarnir og loops
  • Jógastöður
  • Elementin fimm og jógafræðin
  • Ayurveda ~ systurvísindi jóga kynnt
  • Pranayama, jógaöndun
  • Möntrur
  • Hugleiðsla
  • Yoga sutrur Patanjalis

Hin áttfalda leið skoðuð gaumgæfilega

  • Nemi skilar inn stuttri ritgerð
  • Yamas & Niyamas —- hvernig nýtum við okkur Yömur og Niyömur sem kennarar og  í daglegu lífinu okkar. 

IMMERSION II, Hér er farið enn dýpra inn í jógafræðina, jógasagan og jógaheimspekin. Nemarnir fara í dýpra og framsæknari ferðalag í líkamsskynjun, líffæra- og lífeðlisfræðilega eru jógastöður skoðaðar gagnvart líkama og líkamsgetu, orkuflæði, orkustöðvar og orkubrautir. Anatómían og lásarnir þrír

  • Jógafræðin, jógaheimspeki á dýnunni og utan hennar
  • Anatomya – líkamsvitundin – stoðkerfið
  • Orkustöðvar, hlutverk þeirra – skilningur dýpkaður.
  • Orkubrautir
  • Bhagavate Gita og Yoga Sutrur Patanjalis
  • Jógastöður, leiðum og leiðréttum í og úr jógastöðum.
  • Hvernig höndlar þú “sjúklinga” eða barnshafandi konur í jóga
  • Jógakennsla nemi leiðir tíma án kennara á sínu heimasvæði og fær umfjöllun sem þeir skila inn
  • Nemar leiða og byggja upp 60 mínutna jógatíma, hér er lagt áherslu á uppbyggingu og að henni sé fylgt.
  • Stick figures, teikna upp jógatíma – fylgja því eftir.
  • Að jógakennari geti kennt jógatíma án þess að gera jógastöður sjálfur, leiðir tíma munnlega, mun hins vegar nota “hands on” leiðbeiningar inní og úr stöðum. Fær jafnvel annan úr salnum til að sýna jógastöðu.
  • Viðskiptahliðin, kostnaðurinn, hvar á að kenna, hvar á að byrja og hvernig á kennari að beita sér við jógakennslu
  • Siðfræðin, klæðaburður og líkamsburður verðandi jógakennar. Hvað er boðlegt og hvað ekki.
  • Lífsloftin fimm Vayusarnir skoðaðir,
  • Karma, Jnana, Raja og Bhakti Yoga
  • Skoðum Kosha body, Gunur og Dhosur

Ef nemi hefur uppfyllt kröfur í Immersion I og II þá er hann útskrifaður sem jógakennari með viðhöfn og skirteyni þann 24.janúar 2021.

NÁMIÐ:  Nemandi þarf að taka sér frí frá vinnu og eða öðrum störfum meðan á dvöl útá landi stendur yfir.  Æskilegt að nemi geti sótt 2-4 opna tíma vikulega og ástundi daglega heima fyrir – öndun og hugleiðslu.

Námið hefst með dvöl útá landi, Bjarnarfirði þann 24.september -1.október 2020. Himeskur matur og nattúrufegurð. Núllstillum kerfin okkar til að opna fyrir því sem jóga kennaranámið býður uppá.

HELGARVINNA;  föstudaga 17:30-20:30. Laugardaga 10:30-17:00 og Sunnudaga 10:30-17:00.  Þessar tímasetningar gætu breyst / opnir jógatímar allar helgar sem koma inní helgarnámið.

ATHUGIÐ!! DAGSETNINGAR fyrir helgar- og heimavinnu gætu mögulega breyst, allir verða vera með í helgarvinnu.

  • 30.okt-1.nóv 2020.  ANATOMY kennsla. Rakel Dögg sjúkraþjálfari og jógakennari og meistari í þessum fræðum.
  • 13-15. nóvember
  • 27-29.nóvember
  • 8-10.janúar 2021
  • 22-24. janúar
  • Útskrift 24.janúar 2021.

Inntökuskilyrði:

Almenn heilbrigð skynsemi og tilbúin að hella sér í innri vinnu og skilning á jóga og jógafræðunum. Jóga er meira en að komast í jógastöðu. Jóga er lífið og lífið er jóga. Ef þú hefur áhuga þá skilar inn skriflegri umsókn hér [email protected] einnig hægt að hafa samband s. 822 8803

Aðalkennari:  Gyða Dís

~ 240 RYT Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar Kristmannsdóttur. Júní 2012.

~ 200 RYT Anusara, Shantaya Yoga ~ Jonas Westring. Febrúar 2016.

~ Thai Yoga Bodywork Massage ~ Shantaya Yoga ~ Jonas Westring. Ágúst 2015

~ 560  RYT Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar Kristmannsdóttur. Janúar 2018

~ Anatomy nám hjá Jonas Westring, m.a. farið í líkhús, líkami, vefir, vöðvar, sinar bein rannsakað ofl.

~ ýmis námskeið og vinnustofur í Anatomy, Vinyasa flæði, Yamas og Niyamas ofl. hérlendis og erlendis.

Kennir i Shree Yoga – Versölum 3,Kóp. og Reebok Fitness Lambhaga.

Heildarverð krónur 440.000.- bæði Immersion I & II, greiðsludreifing – raðgreiðslur sem auðvelda þér kostnaðinn.

Lífið er jóga og jóga er lífið.

Megi þér ganga vel á þinni leið.

JAI BHAGWAN