Spirulina er vel þekkt sem einhver næringarríkasta fæða sem völ er á. Þetta er blá-grænþörungur sem þrífst í heitum, sólríkum löndum eins og Mið- og Suður Ameríku og Afríku og finnst einnig í basískum vötnum víða annars staðar.
Spirulina inniheldur hlutfallslega mjög mikið magn af æskilegum næringarefnum. Um 60-70% þessa þörungs er prótín, en í honum er einnig að finna fitusýrurnar GLA (gamma línólen), línólín og AA (arachidonic), vítamín B-12, járn, amínósýrur, RNA og DNA kjarnsýrur, beta-karóten og karótenóíð, chlorophyll og phytocyanin.
Spirulina getur hjálpað til við að vernda ónæmiskerfið, lækka kólesteról og taka betur upp steinefni. Hún getur einnig hjálpað fólki til að ná betri blóðsykurstjórnun, þar sem hið háa prótínmagn hennar getur hjálpað við að blóðsykurinn.
Samkvæmt rannsóknum er spírulínan talin styðja við:
• Heilbriði ónæmiskerfisins• Hjarta og æðakerfið
• Heila og miðtaugakerfið
• Heilbrigði beina og beinmergs
• Heilbrigði þarmaflórunnar
• Bata í frumuvef eftir æfingar
• Heilbrigt jafnvægi þríglýseríðs og kólestróls
• Stuðla að jafnvægi blóðþrýstings og blóðsykurs
• Vöðvastyrk, þol og orku
• Úrvinnslu líkamans á bólgum
• Heilbrigða hreinsistarfsemi líkamans
Spírulínan er mjög próteinrík, hún inniheldur 18 amínósýrur og þar á meðal allar þær lífsnauðsynlegu sem líkaminn framleiðir ekki og við þurfum að fá úr fæðunni. Hún inniheldur prótein sem hjálpar líkamanum að losa sig við óæskilega þungmálma.
Bættu þessari ofurfæðu útí þitt daglega búst í einhvern tíma. Kannski hentar þetta þér og kannski ekki. Þú finnur ekki bragð en þú sérð hvað liturinn er gríðarlega fallegur um leið eitthvað svo heilandi við hann.
Safna inn upplýsingum fyrir þig og næst er það uppskrift af góðum drykk eða skál með ýmsu góðgæti.
Njótið vel.
Jai bhagwan