YOGA FYRIR GOLFARA
Hentar bæði byrjendum og lengra komnum.
Frábær leið til að undirbúa þig vel fyrir golfið, styrkja líkamann, öðlast um leið þekkingu á undirstöðuatriðum jógaiðkunar.
- Klassískar jógaæfingar í bland við séræfingar fyrir golf til að styrkja og liðka.
- Hressandi tímar sem henta bæði byrjendum sem og vönum iðkendum.
- Líkamsvitund, núvitund og einbeiting – og útskýringar á mikilvægi þessara þátta fyrir golfara.
- Æfingar sem liðka hug og líkama, losa um spennu og auka blóðflæði.
- Góð slökun í lok hvers tíma.
- Einn 75 mín. lokaður tími í viku
- Tilvalið fyrir hópa, vini, hjón einstaklinga, konu og karla, unglinga og þá sem vilja styrkja og liðka.
Skoðum hvernig jógaæfingar geta bætt árangur í golfi, bætt samhæfingu og stöðugleika, og minnkað áhættu á meiðslum. Við munum vinna með undirstöðuæfingar úr klassísku hatha jóga og bætum við völdum æfingum sem henta golfiðkun sérstaklega. Auk þess að æfa líkamann með árangursríkum hætti er markmiðið að þátttakendur öðlist betri tilfinningu fyrir beitingu líkamans í golfsveiflunni.
Jógaæfingar eru góð leið til að bæta bæði liðleika og styrk í fótleggjum, mjöðmum, baki og öxlum og með auknum styrk og virkni vöðva kemur meiri stöðugleiki og jafnframt meiri hreyfigeta. Meðvitaðar hreyfingar og stöður gefa þér tækifæri á að greina ójafnvægi, t.d. milli hægri og vinstri hliðar, og bæta úr þar sem þörf er á með völdum æfingum.
Einu sinni í viku er opin Yoga Nidra tími eða djúpslökun. Yoga Nidra róar og hvílir taugakerfið þitt er djúpt slökunarástand þar sem slakað er á öllum vöðvum líkamans en vitundinni haldið vakandi. Gefur hvíld á við nokkra klukkutíma svefn.
Rannsóknir sýna að ávinningur af djúpslökun er m.a. hvíld sem jafnast á við nokkra tíma svefn, meira jafnvægi og kyrrð í huga, betri einbeiting, hægari öndun, slökun á vöðvum, minni sársauki, minni streita, minni kvíði og jákvæð hugsun eflist.
Viltu vera með þá skráir þú þig með því að senda tölvupóst [email protected] s. 822 8803 sms eða hringja. Nú loks kemur að því að vita hvað gjaldið er fyrir námskeiðið.
Lokaðir námskeið á mánudögum og miðvikudögum
Hefst 2.mars 2022
Shree Yoga stúdíó, Versölum 3, 200 kópavogi 2.hæð.
kl. 17:45-19:00
Krónur 23.000.-
Greiðslumáti:
Banki : 537-26-8803
kt. 560316-0540
Innifalið frítt í alla opna tímar sjá stundatöflu ýmsilegt í boði. ( Vinyasa flæði, Yin Yoga teygjur, mjúkt jóga, INVERSION / viðsnúnar stöður, kviður / Yoga).
Hlakka til að fá þig í fallega og hlýja salinn í Versölum 3, Kópavogi. Sama húsnæði og Salasundlaug og Gerpla fimleikafélag.
Jai bhagwan
Gyða Dís
s. 822 8803