Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

HATHA jógaflæði

Hatha er ein þekktasta tegund jóga á vesturlöndunum. HA þýðir sól og THA þýðir máni.

Unnið er með  að flæða mjúklega inn og úr jógastöðum (asana), öndun (pranayama) og slökun. Jafnvægi styrkist í innkirtlakerfinu, taugakerfinu, vöðvum og stoðkerfi, ónæmiskerfi og blóðrás. Grunn líkamsstöðurnar í hatha jóga eru 84 en til eru yfir 1000 mismunandi útfærslur sem gerir Hatha jóga fjölbreytt og styrkleikastig mjög misjafnt.

Þegar við hægjum á önduninni þá róast hugurinn og við styrkjum meðvitund um augnablikið hér og nú. Í hringrás öndunar skapast eins konar hugleiðsluástand í jógastöðunum, einbeiting og jafnvægi í líkama, tilfinningum og huga. Þannig opnar jóga glufu fyrir sálartengingu þar sem við skynjum okkur tengd og í einingu við allt.

„Smile, breathe and go slowly“.  -Thich Nhat Hanh

En hvernig berðu þig að útfærslunni, öndun og stöðugleika, byggja upp styrkinn til að komast í 8 punkta armbeygju eða Asthanga asana stöðuna sem mörgum þykir ansi flókin og óhugguleg til að byrja með.

  1. Byrjar í grunnfjallinu, lokar augunum og færir lófa í bænastöðu fyrir framan hjartastöðina, andar inn um nef og út úm nef. Gefðu þér hér í upphafi ásetning eða Sankalpa.
  2. Andar að og lyftir höndum upp fyrir höfuð og opnar bakið þitt örlítið í fyrstu sólarhyllingu og andar frá fram í frambeygjuna eða uttanasana.
  3. Andar að og færir vinstri fót aftur í hlaupateygjuna heldur loftinu inni
  4. Opnar í low lunch og ert enn að halda loftinu inni, fingur í gólfi eða á kubb
  5. Andar frá um leið og þú stígur til baka í hundinn sem horfir niður
  6. Andar að inní plankann
  7. Andar frá í 8 punkta armbeygjuna
  8. Andar að inní copru eða slönguna
  9. Andar frá í hundinn sem horfir niður.
  10. Andar að og vinstrifót upp og á milli handa í hlaupateygju
  11. Beint í Low lunch hné í gólf og opnar bringu og bak fingur í gólfi eða á kubb
  12. Andar frá og færir hægri fótinn fram í frambeygjuna
  13. Andar að og reisir þig upp og hendur upp fyrir höfuð fettir eða opnar örlítið betur en í uppafi.
  14. Andar frá í sólarhyllingu hægra meginn.

Endurtekur allt hér að ofan á hægri hlið.

Vandaðu þig, vandaðu öndun og gerðu rólega með djúpri öndunaræfingu.