Ég hef verið þekkt fyrir það að borða ekki það sem almennt er á boðstólnum hjá öllum sem ég þekki! Og þá spyr fólk mig alltaf “og hvað borðar öll fjölskyldan það sama og þú” og ég: nei alls ekki, þrátt fyrir að strákarnir mínir eru aldeilis farnir að færa sig uppá skaftið og get sagt ykkur að superstöffið mitt minnkar hraðar og hraðar en hér áður þar sem sá elsti er nánast dottin í það með mér 🙂 ásamt mínum.
Maðurinn minn borðar sama og ég en þegar við erum með góðan fisk eða lambakjöt borðar hann það líka og kjúkling. Í gær v0rum við með dásamlegan mat og langar til að deila því með ykkur og líka fyrir ykkur þau sem halda að fjölskyldan mín fái ekki borða nema það sem ég borða!
Lax, sjóbirtingur og bleikja er sá allra allra allra besti fiskur sem ég hef borðar og smakkað. Elskaði þennan dásamlega fallega rauða og bleika lit á kjötinu hvort heldur grillaðan, gufusoðin, steiktann eða ofnbakaður. Satt er það fiskurinn er klikkað góður og ef ég gæti hugsað mér að byrja borða heitan og eldaðan mat aftur þá er það fisksins vegna, bragðsins og hollustunni. Stúttfullur af flottum næringarefnum og omega fitusýru. Ég ólst upp á þessum dásemdar fisk, ég var mikið í sveitinni með ömmu og afa í gamla daga austur á Klaustri. Þar var afi einn af þessum flottu köllum sem framkvæmdi það sem honum datt í hug. Hann hóf að fylla lækinn sinn af seiðum og byggði upp, klakkaði og allt! Einn af þessum fyrstu hér á landi til að hefja fiskeldi – frumkvöðull já það var kallinn hann afi alger nagli. Í apríl 1989 var afi gamli heiðraður og gerður að heiðursfélaga hjá landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva fyrir að vera brautryðjandi í fiskeldi. Þetta var hann afi gamli “Kiddi í Björgun” enn sem ég sakna ömmu og afa í Norðurbrún þau voru mínar fyrirmyndir ótrúlega flott og samrýmd hjón.
Í dag er þetta fiskeldi fyrir austan í fjölskyldunni, ein flottasta fiskeldisstöðin á landinu ( alls ekki hlutdræg ) en jú svona er það bara. Pabbi er búin að vera ötul að byggja þetta eldi og endurgera húsakostinn og bæta við kerjum og fleira . En jú ég varð aðeins að segja ykkur frá þessu – er pínu merkilegt þar sem afi var alger nagli og frumkvöðull á svo magnaðan hátt. Í dag fáum við oft bleikju að austan í matinn – hugsaðu þér nýjan dásamlegan fisk í enda janúar 2013 🙂 hver hefði trúað því!! Nú ég var með flott matarboð í gærkvöldi bauð uppá þessa líka fallegu smörsteiktu bleikju, sætar kartöflur og klikkað salat, hunangs-og hvítlaukssósu og vatn.
Smjörsteikt bleikja;
- Bleikjuflök ( halda roðinu) beinhreinsuð
- Íslenskt smjör
Þerra flökin vel með eða taka sem mesta raka úr þeim. Smjörið hitað á pönnu, hér skulum við passa að brenna ekki smjörið þá er bleikjubitunum raðað á pönnuna (ekkert salt og engin pipar) aðeins í smjörinu og snöggsteikt í tvær mínútur á hvorri hlið þannig að kjarninn er í rauninni hrár eða ekki gegnumsteiktur. Passa tímasetningu því má alls ekki vera of lengi, fer auðvitað eftir þykktinni á fisknum.
Sætar kartöflur;
- tvær sætar kartöflur skornar í litla bita/teninga
- rauðlaukur skorin í smátt
- rosmarin krydd, æði ef þú átt það ferskt annars þurkað.
- olífuolía
Setjum kartöflurnar í ofnfat, dreifum rauðlauk yfir og rosmarin kryddinu ásamt því að dreifa vel af olíu yfir hræra aðeins í þessu… síðan fer þetta í ofnin ca 180 gráður í 10 mín, opna ofnin og hræra aftur í 10 mín og hræra ef ekki enn tilbúið þá 5 – 10 mín í viðbót þú finnur tímann fer eftir stærðinni á bitunum en passa samt að ofbaka ekki kartöflurnar.
Hunangs- og hvítlaukssósa;
- ca bolli af ab mjólk – síað. Setja t.d. í kaffipoka (brúnu bréfpokana) og leyfa því að síast tekur sinn tíma
- 2 hvítlauksrif, pressað
- msk hunang
Hvítlaukur og hunang sett útí það sem síast niður og VOLA, klikkuð góð sósa með fisk, kjúkling, grænmetisréttum og sem ídýfa.
Salat;
- Fjallaspínat
- Fjallarucola
- Blóðappelsína
- Fennel
- Graskerafræ
- Olía
- Himalayasalt
Dreifum salatinu á fat, skutla smá ólífuolíu yfir og salti umm það eitt og sér er geggjað gott, en bætum við blóðappelsínu og fenneli sem við skerum í bita og stráum graskerafræjum yfir.
Með þessu er drukkið íslenska vatnið og orkuríka vatnið okkar.
Aðeins um bleikjuna, sko niðurstöður benda til þess að eldisbleikjan heldur og er með stöðug gæði eins og vatnableikja og eða sjóbleikja. Mikilvæg næringarefni í eldisbleikjunni má nefna; selen, járn, A-vítamín og D-vítamín.
Eldisbleikjan er sem sagt næringarrík og hér getið þið séð og lesið ykkur til um það!
http://www.matis.is/media/utgafa/krokur/Hollusta-sjavarfangs–AEgir-sept09.pdf