Ég sit hér í auðmýkt og gleði, líkamlega þreytt en andlega algerlega endurnærð og ef ég væri beðin um eitthvað óhugsandi (sem ég hef aldrei gert áður) það væri lítið mál akkúrat núna fyrir mig. Hamingjan sanna ég hef svo mikið fundið og fengið staðfestingu á því að ég er á réttri leið, hjartað mitt segir það og það eitt og sér er næg vitneskja “láttu hjartað ráða för” eða leiðin liggur í gegnum hjartað…. ástæðan fyrir gleði minni og auðmýkt er sáraeinföld, í raun er það þannig að ég er jógakennari og elska það starf, elska að vera áhorfandi á fallegu jóganema sem eru að finna sig og finna sína leið og finna hvers þeir verða megnugir dag frá degi og þegar jógar hætta láta hugann segja jáhá þetta getur þú ekki góða mín ekki reyna það! Finna til sín og síðast en ekki síst finna hjartað sitt galopið af ást og auðmýkt og kærleika þá eru þér allir vegir færir!
Já lífið er yndislegt og hefur uppá svo margt að bjóða. Vertu með opið hjarta og opnaðu augun fyrir tækifærunum og gríptu það akkúrat núna ekki bíða! Eins og Buddha orðar það svo fallega “Do not dwell in the past, do not dream of the future, concentrate the mind on the present moment”. Ekki dvelja í fortíðinni, ekki láta þig dreyma um framtíðina, einbeittu þér að nútíðinni – stundinni akkúrat hér og nú!
Ég hef verið að kenna og leiða jóga í rúmt ár og á þessu yndislega ferðalagi hef ég einnig verið að útbreiða fegurðina sem fylgir því að stunda jóga ásamt því að hugsa fallega og vel um líkama þinn þitt yndislega fallega musteri sem þú ert með að láni hér á jörðu í þessu lífi. Ég hef ástríðu á mat og matargerð og hef verið sjálf á hráfæði í 4 ár núna í nóvember úú hjá alveg rétt 4 ár ótrúlegt ferðalag og veit ekki hvort ég verði í 4 ár í viðbót eða skemur eða lengur, hver dagur hefur sinn sjarma og ég er alltaf að læra og meta. Matur fyrir mér er eins og fullnæging hjá öðrum úff sorry já get bara ekki líst þessu betur ef þið hugsið út þetta þá er það hrein ástríða að borða góðan mat ekki satt?
Vegna ástríðu minnar á jóga og hreinu og hollu matarræði setti ég saman námskeið sem ég held að sé bara alveg nýtt á nálinni hér á íslandi 🙂 var með jóga og hráfæðis dag bauð ákveðnum hóp af jógum sem eru vanir því að stunda jóga og vildu fá að kynnast kröftugum jógastöðum og “arm balancing” stöðum t.d. handstöðum og fleira skemmtilegt. Hráfæðis og jóga passa svo flott saman, stelpurnar voru svo glaðar og fallegar og sumir sögðu einmitt já sæll þetta get ég aldrei en um leið og hugurinn var látinn hætta segja sér að hún gæti ekki þá kom það – þvílík gleði og uppskera. Í eldhúsinu bauð ég uppá sýnikennslu á grænum safa og dýrindis hráfæðis eftirrétti sjá uppskriftir hér neðar. Þetta var ótrúlega skemmtilegur dagur sem endaði í heitum potti í sólinni og spjalli og farið yfir daginn og ég fékk þau comment sem ég þurfti á að halda og staðfestingu á því að halda áfram og fara alla leið.
Þannig er að “jóga- og hráfæðisnámskeið” Dísarinar verður að byggja á góðum grunni eða bara ástríðu fyrst og fremst ef hún er ekki fyrir hendi þá væri þetta vonlaust dæmi held ég svei mér þá. En námskeið mun vera fyrir allt að 15 manns og eru þetta 4 tíma námskeið. Sem ég byggi upp svona ca (allt þó breytingum háð)
- Mæting og fólkið kemur sér fyrir með sínar jógadýnur, öndun og hugleiðsla finna lendinguna akkúrat hér og nú-finna að þú ert til staðar í núinu.
- Kröftug upphitun, kröftugar og mjög krefjandi jógastöður – handstöður ofl. góð slökun og hugleiðsla.
- Þá er farið inní eldhús, hráfæðis hvað…. djúsað kröftugan grænan eða rauðan safa fyrir kroppin sem er æpandi glaður eftir jógastöðurnar og til að fullnægja ástríðunni þá er gerður hráfæðiseftirréttur “raw food desert” að endingu er eftirréttur tekin heim eða borðað á staðnum sem er skemmtilegra 🙂
Ég meina þetta getur ekki klikkað vegna þess að jógarnir eru svo áhugasamir – spyrja og spyrja og þyrstir í fróðleik um hollustu og matarræði sem og um jóga og jógastöður fá góða leiðréttingu því alltaf leitumst við við fara rétt inní stöður – anda – finna – sleppa – slaka og njóta! Ég vil alls ekki meina að hráfæði henti öllum nei síður en svo mér finnst þetta snúast um að breyta aðeins hugarfarinu og það er hægt að bæta smá og smá inní líf sitt bæði lifandi og hreinu fæði, finnst þetta alltaf mjög smart sálfræði; taktu út eitthvað þrennt úr þínu daglegu fæði og bættu inní þremur atriðum í staðin sem er aðeins hollara.
Kroppurinn er glaður, andlitið glóir augun húðin og hjartað þínu og ástríðu er fullnægt. Hvað er betra krakkar????
Ég ætla auglýsa næstkomandi námskeið hér á blogginu mínu, facebook og svo kannski fréttist það bara út! En stefni að einu slíku í lok Ágúst í Reykjavík, í september í Vestmannaeyjum. Stefni að því að hafa allavega eitt slíkt í mánuði og strax var ég spurð um helgarnámskeið 🙂 sem sýnir að það er gríðarlegur áhugi og þá er hægt að fara dýpra í matarræði, jóga og hugleiðslu – sjáum til hvert er verið að leiða okkur. Og allt snýst þetta um kostnað þess vegna hef ég ekki alveg sett það niður hvar ég verð vegna þess að dýrast af þessu er að leigja húsnæði. Var með fyrsta námskeiðið heima hjá mér en er þó komin með húsnæði í Eyjum hjá jógasystir minni. En gæti samt sem áður best trúað því að ég verði með þessi námskeið í Heilsuborg þar sem ég er að kenna byrjendajóga og já það byrjar bara núna aftur í ágúst eftir sumarfrí.
Þakklæti – þakklæti – þakklæti elsku fallegu jógar og fallegu sálir sem komu til mín á fyrsta námskeiðið takk fyrir – Jai bhagwan ykkar Gyða Dís.
UPPSKRIFTIR:
- Græni safinn sem var á námskeiðinnu í gær er hér á síðunni minni neðar http://gydadis.is/2012/09/
Hráfæðisdesertinn sem boðið var uppá er fyrir mér alveg nýr á nálinni og hrikalega praktískur því hægt að nota hvort heldur “músina” eða “botnin” í annað svo sem meðlæti. Ég hef verið að bræða með mér nafninu en svona finna út úr því en kýs að kalla desertinn akkúrat núna “Avacado lime unaður”
SKELIN – súkkulaði tart/skel;
- 100 gr/1 cup möndlur lagðar í bleyti allavega 4 klst.
- 100 gr/ 1 cup pecan hnetur lagðar í bleyti
- 200 gr/ 2 cup kókosmjöl
- 250 gr / 2 cup döðlur – eða minna
- 3 msk. kókosolía
- 70 gr hreint kakó / hrá kakó
- 1/2 tsk himalaya salt
- pínu cayanne (meira ef þú vilt)
- 1 tsk vanilla
AÐFERÐ – allt sett í matvinnsluvélina í dágóða stund en passa uppá að verði ekki ein slæm klessa 🙂 smakka hvort megi setja meira salt eða cayanne, setja í form t.d. muffinsform eða tart/skelja form en setja filmuplast undir svo auðveldar er að taka úr. Þjappa vel uppá kanta setja í frystir og gera fyllinguna.
FYLLING – lime avacado;
- 4 þroskuð avacado
- 1/2 cup lime safi
- 1/4 eða aðeins meira af lime zest (limehýði)
- 1/4 cup agave eða maple síróp
- 2 msk. kókosolía
- 2 tsk vanilla
- pínu himalaya salt
- 4 dropar eða minna af Steviu
AÐFERÐ; allt sett í blandara nema stevia síðast, smakka til bæta stevu dropum (passa magnið) og unaður hefur orðið til vúhú!!
Þegar skelin er hörð og flott þá setjum við lime avacado músina yfir og hér getur þú bara leikið þér með skraut ef þú vilt, t.d. smart að skutla nokkrum kakónibbum og kiwi bitum yfir og njóta. Auðveldlega hægt að frysta og þegar músin er hálffrosin minnir það á klikkað góðan ís!
Ókey þú getur notað botnin eða skelina í hvaða súkkulaði botn/köku sem er með öðrum toppings td. Súkkulaði avacado mús eða gera litlar kúlur og velta uppúr kókos, kakó eða möndlubroti og þá ertu komin með litlar “kókoskúlur”. Fyllinguna getur þú notað sem meðlæti með mat t.d. passar smart með lax, bleikju og sjóbirting……
Njóttu vel, lifðu vel, taktu eftir öllu því sem er að gerast í kringum þig og leyfðu hjarta þínu að ráða för 🙂 takk fyrir mig – jai bhagwan.
p.s. krakkar ég ætla setja inn nýtt og spennandi með uppskriftum þ.e. innihaldslýsingar og hvað hvert og eitt gerir þig svona sæla og kroppin þinn glaðan eins og t.d. með hrákakóið er stúttfullt af magnesíum – og avacado stútfull af þessari líka góðu olíu fyrir kroppinn þinn og liði og er eitt af 10 topp fæðutegundir ef þú vilt minnka magamálið ójá þá borðar þú avacado…. þetta kemur fljótlega 🙂
ps.ps….. hafðu endilega sambandefþigvantarfrekari upplýsingar
Þetta var æðislegur dagur hjá þér og maturinn frábær. Mæli sko eindregið með svona námskeiði hjá þér, langar bara strax aftur 🙂
Takk fyrir mig
Kv,
Helga
Ég fylgist spennt með síðunni, takk fyrir að deila með okkur 🙂