Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Sumar 2013 rigning eða sól, hvaða máli skiptir það?

Sumarið er tíminn ekki satt? Dálítið dulúðugt við sumarið, lifnum við þegar þessi gula lætur sjá sig og himininn heiður og tær svo brosum við breitt ef hitastigið fer yfir 10 gráður ekki satt? Sumarnætur eru dásamlegar og jafnvel vakir maður mun lengur og þarf einhvern veginn bara ekkert að sofa eða hvað!   Fyrir utan það hvað birtan og sólin og súrefnið gerir okkur gott fyllum kroppin af D vítamíni, andleg heilsa verður betri og líkamlega því oftar en ekki ferðu frekar út í göngu eða skokk ef veðrið er gott – sumsé þú hreyfir þig meira úti á sumrin ef sól er á lofti, breytum þessu bara!  Í mínu hjarta er alltaf sól, mantran í dag;  sól sól skín á mig lýstu upp hjarta mitt – hjartastöðin galopin og falleg.   En veistu þú þarft ekkert á þeirri gulu að halda til að lýsa upp hjartastöðina þína.

Í dag er rigning og rok, pínu svona haust fílingur í veðrinu,  látum það ekki pirra okkur finndu bara tilfinninguna þegar þú reimar á þig skóna og drífur þig út í góða göngu eða skokk. Skelltu þér  í regngalla, húfu og vetlinga (ekki láta kuldabola ná tökum á sálinni þinni ) vertu jákvæð/jákvæður gagnvart veðrinu hér á íslandi og finndu sólina í hjartanu þínu og gleðina og hamingjuna að fá að taka þátt og skapa þetta dásemdarlíf og sjáðu líka hvað þú já ÞÚ gefur öðrum 0g öllum allt í kringum þig mikið með því aðeins að vera til og njóta staðar og stundar með hjartað galopið og gefur af þér kærleik og hlýju, þannig hreifir þú við öðrum mannverum – vittu til!

Mundu bara þetta; þú ert það sem þú hugsar.  Ef við erum síendurtekið að tala um hvað veðrið er leiðinlegt og ömurlegt þá getur það ekki verið annað en hreinlega hræðilegt.  Snúðu við blaðinu finndu gleðina og taktu eftir öllu sem er að gerast í kringum þig, sumarið er tíminn hvort heldur að sú gula lætur sjá sig eða. Ástin blómstrar, sveitaböll ( hver man ekki eftir þessum góðu sveitarböllum) tónleikar – sundlaugar – ganga – fjallganga- prufaðu Esjugöngu í rigningu eða fara í sund í rigningu það er það besta sem hægt er að gera og besta andlitslyftingin og prufaðu að gera jóga útí náttúrunni, horfðu uppí himininn og fá ðrigninguna í andlitið – FINNDU – NJÓTTU – VERTU TIL – HÉR OG NÚ!

bakteygjaNjótið sumarsins alveg fram í september þá kemur haustið, með sól í hjarta 🙂 það ætla ég að gera – það er hreinlega ekki hægt að láta sér leiðast gott te/kaffi og súkkulaðimoli úff bjargar öllu sem bjarga þarf þá stundina. S síðastliðið þriðjudagskvöld var gríðarlega fallegt sólsetur, tók mynd af því með augunum mínum og geymi þessa fallegu sýn í mínu hjarta. Ingi vinur okkar góður kom og tók klikkað flottar myndir m.a. af mér í nokkrum jógastöðum m.a. þegar ég fór í Bakfetu eða Backward Bending Pose…  dásamleg hjartaopnun – hugurinn fyrir neðan hjartað og biluð tilfinningaropnun.  Og ávinningurinn er ótrúlegur;

Styrkir m.a. kvið, axlarvöðva, þríhöfða, rassvöðva (gluteus maximus), hrygg og hryggvöðva og mjaðmir.

Örvar virkni m.a. í nýrum og nýrnahettum, hjarta og örvar blóðflæði, taugakerfi og virkni skjaldkirtils.

Taktu eftir þessu því staðan hjálpar þér að laga taugaklemmu jafnvel og slæma líkamsstöðu,  hjálpar til við að minnka álag og verki í bak, axlaklemmu, tennisolnboga og kemur hormónakerfinu í jafnvægi, örvar meltingarkerfi og líkamshiti vex og þú losar þig við stress, kvíða og áhyggjur. Einmitt í þessari stöðu gefur þú algerlega eftir huga fyrir neðan sálina/hjartað sumsé egóið út og sálinn inn og þú finnur.

Það er æði að búa á íslandi og lærum að njóta þess hvað land og náttúra og þjóð býður uppá hverju sinni með allan sinn sjarma og karma 🙂

Eigið dásamalega daga og njótið sólarlagsins þá og þegar sú gula lætur sjá sig enn og aftur mun að vera hér og nú.

Jai bhagwan, Gyða Dís

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math