Ber eru náttúrulegur hollustugjafi og því full ástæða til að hvetja fólk til að tína ber og nýta sér þau, bæði til að borða beint og í matargerð. Ekki skaðar að með því að fjölskyldan fer saman í berjatínsluferð þá skapast skemmtilegar samverustundir og það er um að gera að leyfa börnunum að tína berin upp í sig eins og þau lystir ? Börrn á Íslandi borða almennt of lítið af ávöxtum. Þar sem ég komst ekki í berjamó sl sumar þá verð ég að versla þau bara útí búið og ég hef fengið fín lífrænt ræktuð ber í Víði, Hagkaupum og Lifandi Markaði.
Til að bæta upp berjaátið og koma þeim ofaní börnin okkar er tilvalið að gera boost, þau þurfa alls ekki að vera með svo miklu í aðeins þetta t.d. bláberin eða blönduð ber, möndlur eða casjúhnetur (útvatnaðar ) kókosvatn eða jafnvel létt ABjólk, banani eða hunang
Uppáhaldsbústið mitt í dag er eftirfarandi en ég tek það fram að þetta breytist auðvitað og nú fer að koma að því að gera úlfadrykkina aftur þar sem farið er að kólna aðeins, ég skutla honum inn í kjölfarið á þessum.
þessi er æði og uppskriftin er fyrir 2.
1 bolli bláber
1/2 bolli hindber, jarðaber eða blönduð
1/2 bolli chia ceed
1 msk. Macca
1 msk. Lucuma
1 msk hunang lífrænt eða t.d. einn banani eða sem er æði 1 lífræn appelsína ( gefur klikkað gott bragð ) þá sleppi ég banana og hunanginu
4 bollar kalt vatni
pínu múskat, kanill og kardimonur ( allt eftir smekk )
2 msk. hampprótein
1 msk hampseed
1 msk kakonibbur
1/2 grænt duft ( má sleppa )
1 tsk. Reishe duft
1 tsk.
þessi er bara algert æði til að dekra við mig og ef ég á til kókosvatn nota ég það í staðinn einnig er gott að setja Tahini ( sesamsmjör ) útí kannski eina msk.
umm alger snild og saðsamur er þessi fallegi drykkur, þú ættir að prufa þig áfram en hér fyrir neðan er pínu lesning um hollustu berjana 🙂
Vítamínauðug og hitaeiningasnauð
En hvað er svona hollt og gott við berin? Jú þau eru auðug af vítamínum, steinefnum, trefjaefnum og öðrum hollustuefnum. Sérstaklega eru þau rík af C-vítamíni og talsvert er af E-vítamíni í aðalbláberjum og bláberjum. Bæði þessi vítamín eru andoxunarefni en þau hindra myndun skaðlegra sindurefna í frumum líkamans. Þessi sindurefni eru talin tengjast hrörnun og því að ákveðnir sjúkdómar þróast í líkamanum, s.s. krabbamein, æðakölkun og ský á auga.
Rannsóknir hafa sýnt að bláber hafa sérstaklega mikla andoxunarvirkni en auk áðurnefndra vítamína er litarefnið anthocyanin, sem gerir þau blá, virkt andoxunarefni en það er talin vera ástæðan fyrir þessari sérstöðu bláberjanna. Töluvert er af járni í krækiberjum en rannsóknir sýna að mörg börn og konur á Íslandi fá ekki nægjanlegt magn járns úr fæðunni. Krækiber og aðalbláber eru einnig trefjarík en trefjaefni eru nauðsynleg fyrir eðlilega meltingu.
Margir eru að huga að þyngdinni og þeir geta glaðst yfir því að óhætt er að borða töluvert af berjum því í 100 g, sem er um einn og hálfur desilítri, eru ekki nema á bilinu 27-60 hitaeiningar, minnst í krækiberjum en mest í bláberjum. Sama magn af bláberjum veitir 38 mg af C-vítamíni sem eru tæplega 2/3 hlutar af ráðlögðum dagskammti og fimmta part af ráðlögðum dagskammti fyrir E-vítamín.
Hollusta Berjanna
Bláber eru ávextir bláberjalyngsins sem er af bjöllulyngs ætt. Berin eru afar C-vítaminauðug ásamt því að vera stútfull af andoxunarefnum, meira eftir því sem þau eru dekkri og eru því aðalbláber enn hollari en þau venjulegu. Bláber eru því talin undir “superfoods” eða ofurfæða en það er fæða sem inniheldur meira af næringarefnum en gengur og gerist í annarri fæðu.Andoxunarefnið er mjög svipað andoxunarefninu, sem er að finna í vínberjum og rauðvíni. Það finnst einnig í vínberjum, en er í mun meira mæli í bláberjum.
Bláberin góð gegn niðurgangi.
Í norska tímaritinu Allers var fyrir skömmu umfjöllun um bláber og þar talað um að þurrkuð bláber gætu reynst vel gegn niðurgangi. Á meðan berin eru fersk innihalda þau ávaxtasýru sem getur þýtt að börn fái jafnvel niðurgang. Ef berin eru þurrkuð geta þau róað magann og hjálpað börnum sem eru með niðurgang. Einnig er bláberjasúpa og bláberjasaft góð við niðurgangi.
Athugið að þessar flottu upplýsingar um berinn fékk ég hjá Berjavinum og Matis…. njótið krakkar bætum berjum þessum bláu sérstaklega við okkar daglegu fæðu eða annann hvern dag það væri smart ekki satt!!!
Jai bhagwan.