Turmeric eða Curcuma þetta gula – brúngula indverska krydd, veistu eitthvað um það eða hefur þú ekki séð umfjöllunina á veraldarvefnum núna undanfarið sérstaklega núna þegar allar pestir eru í gangi… ég hef allavega tekið eftir því big time 🙂 Turmerikið hefur svo gríðarlega mikil og góð áhrif heilsufarslega séð og við ættum öll að bæta því inní okkar daglegu fæðu vegna þess að þetta fallega litaða krydd gefur miklu meira en bara litinn í matin ójá.. sjáðu til er alveg ótrúlega hreinsandi fyrst og fremst hreinsar lifrina “detox” undur, klikkað gott fyrir húðina, hjálpar og hindrar ört vaxandi krabbamein ( heldur því niðri ) nýjustu rannsóknir benda til þess að undirð frá Indlandi hafi gríðarlega góð áhrif á gigt og sé betra heldur en lyf vegna þess að TURMERIK kryddið er brjálæðislega bólgueyðandi újá það er löngu sannað og krakkar þið getið leitað ykkur upplýsingar víða googlið t.d. þetta; benefits of turmeric. kíktu á þetta;
- Hefur góð áhrif á lifrina / hreinsandi
- Græðandi – brunasár og skurði
- Hamlandi fyrir krabbamein
- Getur haft góð áhrif til að hindra framgang á Alsheimer
- Gríðarlega bólgueyðandi án þess að hafa hliðarverkanir
- Verkjastillandi
- Getur haft áhrif til að viðhald þyngd
Hvað finnst ykkur um þetta humm þess virði að prufa Turmerikið eða kúrkuma kryddið já er það ekki!!! Hér eru nokkrar aðferðir og ég get lofað þér því að bragðið kemur þér verulega á óvart klikkað gott að búa sér til te, skutla því í bústið á hverjum morgni, strá því yfir salatið þitt en eitt hér forðumst að elda það eða hita notum það eins og það kemur beint frá móður jörðu ferskt, getur fengið það í dufti og já muna að kaupa það lífrænt eða í heilu. Turmerikið lítur út eins og engifer og er stundum til hérlendis og krakkar hér er uppskrift af te og fleira;
TURMERIK TE;
1 msk. turmerik (ef ferskt þá jafnvel minna)
1 msk. eplaedik
1 tsk/msk hunang
1 tsk. cayanne pipar ( eða minna )
Hálf soðið vatn – heitt vatn ekki soðið , ef við notum sjóðandi vatn á hunangið þá eyðileggjum við góðu virknina á hunanginu. Sumsé leysum upp hunangið með volgu vatni, setjum allt útí og hristum eða hrærum og vúhú drekkum klikkað gott. Einnig er gott að nota sítrónusafa ef vill.
RJÓMAKENNT TURMERIK TE;
1 msk. turmerik
1 tsk/mtsk. hunang ( alltaf organing eða hrátt)
pínu cayanne ( hvað langar þig í mikinn styrk )
1/2 tsk karidmonukrydd
1/2 tsk kanil
1 bolli möndlumjólk eða kókosmjólk
Sko hér getur þú hitað mjólkina aðeins bara með því að setja bollan í volgt vatn og hita pínustund – notalegt og svo setur þú allt stuffið í mjólkina og hrærir vel og stöðugt turmerikið á það til að setjast í botn en bara hrista upp og volla Creamy Tee ready for you 🙂
Hvet þig eindregið til að prufa þig áfram, svo er bara einfalt að setja 1 tsk eða 1 msk útí morgunbústið og búmm dagurinn er þinn… allavega er ég að fara búa mér til yndislegan rjómakenndan tebolla akkúrat núna. Hlakka til að heyra hvernig þér líkar við turmerikið og hvort bragðið komi þér ekki á óvart…. mundu bara lítið í fyrstu og svo getur bætt meira útí sumum finnst það rammt en kommon þú getur þetta alveg sérstaklega þegar þú veist hver ávinningurinn er og hversu gott þetta er fyrir þína eigin heilsu og musteri sem þér ber að virða og heiðra hvern einn og einasta dag.. Farðu í góða göngu eða settu jógadýnuna á gólfið og taktu nokkrar teygjur njóttu svo með því að búa þér til þennan yndislega te-drykk.
Ég hef bloggað um eplaedikið og hunangið áður sjá hér neðar undir epplaedik (drekktu vatnsglas til að hreinsa mun og tennur eftir edikið/sýrunar). Hvet þig líka til að leyta þér eftir betri upplýsingum ég er bara leikmaður sem elska taka eftir því hvað er að gerast í heilsuheiminum og já ég vel frekar að gera matin að mínu meðali og meðalið mitt vera matinn minn eins og Hippocrates sagði fyrir meira en 2000 árum heldur en að taka inn bólgueyðandi lyf – en þú!!
Elskaðu líf þitt við erum ekki hér á jörðu til að kveljast og lifa í eymd mundu bara þetta;
ELSKA ELSKA OG ELSKA
Takk fyrir mig
Jai bhagwan.