Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Om Namo Bhagavate Vasudevaya

Kærleiksmantran yndislega sem við förum með í lok hvers jógatíma…  og oftar en ekki er mantran sungin af Deva Premal eða Krishna Das.

En það sem mig langaði að segja þér í dag er að Om-ið er talið vera guðlegt eða ISVARA ofar öllum öðrum guðum.  Hefur þú ekki fundið fyrir því hversu dásamlegt það er að óma í upphafi tímans og lok tíma eða bara þegar þú ert heima hjá þér að undirbúa þig fyrir öndunaræfingar og jógastöður að óma er hrein dásemd.

OM (AUM) er afar fornt hljóð. OM táknar alheiminn.  Það er talið vera frumhljóðioð – hljóð sköpunarinnar allrar.  Í hinni heilögu bók stendur að Í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið er Guð. OMið tengir allt saman þannig að allt er eitt og eitt er allt – sameiningin í Guði og þér ( sama hver Guðinn er hann eða hún, þinn GUÐ)

Við myndum svokallað AUM hljóð þegar við ómum og við ómum í gegnum allar orkustöðvarnar sjö; rótarstöðina – magastöðina – sólarplexus – hjartarstöðina – hálsstöðina – ennisstöðina og endum á Minu þegar við erum í höfuðstöðunni /hvirfilsstöð.   Dragðu djúpt inn andan og ómaðu kröftuglega upp í gegnum allar orkustöðvarnar og finndu hvernig þú dregur kundulinu orminn upp og endar á sjöundu orkustöðinni á Minu.

Prufaðu bara – og finndu dásemdina.   Hlakka til að sjá þig á jógamottunni og óma með þér!

Vonandi hefur þetta litla stutta blogg í dag hvatt þetta þig í að prufa að OMa svo getur þú leitað á youtube eftir t.d. :      https://www.youtube.com/watch?v=wQLX-ErAm7s

chakras

Om namo bhagavate vasudevaya

Jai bhagwan.

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math