Möndlur eru ekki bara góðar þær eru bráðhollar og próteinríkar. Ég nota þær að sjálfsögðu mjög mikið og finnst þessi uppfinning mín að setja lesetín útí möndlumjólkina alveg ótrúlega “brilljant” sko mjólkin er bara silkimjúk og freiðandi eins og mjólk á að vera ótrúlega falleg. Möndlurnar legg ég í bleyti yfir nótt og leyfi þeim að spíra sjáðu þá verða þær auðmeltanlegri og sætari fyrir vikið – það er bara eitthvað sem gerist þegar þær eru lagðar í bleyti. Nú svo afhýði ég þær og hendi hýðinu.
Lesitín er bindiefni og smart að nota í möndlumjólkina. Það gefur matvælum Rjómalagaða og slétta áferð og ég er farin að nota það í meira magni t.d. í möndlumjólkina og humusinn, súkkulaði/konfekt og td í fallegu kökunni “rósinni” já það kemur uppskrift fljótlega af henni. En krakkar lesetín er efni sem stuðlar að viðhaldi og uppbyggingu frumuhimna í líkamanum þar sem það er eitt af stærstu uppbygginarþáttum í þeim hluta frumuhimnunnar sem inniheldur fosfólípíða (krill olía inniheldur mikið magn fosfólípíða, eins t.d. lýsi) og styður þar sem að heilbrigði fruma, teygjanleika þeirra og “smurningu”. Oft er talað um lecithin sem “heilameðal” sem slíkt þar sem heilinn er að stórum hluta byggður á fosfólípíðum. Svo það sem ég hef komist að er að nokkrar rannsóknir sýna fram á að lecithin geti stuðlað að lækkun LDL kólesteróls (slæma kólesterólið) og þríglýseríða ásamt því að stuðla að auknu HDL kólesteróli (góða kólesterólinu) í líkamanum. Lecithin inniheldur einnig choline sem er nauðsynlegt eðlilegri starfssemi taugakerfisins. Að sjálfsögðu er ósköp einfalt að búa til sína eigin möndlumjólk og þú þarft alls ekki að bæta neinum viðbættum sætu útí en ég geri það svona til hátíðarbrigða og nota þá döðlurnar sem sætuefni og hér er uppskriftin sáraeinföld:
- 1 bolli möndlur lagðar í bleyti yfir nótt – sjá þær spíra!
- 3 bollar af vatni
- 2-4 döðlur eða bara sleppa
- pínu salt
- vanilla extract
- 1 -2 tsk lesetín ( prufaðu þig áfram )
Ég notast við ameríska bolla “cup” sem eru stærri en vanalegir bollar og nota þá alltaf 2 tsk af lesetíni. Nú ég afhýði möndlur, set í blandarann og bæti restinni útí og set blandarann af stað og leyfi honum að ganga í svolitla stund. Ég kýs að hafa möndlumjólkina aðeins volga og því get ég stjórnað með tímanum sem blandarinn er í gangi. Því næst næ ég í síu pokann minn ( frá Ljósinu ) og sía hratið frá, set hratið í poka og inní frystir og nota það síðar t.d. í hrákökugerð, konfektfyllingu eða boostið stundum í hrákexið eða hrábrauðið. Möndlumjólkin geymist í svona 4 daga í ísskáp í lokuðu íláti.
En krakkar ég elska chia grautin minn að sjálfsögðu 🙂 hann er með ýmsum útfærslum og æðið mitt núna eða nammið mitt núnar er þetta: chiafræ lögð í bleyti í vatni og möndlumjólk – já möndlumjólk og það gerir gæfumunin, útí þetta set ég stundum þurkaða ávexti eins og fíkjur, aprikósur, sveskjur og eða gojiber ásamt kanil og kardimonum ummm. Stundum hef ég þetta í bleyti í 2- 3 tíma hvað ég hef tíma í. Sker niður lífrænt epli og set útvötnuðu og þurkuðu bóghveitikorn og haframjöl og kakónibbur. Helli möndlumjólk útí og strái pínu kanil í restina. Þessi er alger klikk góður og ef ég er í miklu sunnudagsstuði eins og í dag set ég “raw” kókosolíu útí ummm hrikalega gott. Hvet þig til að prufa þig áfram og kíktu á upplýsingar um lesetínið það er svolítið skemmtilegt efni og svo ef þig þyrstir í frekari upplýsingar um möndlur þá bara leitar þú á netinu – þar er allt sem við þurfum haha. Ef mér tekst til þá set ég inn myndir af ferlinu sjá neðst á síðunni…..
Ef þú vilt kanna betur um þetta flotta bindiefni þá hvet ég þig til að leita á netinu að upplýsingum og hér er ein slóðin sjáðu:
http://www.heilsa.is/fraedsla/baetiefni/onnur-baetiefni/lesitin/
Upplýsingar um möndlur; http://www.heilsubankinn.is/vefur/index.php?option=com_content&task=view&id=227
Um að gera prufa sig áfram… og njóta.
Jai bhagwan.
Möndlurnar í bleyti í ca 8 klst.
Sjáðu svona eru þær búnar að spíra!
Afhýða þær
Lesetín-ið
Og allt komið ofaní og blandarinn á fullt!!
.. Þá er það síupokinn góði frá Ljósinu
Semsagt síum mjólkina frá hratinu og sjáðu… þetta er notað í ýmsa rétti…
Og sjáðu dásemdina 🙂 freyðandi og falleg og passar vel við sneið af súkkulaðiköku eða súkkulaðimola!
Hvernig líst ykkur á “Orange Flavor Fudge” ? Spurning að skella svuntunni aftur á sig og reyna við þá köku sem mun passa óþyrmilega vel við möndlumjólkina!!!
Þessir dásemdardropar frá Mediciene Flower úff ég elska þá ummm….. þeir eru að sjálfsögðu til í Mamma veit best.