Vorið er svo sannarlega komið og þá er bara gott að fara aðeins út og gera nokkrar jógastöður. Ég er að kenna eða leiða svokallaða “armbalancing” tíma, að sjálfsögðu komast ekki allir í tíma en ég ætla á næstu vikum að setja inn myndband af handstöðu undirbúning.. svo þú getur æft þig heima, í garðinum eða sveitinni já eða á ströndinni. Annað að það halda svo ótrúlega margir (flestir) að þeir geti ekki gert handstöðuæfingur þ.e. að nota handleggi og efri líkama… skiljanlega en ef þig langar þá er það bara skella sér í málið og prufa. Tek það fram að ég fór ekki þangað sem ég er núna á einni viku, einum mánuði eða ári… nei nei síður en svo allt þetta er bara æfing æfing æfing og meiri æfing 🙂
GÆS get, ætla SKAL
Það er sko margvíslegar undirbúningsæfingar sem leiða þig uppí handstöðuna og ég geri samt ráð fyrir því að þú sért að stundir jóga, þekkir m.a. jógastöður sem og hundinn sem horfir niður og upp, armbeygjur og þessar sterku jógastöður. Ef þig langar til að prufa þá hvet ég þig 100% …. getur alveg fyllilega verið uppvið vegg ( ég mun setja það inn líka síðar).
Hér erum við bara leika okkur og þegar þú ert leiður eða leið, finnst allt vera ómögulegt er alveg frábært að reyna vel á sig, hreinsa sig, pústa vel og það getur þú gert með handstöðunni… ávinningurinn er bara klikkað flottur og það sem ég vil minnast á þessa vikuna er þetta; STERKARI EFRI LÍKAMI já þú þarft ekki að fara í ræktina og hamast í lóðunum prufaðu þetta einu sinni á dag til þess að geta staðið í pínu stund verða axlir, handleggir og efri líkami að búa yfir góðum styrk.. en það er alls ekki ólíklegt að þeir sem eru að byrja muni fara titra já titra smá eftir nokkrar sekúndur þegar – byrjaðu bara á þessu… og hlakka svo mikið til að heyra frá þér commentin og hvernig gengur.
Laugardaginn 10 mai ætla ég að vera með ARMBALANCING námskeið í Gerplusalnum kl 9-11:30 sjáðu til ef þú ert í stuði komdu og vertu með! Hafðu samband hér á síðunni eða [email protected] verðið er kr 2000,- Klikkað góðar upphitunaræfingar, jógastöður masteraðar, höfuðstaðan, leiði í handstöðu og fleirri armbalancing stöður svo í lok tímans verða endurhlöðunarstöður með púðum/bosters, kubbum og ströppum. Ekki missa af þessu!
Þetta myndband tókum við Ásta Einars mín yndislega upp í morgunsárið útá túni hjá mér og fallega appelsínugula Manduka dýnan stóð fyrir sínu eins og ávallt. Takk takk Ásta mín, og já þetta ætlum að gera þetta einu sinnu í viku næstu vikurnar og pósta upplýsingum með…. hvað segi þið um þetta? Svo lofa ég ykkur inná milli góðum uppskriftum að orkubitum t.d. sem ég var að leika mér með um daginn 🙂 fíkjuorkubitar klikkað góðir – fylgist með!
Njótið, fangið fegurðinni í augnablikinu og gjöfum jarðar.
Jai bhagwan.