Handstaðan er svo ótrúlega mögnuð. Þú veist ekki fyrr en alltí einu ertu komin upp…. já ég meina það! Enn elskan mín það getur tekið mánuði og jafnvel nokkur ár. Ég er búin að æfa styrkinn í handleggjum og að spyrna upp við vegg í nokkur ár. Það er ekki fyrr en svona fyrir ári síðan að ég fór að huga að því að standa frístandandi í sekúndubrot.. svo aðeins lengur og ég er enn að vinna í þessu og já þetta er bara æfing og aftur æfing. Hér er myndband mitt nr. 2 í handstöðuæfingum. Að spyrna sér upp og þú þarft ekki að hafa áhyggjur um að falla afturfyrir þig nema að þú getir spyrnt seinni fætinum einnig hátt upp… þá finnur þú út úr því og notar hendurnar og snýrð þér svo þú fallir ekki 🙂 en hey í versta falli dettur þú – og þú ert ekki að reyna handstöðu nema þú hafir einhvern styrk í öxlum og upphandleggjum sem og kviðnum. Okey svona ferð þú að þessu;
- Finnur þér góðan stað – vertu úti í grasinu.
- Legðu hendurnar í jörðina – móður jörð, þrýstu fingrunum og þumalbeininu niður og byrjaðu að ýta jörðinni frá þér
- Svo byrjar þú á að spyrna hægri fætinum upp og þeim vinstri niður aftur þrisvar sinnum
- Vinstra megin, spyrnir vinstri upp og hægri niður aftur gerir þú þetta þrisvar sinnum.
- Farðu í barnið og slakaðu aðeins á – róar púlsinn því hann keyrist svo sannarlega upp hér og andaðu djúpt inn og út um nefið.
- Aftur upp og reddý í nýja æfingu 🙂
- Spyrna hægri fætinum upp og splittar og sá hægri aftur niður, spyrnir aftur hægri upp – splittar og sá hægri aftur niður 3 x
- Vinstri upp og splittar 3 x.
- Slakaðu á í andlitinu – andaðu og leiktu þér.
Hér enda ég þetta í dag…. annað krakkar ég er sko alls ekki fullkomin og er enn að vinna í henni…. vinna æfing og enn meiri vinna en í dag er bloggið stutt og laggott 🙂 en fyrst og fremst njóttu lífsins, njóttu þess að geta það sem þú gerir, njóttu þess að vera þú – fullkomin nákvæmlega eins og þú ert en hey eitt hef ég lært ég get miklu miklu meira en það sem ég held og það er bara fyrst og fremst að vera í núinu hér og nú og njóta – upplifa fegurðina í öllum aðstæðum þeim góðu og þeim slæmu 🙂 taka á móti gjöfum jarðar og vera. LIFÐU – VERTU – NJÓTTU.
Gangi þér vel ég mun örugglega setja eitthvað meira skemmtilegt inn varðandi handstöðuna – ein af mínu skemmtilegustu æfingum því hún allt í senn reynir á svo marga líkamsparta, þolinmæðina gríðarlega jesús minn já þolinmæðina og styrki að innan og sem utan…. treystu og þá kemur þetta. Takk fyrir mig 🙂 JAI BHAGWAN!