Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Rauðrófusafi

Hrár rauðrófur er málið….   þú getur gert svo ótrúlega margt með rauðrófurnar og ávinningurinn er bókstaflega dásamlegur svo ekki sé meira sagt – ég er búin að lesa mig mikið til um ávinninginn bæði innlendar greinar og erlendar.   Og það sem allir eru sammála um er að hráar rauðrófur er algerlega málið.   Ástæðan jú þá haldast öll efni í rauðrófunum ávinningur fyrir hjarta- og æðakerfi kemur einungis í ljós þegar hrárra rauðrófa eða kald-pressaðs rauðrófusafa er neytt því nítratið skemmist við hitun.   Næringargildið er svakalegt líkt og með flest annað grænmeti, þá eru rauðrófur stútfullar af næringarefnum eins og C-vítamíni, fólínsýru, járni, magnesíum, kopar, kalíum, mangan, fosfór, trefjum, andoxunarefnum og nítrötum 🙂 sumsé allra meina bót og hrikalega flott stuff fyrir íþróttamanninn – og hefur verið talað um sem ofurfæði!  Lækkar blóðþrýsting eykur blóðflæði og áhrifin koma strax “kikka” strax inn og það er ekki slæmt..  Margar greinar hafa verið skrifaðar um rauðrófusafa og hlaupara,  örvar meltinguna, taldar vera góðar gegn ýmsum húðsjúkdómum vegna hreinsandi eiginleika já hugsið ykkur..  Liturinn er gríðarlega fallegur og gefur svip á matarborðið hvernig sem þú matreiðir rauðrófurnar – en mundu að leitast við að hafa þær hráar!   Ég er alveg ofsa hrifin af þessari ofurfæði og nota þær á ýmsan hátt…   t.d. það nýjasta að gera rauðrófu og melónusafa umm klikkað gott eða ég bý til klikkað gott snakk úr þeim “rawfoot” snack.  Hér eru nokkrar upplýsingar;

IMG_3120Rauðrófu- og vatnsmelónusafi

  • 2 meðalstórar rauðrófur – set í safapressu
  • 1/2 vatnsmelóna  og safinn af rauðrófunum settur útí blandarann og blandað saman.

Tips;  gætir bætt útí hverju sem þér dettur í hug t.d. engifer, lime, sellery, gulrótum.

Einnig er ég með upplýsingar um “flensubanan” http://gydadis.is/lattu-matinn-vera-medalid-thitt-og-medalid-vera-matinn-thinn/

 

Raurófusnakk

  • 2 rauðrófur – flysja með ostaskera eða sérstökum grænmetisskrælara
  • lagt í marinerinku;   vatn sem flæðir alveg yfir, saltað að smekk og eplaedik.

Sett inní þurkofn á 41 gráðu í um 6-10 tíma.

 matur 031

 

Látum matin vera meðalið okkar og meðal vera matinn okkar…..  þetta er smart..  Njótið og kíkið á heimildir eða bara “gúglið” ávinning af rauðrófum eða benefit of beetroot 🙂

 Lífið er núna – njótið

Gyða Dís    🙂    Jai bhagwan.

 

http://en.wikipedia.org/wiki/Beetroot

http://www.heilsubankinn.is/vefur/index.php?option=com_content&task=view&id=374

http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item18861/Engifer

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math