Hvað er það sem drífur ykkur áfram á morgnanna….. hjá mér jú maturinn minn 🙂 hvað segi þið um það. Ég er eins og bullandi virkur alkahólisti því ég get oftar enn ekki beðið eftir því að tími sé komin á morgungrautinn minn – ég er ekkert að djóka krakkar 🙂 og get ekki beðið eftir því stundum að klára morgunverkin mín… jú þau eru að sjálfsögðu á hverjum morgni oftar enn ekki byrja ég daginn kl: 05:30 geri mínar öndunaræfingar og hugleiðslu heima þegar ég fer að kenna kl 6:10 í Ögurhvarfinu fæ útrás þar með jógunum sem er yndi í hita og svitanum !!! En þegar ég er ekki að kenna þá vakna ég og fer í mína rútínu sem er aldrei eins en byggist alltaf á þessu öndun – að vera og finna miðjuna og stilla sig inní daginn, njóta þess að vera ég já há er farin að njóta þess og elska sjálfan mig – æfingaplanið mitt er mismunandi. Stundum geri ég kröftugar POWER yoga æfingar mikið af armbalancing og styrk – suma morgna er það bara góðar teygjur og jógastöður og enn aðra morgna fer ég oft út í náttúruna hlusta á fugla söngin hjóla Grafarvogshringin eða skokka / labba á hrikalegu háu paci Foldahringinn sem eru 4km ca en ég stend alltaf á höndum eða fer í höfuðstöðuna á hverjum morgni með æfingaplaninu. Svo núna eftir þetta dásamlega jógakennaranámskeiði sem ég var á síðustu helgi ” YOGA as MEDICEN” var algerlega magnað og gaf mér svo mikið af öllu og ég hef þegar verið að deila því til ykkar kæru jógar og vinir meira segja er Valli minn / Naglinn farin að gera ákveðna rútínu með mér á morgnanna og það kalla ég kraftaverk! Þær æfingar byggjast uppá ákveðni tækni sem ég ætla segja ykkur frá síðar og leiða inní mína tíma og þið getið gert sjálf heima og að heiman útí náttúrunni og viti þið hvað!!!! Þessar æfingar eru svo kallaðar “anti aging program” ú já ávinningurinn fáránlegur – m.a. róar hugann, eykur orkuna / prönuna, styrkir og eykur liðleika, styrkir allann líkamann og mjóbak og hrikalega flottar æfingar fyrir kviðinn og kviðvegginn. Já það kemur að þessu ég er bara að vinna í því að setja saman prógram.. fylgist endilega með verð með eitthvað skemmtilegt í gangi í Júní mánuði.
Enn krakkar aftur að morgunhressingunni minni…. ók þetta er svo sáraeinfalt en ég sem ég segji hafðu matinn þinn þannig að þér langar í hann og hlakkar til að borða – blessaðu og elskaðu ;
- 2-3 msk chia fræ – ég legg þau í bleyti um morguninn… stundum lengi og stundum bara 10-30 mín 🙂
- 1 msk goji ber
- 1 tsk kardimonur (duft/lífrænt)
- 1 tsk kanil
- 1 msk bóghveiti ( búið að láta spíra og þurka í ofni) má sleppa 🙂
- 1 msk hafrar ( búið að láta spíra og þurka í ofni ) má sleppa
- 1-2 sveskjur
- 1-2 fíkjur
- 2 msk hampfræ
- 1 lífrænt epli en getur valið líka peru eða jarðaber / bláber / banani … hvað áttu til.
- kakónibbur eða lífrænt kakóduft ( má sleppa )
- kókosolía ( má sleppa)
- vanillu
Aðferðin er að sjálfsögðu sáraeinföld og fljótleg… getur stytt þér leið með að setja í bleyti kvöldinu áður Chia seed í vatn, jafnvel bætt útí t.d. höfrum ( ef þú ert ekki með svona þurkuð og stökk ) útí þetta setur þú goji, kryddið og annað hvort sveskju eða fíkjur. Leyfðu þessu að liggja í bleyti yfir nótt eða bara í þann tíma sem þú hefur þá og þegar á meðan þú gerir mjólkina.
Okey krakkar það sem ég elska þessa daganna er hampmjólkinn og hún er svoooooooo ótrúlega einföld í gerð – sjáðu til;
Ég nota hampfræin t.d. Navitas, en þú færð allt þetta stöff í Bónus “Sollu vörunum”
Blandarinn tekinn fram í hann setur þú hampseed og kannski 1 döðlu og 1 tsk vanillu og vatn 2 dl er flott og blandarinn af stað. Hér ertu komin með þessa yndislegu hempseed mjólk. En getur að sjálfsögðu notað möndlumjólk, rís mjólk eða jafnvel eitt sem er klikkað gott lífrænt ræktaðan rjóma frá BIO bú….
Næsta mál er að setja t.d. msk af kókosolíu umm lífræna og ég nota hráa frá DR george, blanda saman, set svo mína hafra og bókhveiti yfir, nú ef ég á lífrænt epli eða peru sem ég sker í litla bita helli mjólkinni yfir og kakonibbum + kanil aðeins yfir…. en ef ég er með berin t.d. jarðaber, banana og bláber þá nota ég ekki kanil yfir. Njótu – þetta er bara geggjað stöff sem þú verður södd eða saddur af lengi fram eftir deginum. Oftar en ekki legg ég chia í bleyti í mjólkinni – það er svo miklu miklu betra og verður eitthvað svo sætt og gott. Svo nú er um að gera að leika sér og njóta matarins – gerðu hann fallegan og leyfðu þér að hlakka til að borða og næra líkama þinn með einni bestu næringu og próteini sem um getur. Vissir þú að Chia fræin eru svo fáráanlega stútfull af omega fitusýrum!!!! Nei lestu þig bara til – gúglaðu benefit of Chia, hempseed, goji, vanilla já vanilla er bráðholl, kokosolíu og fáðu þér svo góðan te sopa eða kaffi…. ég kýs te og drekk mitt græna te með restinni að þessari dásemd…. Love your live and live your live. Hlakka til að heyra í ykkur og gangi ykkur vel… megið endilega skilja eftir línu hér fyrir neðan. Sjáumst vona bráðar.
Jai bhagwan
Gyða Dís
Takk mín kæra og verði þér að góðu, Jai Bhagwan <3