Markmið, eru þið að setja ykkur markmið krakkar? Ég hef alltaf sett þessi sömu markmið ár eftir ár. Vera betri útgáfa af sjálfri mér, betri í dag en ég var í gær. Skoða og yfirfara hvað ég gerði sem mér mislíkar t.d. í gær og reyna bæta fyrir það. Mottóið mitt er þetta að; allir dagar eru hamingjudagar… hvaða dagur sem er. Njóta hvers dags í botn eins og hann sé sá síðast, já hver veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér hí hí allavega ekki ég!
Nýtt upphaf hefst í hvert skipti sem þú mætir á jógadýnuna – pældu í því.
Tímarnir verða sömu efitr sem áður í GERPLUSALNUM Kópavogi og bætist jafnvel við sjá töfluna fínu fyrir vor 2015!
Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | Laugardagur | |
6:30-7:30 | PRANA POWER YOGA | PRANA POWER YOGA | PRANA POWER YOGA | |||
8:15-9:30 | Byrjenda 1 | Byrjenda 1 | Byrjenda 1 | |||
8:30-9:30 | PPY + Armbalanc | |||||
9:30-10:00 | Yin / Restorative | |||||
12:10-13:00 | Byrjenda 2 | Byrjenda 2 | ||||
19:30-20:45 | PPY + armbalanc | |||||
18:00-19:00 | Yoga Nidra | |||||
En takið eftir við bætist YOGA NIDRA / SVEFNYOGA já há einu sinni í mánuði 1 föstudag hvers mánaðar, byrjendanámskeiðin verða tvö morguntímar og hádegistímar. Alltaf gott að koma á byrjenda námskeið og rifja upp og læra stöðurnar og hvað hver og ein staða gerir fyrir þig. Hlakka til að sjá ykkur hress á þessu fína ári 2015 krakkar. Leitaðu upplýsinga hjá mér í síma 822 8803 eða sendu mér tölvupóst [email protected] Fyrsti tími ársins verður í fyrramálið kl. 6:30 komdu og prufaðu sjáðu hvernig þér líkar.. jóga er fyrir alla konur og karla, krakka og unglinga og unga sem aldna, í hvaða líkamsástandi sem þeir eru. Allir geta gert jóga og þú líka!
Jai bhagwan.
Vertu ljósið og lýstu allt upp í kringum þig…. þú ert ljósberin!
Hlakka til að gera jóga með þér á nýju ári. Sjáumst fljótlega á dýnunni 🙂