Er ekki komin tími á eina góða uppskrift af ís og öðru gúmmelaði 🙂 það held ég nú! Allavega er ég spurð að því hvað ég sé með í matinn þið vitið á aðfangadag og gamlársdag þegar maturinn á að vera svo 100% “perfict” besti matur ever og það má ekkert klikka. Þeir sem eru vanir rjúpum bíða í eitt ár eftir næstu rjúpuhátíð eða kalkúninum og já að ógleymdu hamborgarahryggnum he he … hann er enn á borðum og já líka hjá mér eða minni fjölskyldu ásamt öllu gúmmelaðinu sem fylgir. En nóg um það gott og blessað ég er enn á hráfæðis “rawfood” ohhh langar í svo miklu betra orð yfir þetta eða bara “lifandi fæði” það er það sem ég borða í raun því ég legg allt í bleyti og spíra og þurka í þurkofninum ef ég nota ekki strax, já köllum þetta bara lifandi fæði! Maturinn minn á aðfangadagskvöld samanstóð eiginlega að mestu leiti á ÍS umhummm jebb ís. En borðaði samt pínu sparimat með fólkinu já já.
Forréttur; Sveppasúpa umm klikkuð góð ( kem með uppskrift síðar )
Aðallréttur : Mareneraðar rauðrófuskífur með “fafel” / hummus á milli
EFTIRRÉTTUR: Lifandi ís / vanillu ís og myntuís ásamt klikk góðri þykkri súkkulaðisósu, mareneraðar og gljáðar hnetur og möndlur – ávextir ofl.
Lifandi ís uppskrift;
1 bolli Kasjúhnetur lagðar í bleyti 1-2 klst. ( spíra / lifandi )
1/2 bolli kókoskjöt ( fáið það í Asísku matvöruverslunum / frosið ) eiginlega alveg möst í ísinn
1/2 boli sætuefni ( agave eða hlynsýróp ) má vera minna.
1 1/4 bolli vatn
1-2 matskeiðar vanilla extract eða duft (lítið í einu smakkið til)
Pínu salt
1/2 bolli kókosolía fljótandi ( hita aðeins í vatnsbaði )
2 matskeiðar mynta ( finnst auðvitað best frá medicene flower fæst í Mamma veit best) http://www.medicineflower.com/564.html
2 msk. spínatdjús ( nokkur spínatblöð og vatn í blandarann / gefur græna litinn )
1/2 bolli cacoa nibbur
Ok hér er geggjað að eiga ísvél en ekkert bilað must! Ef þið eigið hana ekki til er gott að blanda möndumjólk útí eða möndluhrati og lecithin sem þykkir ísinn.
AÐFERÐ; Allt sett í blandarann nema kakónibburnar. Blanda þar til létt og gott, sett síðan í ísvélina ( fást í Elkó) í um fjörtíu mínútur. Lokar þessu með að setja kakónibbur útí.
Vannillu ísinn er alveg eins nema sleppa myntunni og spínatdjúsnum. Þú getur sett hvað sem er í ísinn.
Súkkulaðisósa / þykk: 3/4 bolli dökkt agave eða maple sýróp
3/4 bolli cacao duft / raw
1/3 bolli kókosolía / raw – fljótandi
pínu salt
Allt sett í blandarann – stoppa annað slagið og skafa niður. Þetta er ein mín uppáhalds súkkulaði sósa þykk og dásamleg og hægt að nota á svo margt annað t.d. skera niður epli og smyrja!
Til að toppa dásemdina þá er ég búin að leggja í bleyti hnetur peacan, valhnetur og möndlur í um 6-8 tíma og þurka í ofninum svona ca 24 tíma Síðan er mareneringin; Hlynsíróp, vanilla extract, sjávar salt, kanill og öllu hrært saman því næst hnetum velt uppúr og þurkað aftur í jafnvel 48 klst. úff þetta er klikka ofaná ísinn með ávöxtum svona spari spari t.d. jarðaber, bláber, bananar, fíkjur já fíkjurnar koma sterkar inn á ísinn!
Prufið ykkur áfram og njótið – flottur eftirréttur og hægt að bæta ávöxtum við t.d. banana og minnka sætuna á móti.
Love your life – live your life! Elskaðu og njóttu – Jai bhagwan.