N.k. Mánudag ætla ég að starta námskeiði í Gerplusalnum / speglasal sem mun standa yfir í 4 vikur. Yoga eins og þið þekkið hjá mér ásamt góðum æfingum og æfingakerfi til að byggja upp og styrkja líkama ykkar, stoðkerfi og líffæri “balancerum” með Ayurvedic fæði og lærum að þekkja okkur með þvi að skoða aðeins ofaní fræðin og skilja hvaða Dhosur þú ert Vata – Pitta – Kapha Staðreyndir um Ayurveda; Ayurveda læknisfræðin er upprunnin á Indlandi og er nokkur þúsund ára gömul. Nafnið er komið úr sanskrít og er samsett af orðunum „ayur“ sem þýðir „líf“ og „veda“ sem þýðir „vísindi eða þekking“. Hugtakið „ayu“ felur í sér fjóra undirstöðuþætti eða samþættingu hugar, líkama, tilfinninga og sálar.
Ayurveda er heildrænt indverskt lækningakerfi með það að markmiði að veita leiðsögn varðandi mataræði og lífsstíl svo þeir heilbrigðu geti áfram verið heilbrigðir og þeir sem eiga við heilsufarsvandamál að stríða geti bætt líðan sína. Þetta er margbrotið kerfi sem á rætur að rekja til Indlands og er mörg þúsund ára gamalt. Til eru sögulegar heimildir um kerfið í fornum ritum sem kölluð eru einu nafni Veda-ritin. Í einu þeirra, Rig Veda sem er talin rituð fyrir meira en sex þúsund árum, er að finna yfir 60 þúsund lækningaaðferðir við hinum ýmsu sjúkdómum og kvillum. Ayurveda fræðin eru samt talin vera mun eldri og það er ekki litið á þau eingöngu sem lækningakerfi, heldur sem „vísindi lífsins“. Við erum öll hluti af alheiminum og eins og dýr og plöntur eigum við að lúta lögmálum alheimsins.
Námskeiðið byrjar n.k. Mánudagskvöld kl.: 18:30 með mælingu / vigtun ( fæ aðstoð hjá tengdadóttur minni verðandi sem er með nýjasta nýtt og vigtar og segir til um aldur líkama ofl. fituprósentu – vöðvamassa ofl.) verður sumsé í upphafi vigtað og í lok námskeið þann 16 mars. Mætingarskylda ( nema eitthvað komi uppá ) í mánudagstíma kl 19-20:45 (ath fyrsti og síðasti tími kl 18:30) einnig verða opnir tímar sem eru skv stundaskrá í töflu í Gerplusalnum.
Matarræðið tekið í gegn skv Ayurvedic fræðunum og yogaæfingar á hverjum degi – hér erum við aðallega að tala um að byggja upp heilsuna – byggja upp gott meltingarkerfi til þess að þér geti liðið sem best í eigin líkama/musteri. Ef ristillinn og meltingarkerfið í heild sinni er ekki að vinna og skila því sem þarf að skila getur það verið ávísun á veikindi og skv. Ayurvedic fræðunum þá byggist almennt heilbrigði á því að meltingin sé starfhæf og í lagi. Námskeið sem hentar öllum og ég mun koma með frekari upplýsingar síða.
Verð krónur 23,900,-
Innifalið eru morguntímar í jóga í Gerplusalnum og mánudagskvöldtiminn. Upplýsingar, uppskriftir, aðhald (lokaður hópur) Athugið að það verður takmarkaður fjöldi!
Hafðu endilega samband ef þú vilt frekari upplýsingar eða vilt skrá þig; [email protected] eða sími 822 8803.
Jai bhagwan.