Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Ayurveda og Jóganámskeið

Ayurveda og Jóganámskeið

Miðvikudagar 13. apríl – 4. mai

kl: 17-19:00

Verð kr. 25.000

Hvað er Ayurveda?
Ayurveda eru systurvísindi jóga, hið forna og hefðbundna form læknisfræðinnar á Indlandi. Ayurveda eykur skilning okkar og ábyrgð á eigin heilsu og að ná jafnvægi með einstaklingsmiðaðri næringu og lífsstíl. Það er tilhneigin innan þjóðfélags okkar að telja að heilsa sé sú sama fyrir okkur öllm sértaklega þegar við tölum t.d. um fæði. En það er kannski ekki alveg rétt, það hentar okkur ekki öllum það sama, við lítum mismunandi út, skoðaðu í kringum þig. Kannski hentar þinni Dhosu/líkamsgerð að borða heitan mat þegar það hentar öðrum einstaklning að borða kaldan mat og svo framvegis. Við erum nefnilega öll mismunandi og þurfum því mismunandi hluti til að haldast hraust, líkamlega, tilfinningalega og hugarfarslega.

Hvað læri ég á námskeiðinu?
Þú munt líta á sjálfa þig, líkama þinn og venjur þínar á algjörlega nýjan hátt. Þú munt læra að þú raunverulega hefur valdið og getuna til þess að leitast við að lifa heilbrigðara og hraustari lífi með því að skoða Ayurveda ~ Lífs Vísindin.

• Læra hvað Ayurveda er
• Kynnast þinni eigin líkamsgerð – Vata ~ Pitta ~ Kapha
• Læra daglega rútínu til að halda betri heilsu og jafnvægi
• Jógastöður sem koma jafnvægi á þína líkamsgerð
• Læra sjálfsnudd
• Læra hvernig má halda líkamanum skýrum og hreinum í gegnun “Neti”

Námskeiðið hefst miðvikudag 13. apríl kl: 17-19 og stendur til 4. mai. Opið í alla tíma í töflu Shree Yoga á meðan námskeiðinu stendur. Verð er krónur 25.000.- fæði og námskeiðsgögn innifalin í verði ( afsláttur af mánaðarkorti )

Athugið Takmarkaður fjöldi.
Skráning hér og [email protected]

Staðreyndir um Ayurveda; 
Ayurveda læknisfræðin er upprunnin á Indlandi og er nokkur þúsund ára gömul. Nafnið er komið úr sanskrít og er samsett af orðunum „ayur“ sem þýðir „líf“ og „veda“ sem þýðir „vísindi eða þekking“. Hugtakið „ayu“ felur í sér fjóra undirstöðuþætti eða samþættingu hugar, líkama, tilfinninga og sálar.

Ayurveda er heildrænt indverskt lækningakerfi með það að markmiði að veita leiðsögn varðandi mataræði og lífsstíl svo þeir heilbrigðu geti áfram verið heilbrigðir og þeir sem eiga við heilsufarsvandamál að stríða geti bætt líðan sína. Þetta er margbrotið kerfi sem á rætur að rekja til Indlands og er mörg þúsund ára gamalt. Til eru sögulegar heimildir um kerfið í fornum ritum sem kölluð eru einu nafni Veda-ritin. Í einu þeirra, Rig Veda sem er talin rituð fyrir meira en sex þúsund árum, er að finna yfir 60 þúsund lækningaaðferðir við hinum ýmsu sjúkdómum og kvillum. Ayurveda fræðin eru samt talin vera mun eldri og það er ekki litið á þau eingöngu sem lækningakerfi, heldur sem „vísindi lífsins“. Við erum öll hluti af alheiminum og eins og dýr og plöntur eigum við að lúta lögmálum alheimsins.

Matarræðið tekið í gegn skv. Ayurvedic fræðunum og yogaæfingar á hverjum degi – hér erum við aðallega að tala um að byggja upp heilsuna – byggja upp gott meltingarkerfi til þess að þér geti liðið sem best í eigin líkama/musteri. Ef ristillinn og meltingarkerfið í heild sinni er ekki að vinna og skila því sem þarf að skila getur það verið ávísun á veikindi og skv. Ayurvedic fræðunum þá byggist almennt heilbrigði á því að meltingin sé starfhæf og í lagi.

 

Jai bhagwan

digestive-fire

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math