Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Be a warrior not a worrier….

STRÍÐSMAÐUR – WARRIOR – VIRABHADRASANA

w1

Be a warrior not a worrier!!!  Svo smart, hugum að þessu.  Jógastöður geta verið miserfiðar og misauðveldar fyrir okkur öll, dagsformið skiptir líka miklu máli. Ég var t.d. mjög góð náði góðu sambandi eða góðri tengingu sem leiddi til þess aðjafnvægisstöður voru mér hrikalega auðveldar í gær.  En maður minn í morgun var ég algerlega ómöguleg í þessum sömu stöðum ; hélt engu jafnvægi, náði engri tengingu við sjálfan mig og var bara alls ekki á staðnum…..  kannist þið við þetta??   Einnig stórt atriði sem við verðum líka muna það er að líkamsbygging okkar, við erum öll mismunandi og það er ástæðan fyrir því að við komust ekki í allar stöður nákvæmlega kannski eins og þær eru sýndar þrátt fyrir margra ára jógaástundun.

Ég fer alltaf í stríðsmannsæfingarnar, jógatíminn hjá mér er aldrei eins ég reyni að flétta saman þeim helstu stöðum og kynna flest allar jógastöður sem ég þekki og útfærslurnar og leiða rétt inní þær eins vel og ég mögulega get.  Hinsvegar má alltaf betur gera og það frábæra sem lífið færir okkur er að við erum stöðugt að læra og upplifa eitthvað nýtt og það geri ég svo sannarlega í hverjum einasta jógatíma með ykkur!

Ávinningurinn af því að gera stríðsmanninn….

1)      Þjálfar einbeitingu, samhæfingu, jafnvægi og stöðu gefur styrk og jarðtengingu.

2)      Styrkir fætur, ökkla, kálfa, hné, læri mjaðmaliði, bak, axlir, arma og hálsinn.

3)      Réttir stöðu beina við vöðva í hrygg og mjöðmum.

4)      Styrkir og teygir hvern einasta vöðva í líkamanum, sértaklega í kviðarholinu.

5)      Styrkir og kemur jafnvægi á taugakerfið.

6)      Losar umframfitu á mjöðmum, maga, rasskinnum, lærum og handleggjum.

7)      Hreinsar og styrkir nýru, örvar svita og blóðflæði um líkamann.

8)      Eykur hita og orku.

9)      Eykur sjálfstraust og öryggi.

10)   Styrkur stríðsmannsins er fólginn í kærleika hjarta hans, vertu stríðsmaður og finndu til þín!

W2

Varast skal að halda of lengi ef um háan blóðþrýsting er að ræða , hjartavanda,  blæðingar eða veik hné.  Að gera stríðsmannsæfingarnar eða Warrior eflir orkustöðvarnar gríðarlega og sérstaklega rótarstöðina.  Mótteygja þá gerum við alltaf báðar hliðar og gott er að hanga niður og gefa algerlega eftir og hrista höfuðið.  Hugum samt vel að því hvað við erum að gera og njótum hverrar stundar elskum sjálfan okkur skilyrðislaust og dæmum ekki þó svo við getum ekki dag það sem við ætluðum okkur, hlustum á líkama okkar… njótum heldur þess sem við getum gert!!

Þetta eru svona mínar grunnupplýsingar af ávinningi þess að fara í stríðsmanninn.  En ég er alltaf að læra og finn svo best á sjálfri mér hvað þær gera vel fyrir mig.  Ég set inn mynd með þessari grein og mun reyna setja einnig anatomy mynd af þeim til að þið sjáið hvaða vöðvahópa við erum að tala um.  Klikkað flott…..  be a WARRIOR not a worrier!!!  Jai bhagwan.

 

Warrior III, staðfestustaðan eins og ég segi alltaf  og ansi magnað að fara með þessa flottu setningu í stríðsmanni III;

ÉG GET ALLT SEM ÉG VIL!w3

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math