Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Besta mögulega hráfæðispizzan með gylltum hörfræum.

Hráfæðis “guru” pizza

Í dag er ég að undirbúa GURU hráfæðis pizzuna mína, botnin er svo “eazy” eða þannig og hráefnið er nú ekki flókið.  Í hana nota ég Gullin hörfræ sem þú færð í Heilsuhúsinu  og nánast allt sem fer í pizzuna. Veistu hvað er mikil næring og prótein í einu svona litlu fræi?  Einnig nota ég psyllium husk já það er hrikalega gott fyrir meltinguna til dæmis og gerir eitthvað extra gott fyrir deigið. Psyllium lífrænt færðu í litlu jógasjoppunni í Shree Yoga.

Þessi botn er fyrir ca 8 … það þarf þurkofn og undirbúningurinn er 24 klst.

BOTN

  •  500 gr. Gullin hörfræ eða 4 bollar – dökku hörfræ eru í lagi en þau eru bragðmeiri
  • 4 msk. Psyllium ( gerir deigið meira fluffy)
  • ¼ tsk salt
  • 500 ml. vatn eða tveir bollar …. Passaðu þig samt að setja ekki allt vatn útí – ég nota alltaf minna vatn.

AÐFERÐ

Mala hörfræin blandara ( ég nota Vita Mix ) því næst er sett í skál og allt sett útí. Blandar saman með höndunum ~ stundum nota ég blandarann first til að byrja með og svo klára ég að hnoða með höndunum. Nú setur þú deigið sem er orðið þétt og flott á plötu úr ofninum notar “teflon seed” fletja út, ég kýs að hafa botnin í þykkara lagi og háa barma til að koma fyrir ostasósu og grænmetisgumsinu ofaná. Nú svo fer þetta inní í þurkofnin í 8-12 klst.

 

OSTASÓSA

125 gr. eða 1 bolli Brasilhnetur leggja í bleyti í 4-8 klst.  Getur að sjálfsögðu notað hvaða hnetur sem er;  möndlur, casjú ég hef gert úr báðum.

  • Safi úr einni sítrónu
  • ¼ bolli olívuolía
  • 1 hvítlauksrif
  • pínu sjávarsalt
  • 2 msk. Næringarger
  • 1-2 tsk. Agave eða hlynsýróp ( má sleppa )
  • ½ bolli vatn
  • 1 msk. turmeric

AÐFERÐ

Setjið allt hráefni í blandara, blandið og bætið við vatni ef með þarf. Þegar er orðið mjúkt er tími til að taka út pizzubotnin og setja ostasósu yfir, þykkt lag. Svo er bara setja pizzu aftur í ofnin í ca 4 klst. Á meðan að gera grænmetis gumsið og láta það marenerast í nokkrar klukkustundur.

 

PIZZA TOPPING

  • 1 bolli sveppir
  • ½ rauð paprika
  • ½ rauðlaukur
  • 1 bolli steinlausar olífur
  • 4 stk tómatar eða kirsuberjatómatar
  • 12 stk sólþurkaðir tómatar (lagðir í bleyti 1 klst.)
  • ½ bolli olífuolía
  • 1 msk. Tamari
  • 1 msk. Eplaedik
  • 3-4 lúkur grænt salat; spínat eða grænkál… athugið þegar kál er marenerað verður lítið úr því og það er svo bragðgott og gott fyrir meltinuna!å

Skerið grænmetið í hæfilega bita ekki of litla, marenerið í olíu, tamari og eplaediki. Leggið yfir ostasósuna fyllið pizzuna og setjið aftur inní ofnin svona ca 2-3 klst.

Borið fram “heit” og skerið í 8 sneiðar… og reynið að borða aðeins eina sneið 🙂 getur gengið ílla hún er svo hrikalega góð.

HÖRFRÆ eru smá í sniðum en öfl­ug fæðubót, því auk þess að vera basísk gagn­ast þau lík­am­an­um vel á ýms­an hátt. Hör­fræ­in eru hlaðin nær­ing­ar­efn­um fyr­ir bein­in okk­ar og eru eitt af þeirri und­ir­stöðufæðu, sem við ætt­um að neyta til að vernda þau vel. Flest­ir nota hör­fræ til að bæta melt­ing­una, en hvaða öðrum eig­in­leik­um búa þessi litlu fræ yfir, sem ger­ir þau svona sér­stök?

  • OMEGA-3 FIT­USÝRUR
  • LIGN­ANS
  • MANG­ANKOP­AR 
  • B-1 VÍTAMÍN
  • MAGNESÍUM
  • FOSFÓR
  • SELENI­UM –
  • TREFJAR
  • MOLYBD­EN­UM

Öll þessi efni er að finna í litlu hör­fræj­un­um. Ef þú ert ekki þegar að nota þau í búst eða grauta, er um að gera að bæta þeim við.  Einnig er vinsælt að leggja hörfræ í bleyti yfir nótt ca 8 klst. og drekka vökvann sem er stúttfullur af ensímum og þessi vökvi er brilljant fyrir meltingu eða hægðartregðu.

Gangi ykkur vel 🙂

Kærleikur

Gyða Dís

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math