Rakst á þetta skemmtilega blogg um geymda eða gleymda leyndarmálið sem er að finna á gömlu “partý” eyjunn Ibiza, lestu og skoðaðu hér Ibiza. Ef þú vilt slást með í hópin þá eru upplýsingar hér um ferðina hér Veistu það er svo ljúft að láta sér dreyma og láta draumin verða að veruleika! Karma <3
Það er aldeilis dásamlegt að vakna upp á sjálfum frídeginum sunnudagur 4. mars 2018 og þvílík fegurð sem geymist allstaðar undir hverjum steini og þúfu hér. Fjöllin, tréin, sólin og sjórin við einhvern vegin höfum þetta allt hér líka eins og Ibiza – nema jú ey-lítið hlýr. Ég elska sunnudaga það er eitthvað svo notalegt að leyfa sköpunarkraftinum að fara á flug, nostra við morgunmatin sem um leið verður eftirrétturinn ( er bara svo mikið eðal og gotterý ) lesa, renna yfir pósta og leyfa sér bara að vera með hárið útum allt. Já hárið er að komast í “tagl” sídd mjög bráðlega og já bara leyfa sér að vera allavega, njóta þess að mæta sjálfum sér nákvæmlega eins og maður er… já eitt hér ( svona er ég ) athyglisbrestin… meðan ég man er nefnilega svo askoti gleymin. Og þetta málefni finnst mér svolítið stórt og merkilegt. Það eitt að vera skapaður eins og maður er og vera sáttur við það náttúru- og meistaraverk sem mannveran er, líkaminn er magnað fyrirbæri og öll erum við einstök. En genin eru auðvitað misjöfn, gúnumake-upið, gáfurnar, fegurðin, húðin, augun, litarháttur ofl. ofl… beinabygging já og enn meira sem mun bætast við en veistu ég hef verið að skoða söguna mína og því meir sem ég les og skoða myndir af mínum forfeðrum langar mig alls ekkert til að breyta þeirri sem ég er, ég er mjög stolt og ánægði í eigin skinni. Baugar, augun lítil og falin ( já fáðu kast ) afhverju ætti ég að reyna breyta því, breyta því hver ég er. Ok meira um þetta í einhverju næsta bloggi. Nóg um þetta, fyrirgefðu ætlaði að tala um allt annað!
Kvöldmatur eða DINNER party, ertu game?
Ég elska mat, elska að dunda mér við konfekt og gera Raw vegan allt bæði morgunmat, hádegis og kvöldmat. Ég hef náð mér í diplómu og tekið alla vega kúrsa í þessu matarstússi mínu, Raw, vegan og Ayurveda. Nú ætla ég að halda svokallað “dinnerparty” fimmtudaginn 29. mars 2018 n.k. ( Skírdag ) í Versölum ( Shree Yoga Stúdíó ) Það verður þríþréttað já og verðlag verður í hófi
- Fordrykkur
- Forréttur
- Aðalréttur
- Eftirréttur
Þetta ferðalag mun taka örugglega nokkra klukkustundur og hefjumst við handa klukkan 18:00 í birtunni. Verð og aðrar upplýsingar koma inn mjög fljótlega. Þemað ofl. Þið sem þekkið mína matargerð eruð velkomin að deila reynslu ykkar og já þið vitið svo sum hverju þið eigið von á.
Skráning mun fara fram beint í gegnum mig. Hafðu samband [email protected] merkt “dinnerparty”