Vertu með FRÍTT námskeið í átt að heilbrigðari og hollari þú hefst 3. mars 24.
https://heilsa.gydadis.is/frtt-4-vikna-netnmskei
Í Fljótu bragði er svarið játandi!
Helstu hráefni sem notuð eru í hafragraut eru vatn, sem er lífsnauðsynlegt næringarefni og haframjöl (eða hafraflögur), sem er meðal annars uppspretta flókinna kolvetna og trefja, auk ýmissa vítamína og steinefna. Einn helsti kostur hafra er hversu ríkir þeir eru af vatnsleysanlegum trefjum sem hafa margvísleg heilnæm áhrif á líkamann. Meðal annars stuðla þær að lækkun blóðkólesteróls, en hátt kólesteról í blóði er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma.
Svo er hitt hversu hugmydnaríkur maður er að nýta það sem til er og bragðbæta holla grautinn sem gæti einnig verið huggulegasti eftirréttur á fallegan hátt í fallegu háu glasi.
Kynnunst hafragrautnum uppá nýtt!!
- 2 bolli lífrænir hafrar
- 5 bollar vatn – meira ef þarf
- 1 tsk salt
- 1 tsk kanil eða sæt kryddblanda Dísarinar – sjá neðar!
- 1 lífrænt epli skorið í bita
- 1 msk. Kókosolía
- 1 msk. Trönuber þurkuð
- 2 msk. Lírænt kakóduft
Hér setur þú allt í pott nema kakóduft og kókosolíu, sjóða en ekki ofgera oft finnst mér skemmtilegast og best að setja vatn í pott, allt hráefni í pott og eftir 2 mín taka af hellu og setja lokið á pottin, láta standa í 15 mín, hræra þá kakódufti og kókosolíu útí. Til að toppa þig enn meira á sunnudegi er möndulmjólkin ómissandi.
Sæta kryddblanda Dísarinar:
- 1 tsk. Kanil
- 1 tsk engifer
- ½ tsk. Kardimommur
Möndlumjólk:
- 1 bolli möndlur
- 2 bollar vatn
- 1/2 tsk salt
- 1 tsk. Vanilla
- 1-2 döðlur má sleppa
Allt sett í blandara, blanda vel saman og hella beint yfir graut stundum tími ég ekki að sía og vil allt sem mandlan býður uppá.
Þið vitið hversu mikið ég brenn fyrir því að leiða þig áfram í átt að bættri vellíðan með hollari vali á fæðu til að næra þitt fallega musteri – láttu matin vera meðalið og meðalið vera matinn þinn * Gamalt og gott en enn við líði – Hippocrates.