Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

“Be yourself; everyone else is already taken.” ― Oscar Wilde

Það er svo virkilega gaman að vera með ykkur og gera jóga.  Ég ætla vera með námskeið lokað morgunnámskeið kl 6:15-7:15 í Hreyfingu Heilsulind sjá hér  https://www.hreyfing.is/vefverslun/namskeid/kraftjoga-(kk–kvk)/313     ég hef kallað það Kraftjóga í volgum sal.

Ætla leggja áherslur á öndunaræfingar með jógastöðum og  þú munt öðlast frelsi og lærir að meta og elska sjálfan þig.  Finnur að kærleikurinn verður sterkari í þínu eigin lífi. Jarðtenging, fegurð, viska og rými. Rými fyrir þig til að læra elska líkama þinn og virða, finna fyrir innri og ytri fegurð og jarðtengjast með dýnamískum jógastöðum.  Hvert er leyndarmálið á bak við unglegan líkama og styrk?

Kíktu á málið – kannski er þetta eitthvað fyrir þig.  Það er dásamlegt að vera í Hreyfingu Heilsulind www.hreyfing.is   – já heitu pottarnir eru æðislegir og hreinlætið og fólkið þar er frábært.  Ég er svo ótrúlega heppinn í lífininu að fá að vera með í þessum flotta kennarahóp sem er í Hreyfingu.  Þar er boðið uppá jógatíma á hverjum degi opna tíma sem þarf að skrá sig í og svo fullt af námskeiðum – ég semsagt fer af stað með dýnamískt kraftjóganámskeið á þriðjudaginn kemur sem stendur yfir í 6 vikur.  Verður bara gaman og þú kannski lærir höfuðstöðuna fullkomlega eða bara það sem þig hefur alltaf langað til að gera og mastera þá stöðu á námskeiðinnu.  Það er nauðsynlegt að koma á námskeið og læra og yfirfara allar jógastöður – fá leiðbeiningar.

Hlakka til að sjá ykkur á jógamottunni….   en mundu þetta  🙂

untitled-281-copy (1)“Be yourself; everyone else is already taken.” ― Oscar Wilde

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math