Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Popp ~ Poppcorn með Ghee og superfood

Sumarið er mætt í öllum sýnum dýrðarljóma.  VIð höfum fengið dásamlegt veður, sól og hita og rigningu og rok og svo aftur sól.  Ég elska sumartímann og elska líka rigninguna.  Það verður allt eitthvað svo fallegt og hreint og Sattviskt.  Tærleiki, græni liturinn verður grænni, moldinn dökkbrún og sandurinn svartur.  Sólin er góð líka elska hana og finnst gott að baða mig í sólinni í sundlaugunum eða skella mér í sjósundið á Ylströndinni. Ég er og verð örugglega alltaf fíkill… reyni samt að vera sattviskur fíkill þá meina ég að sækjast í það sem er holt og gott fyrir mig, sálina mína og líkama minn.  Ég til að mynda varð háð sjóbaðinu og sjósundinu í fyrra.  Fór að vísu ekki yfir vetrartímann en er byrjuð aftur. Ég sækist í að fara í skemmtilegar og krefjandi gönguferðir, ganga á fjall, ganga í fjörunni og leyfa Esju Ösp hundinum mínum sem er af tegundinni Golden Retriver hlaupa um frjálsri þar sem það má.  Nú er nýjasta uppátækið að hjóla og þá tek ég það alveg út og hjóla fyrir allann peninginn.  Elska súrefnið, hugleiðsluna og orkuna sem ég fæ út úr einverunni út í náttúrunni og skipuleggja næstu jógatíma, námskeið, mataruppskriftirnar og bara sleppa svo takinu og vera.  Hreyfiþörfin hjá mér fer ekki minkanndi heldur vaxandi.  Og meðan líkami minn leyfir og gefur grænt ljós þá mun ég halda því áfram og taka hverri hreyfingu og nýju áhugamáli fagnandi.  En þetta passar allt svo vel saman. Að hjóla, stunda jóga, synda og fara í sjósund, gönguferðir og handavinnan mín.  Inná milli þegar tími gefst til þá prjóna ég og hekla og hef unun af því.

Horfi þið á fótbolta, tja það geri ég þá aðallega til að fylgja eftir okkar mönnum  ÁFRAM ÍSLAAAAND 🙂

Ég hef verið með “pínu” partý á meðan þessum tveimur leikjum hefur staðið og ask… voru mikil vonbrigði hvernig síðasti leikur fór  Ísland – Ungverjaland.  En við stóðum upp sem ósigruð og erum enn.

Ég elska að fá fólk til mín, ég elska að borða og gera vel við mig og mína nánustu og alla sem koma og vilja vera innan um þessa jóga, hráfæðis og vegan dís.  Ég hef löngum verið þekkt fyrir súkkulaðið mitt en svo poppa ég líka.  En það er ekkert venjulegt popp… ég get lofað þér því, þetta er trufflað gott og bilað sattvik. Gestunum þótti þetta eitt besta popp “ever” Ég nota nefnilega Ghee og íslenska sjávarsaltið og hampfræðin… já og hvernig þá?

IMG_3035

Ghee… hér geti þið fundið uppskriftina af því  hér  ásamt fleirum dásemdar uppskriftum ~ Ayurvediskum og sattvikum uppskriftum.

IMG_3038POPP

Lífrænar poppbaunir

Lífrænt Hampfræ

Íslenskt smjör ( græna ) fyrir Ghee ~ skýra smjörið

Íslenskt sjávarsal

AÐFERÐ

IMG_30502 msk. ghee í pott….

…. og setja t.d. 5 popp mais útí og bíða þar til poppast og setja svo restina af poppmaiis yfirleit sem þekur botnin en alls ekki of mikið, þá verður þurt og of mikið af baunum sem poppast ekki

 

Á meðan er verið að poppa ( þarf samt að fylgjast með og slökkva undir þegar allt er komið á fullt) þá að setja í blandarann hampfræ 1 msk. og 1 tsk sjávarsalti og mala

Setja poppið í skál, kæla aðeins ekki alveg og setja Ghee yfir t.d. 2-4 tsk eða meira … byrjið bara rólega og svo stráir þú blöndunni yfir hamfræ og saltinu sem þú varst að mala.

Er klikkað gott snakk, frábært með fótboltanum – heilsusamlegt og öllum þykkir eða flestöllum þykkir poppið gott.  Þú getur sleppt því að setja mulninginn yfir – getur sett í litla skál og sett aðeins fyrir þig 🙂

IMG_3054

Njótið og segið mér hvernig ykkur finnst svona “superfood” popp ~ Sattviskt snakk.

Áfram Íslaaaaand.   Þetta verður með í næsta fótboltapartý hjá mér aftur á miðvikudaginn og já komdu bara við ef þú vilt smakka 🙂

Jai bhagwan

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math