Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Handstaða 365 365/365 er í dag!!

Handstöðuáskorun mín á ári I er bara að ljúka í dag!  Ví hvað þetta hefur verið skemmtilegt ferðalag. Ég hef farið víða en ekki um allt land og tekið myndir.  Mikið í Reykjavík, Kópavogi, Kirkjubæjarklaustri og undir Eyjafjöllunum ofl.  hér og þar í nágrenni Reykjavíkur upp við hús, tré eða frístandandi.  Innannhús og bara hver sem er sem segir manni enn og aftur ” þetta getur þú gert alls staðar” ef þú þarft vegg þá ferðu upp við vegg eða tré.

Í dag ætla ég að ljúka handstöðu áskoruninni við Hörpu kl. 16:00 og væri klikkað gaman ef þú gætir verið með!

Ég og nokkrir verða tilbúnir að aðstoða við handstöðuna eða undirbúning á handstöðunni.

Finndu vellíðanina, finndu hvað þú bústar upp öllu kerfinu og hitar líkamann upp á náttúrulegan hátt og síðast en ekki síst er þetta vitaskuld náttúrulegt “bótox”

Síðar í mánuðinum ætla ég a ðsetja allar myndir 365 upp í tímaramma og setja inná bloggið mitt…  fylgstu með!

Kastljós umfjöllun sjá hér;

http://www.ruv.is/frett/vid-finnum-thessi-brot-ekki-hja-okkur

eitthvað um 23mín…

Kærleikur og ljós

Jai bhagwan

Gyða Dís

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math