LUXURY jógaferðir til IBIZA Maí 2022
Komdu með mér í ógleymanlega heilsueflandi jóga og upplifunarferð til IBIZA vor 2022. Tilvalin leið til að núllstilla- og endurhlaða í sól og hita, dásamlegum hlýjum og notanlegu sjávarlofti sem umlykur eyjuna fögru.
Dýpkaðu jógaþekkingu og ástundun
Nú verða tvær ferðir í boði eða tvær vikur. Annars vegar ef þú ert að glíma við líkamleg vandamál eða ná þér aftur á strik eftir erfið veikindi eða slys jafnvel byrjandi í jóga og vilt læra að höndla betur jógaflæði og komast klakklaust í flæðistengingar.
Hópur I,
28.maí – 4. júní 2022
Sérhannað fyrir byrjendur eða þá sem eru að stíga aftur á jógamottuna eftir langt hlé, athugaðu að aldur er algerlega afstæður. Við getum verið 65 ára ung í feikna góðu formi einnig 25 ára ung alls ekki í góðu líkamlegu formi.
Hópur II
4.júní – 11.júní 2022
Sérhannað fyrir lengra komna, eru örugg í jógaflæði, viljinn til að fara örlítið lengra.
Grunnurinn er hins vegar í báðum hópum að slaka, njóta og upplifa. Óborganleg fegurð og vinsemd.
Það er komin listi yfir áhugasama. Sendu endilega tölvupóst ef þú hefur áhuga á að heyra meira um verð og ferðatilhögun.
Forvitni og ásetningur fyrir dýpri sjálfsþekkingu er lykill að velgengni.
Verð fyrir 7 nætur og 8 daga ferð á Ibiza 2022 krónur 330.000- pr. mann í tveggja manna herbergi.
Staðfestingargjald krónur 30.000- óendurkræft
Greiðsla fer inná IBIZA reikning Shree Yoga slf.
kt. 560316-0540. banki: 537-26-6696.
Innifalið í verði
- Gisting 7 nætur / 8 dagar í lúxus villu
- Fæði – plant based og hráfæði
- Jógakennsla, jógagrunnur, jóga- og ayurvedafræðsla
- 1 nudd tími hjá himneskum nuddara
- Róðraborð (paddle boarding)
Ekki innifalið:
- Flug fram og til baka ( verð með hópbókun alla leið )
- Út að borða
- Leigubílaferðir
- Bátsferð og annað “activity”
- Snyrtifræðingar
- Andlitsnudd- og meðferð
- Nuddtímar / auka
- Hand- og fótsnyrting
Ég hef komið mér upp mjög góðum tengiliðum á IBIZA. Eyjan er undurfögur með mörgum leyniströndum og við munum að sjálfsögðu fara á nýjar slóðir og kanna. Himneskir matsölustaðir, verslanir í gamla bænum sem og í Gertrud…. þið munið allar fallegu verslanirnar og fegurðina þar að ég tala ekki um matin og litina. Nuddarinn hann Bunkie og snyrtifræðingurinn hún Abi verða með okkur og dekra við okkur að okkar vild. Dásmalegur fót- og handsnyrtifræðingur kemur og dekrar við þig ef þess er þörf. Allt þetta er aukalega…. en svo mikið þess virði að dekra sig alveg útí gegn.
Göngur um fegurðina, hjól og ýmsar stuttar dagsferðir inná milli. Hins vegar er himnesk upplifun að vera og njóta í Villunni og gleyma stund og stað.
Sendu fyrispurn [email protected] eða hringdu s. 822 8803
Kærleikur og ljós
Gyða Dís