Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Hvað ætlar þú að gera í dag til að gera líf þitt betra?

Lífið er svo frábært og svo dásamlegt – hættu að láta aðra hafa slæm áhrif á lífið þitt. 

Það er ég sem stjórna því hvernig mér líður og ég er meistarinn í mínu eigin lífi.  Já og ég skrifa mína sögu í ferðalaginu….  enginn annar.

Ég er að meina þetta í alvöru.  En fyrir marga er þetta mjög erfitt.  Sjálf hef ég verið í þessum sporum og látið aðra stjórna lífi mínu og reyna hafa áhrif á skoðanir mínar og gjörðir.  Kannist þið við þetta?  Erum við ekki oft að láta leiða okkur áfram af öðrum hvötum en okkar eigin?  Hættum því núna strax!

Við erum öll mismunandi, með mismunandi skoðanir, mismunandi útlit, mismunandi heilsu bæði líkamlega og andlega. Mikið veikt fólk er oft mjög hamingjusamt!  Hafi þið tekið eftir því?  Hinsvega við sem heilbrigð erum erum oft að horfa eftir “staðalímyndum” og viljum vera öðruvísi en við erum sköpuð fyrir þetta líf. Elskaðu líkama þinn nákvæmlega eins og hann er.

Hamingjanm, allir vilja vera hamingjusamir og við leitumst að vera hamingjusöm. Hvað er það sem gerir þig hamingjusama/hamingjusaman?  Þú skapar þína eigin hamingju. Vera jákvæð og sjá það jákvæða í öllu sem er.  Umbreyta þessu neikvæða í það jákvæða ~ alla vega að reyna það eftir fremsta megni.  Já það gerist ekkert jákvætt í lífinu okkar ef við erum bara búin að pakka öllu neikvæða í ferðatöskuna þegar við höldum áleiðis útí lífið, vinnuna, skólann, við heimilisstörf og leik.

“Mótlæti styrkir okkur og herðir okkur” þetta sagði amma mín heitin alltaf og já þetta líka “það sem drepur okkur ekki styrkir okkur” …  það væri gaman að skrifa blogg um visku forfeðra okkar, það var nú gaman að hlusta á ömmu og afa í gamla daga.  Þau upplifðu nú ýmislegt, kulda, vosbúð og voru ekki að hafa áhyggjur af því að eignast nýjan bíl eða fara erlendis í innkaupaferð fyrir jólin eða komast í ræktina í morgunsárið og svo aftur um kvöldið!

Skilaboð mín eru þessi;;;;

  • Vertu innan um fólk sem styrkir þig og dregur alla styrkleikann þinn fram en ekki veikleikann.  Vertu glaður/glöð með lífið og tilveruna
  • Það er einhver ástæða fyrir mótlætinu og hindrununum sem við öll takið eftir lendum í á lífsleiðinni.  Hindranirnar eru prófraun á þig, hvernig þú tæklar það þegar þessar dyr lokast og hvort þú sjáir ljósið og hina hurðina og tækifærin.
  • Vertu opin fyrir tækifærunum því þau eru allt um kring.
  • Sóttu í ífélagsskap þeirra sem eru dyggðugir, góðir og greiðvirknir. Leyfðu þér að dást af öllum góðum eiginleikunum sem þeir hafa og þeir munu að lokum verða þínir líka.
  • Samgleðstu með þeim sem gengur vel í lífinu og standa sig vel.
  • Talaðu alltaf fallega og vel um alla, ekki taka þátt í kjaftagangi.
  • Elskaðu sjálfan þig og dáðst að þér… vertu bara pínu ástfangin af sjálfum/sjálfri þér.

bakteygja

Ég rakst á þennan texta sem mér fannst tilvalið að deila með ykkur. (Höf. óþekktur). 

Við sannfærum okkur sjálf um að lífið verði betra eftir að við giftum okkur, eignumst börn og síðan annað barn.

Síðan pirrum við okkur á því að krakkarnir verði nógu gamlir og við erum sannfærð um að við verðum betur stödd þegar að því kemur.

Við teljum okkur trú um að líf okkar verði fullkomið þegar við fáum betri bíl, þegar við fáum tækifærið til að fara í gott frí eða þegar við setjumst í helgan stein.

Sannleikurinn er sá að það er ekki og verður aldrei betri tími til að vera hamingjusamur en einmitt núna.

Lífið verður alltaf fullt af áskorunum og viðfangsefnum. Það er best að viðurkenna þetta fyrir sjálfum okkur og ákveða að vera hamingjusöm engu að síður á hverjum degi.

Vinur minn sagði eitt sinn: Í langan tíma hafði mér virst eins og lífið væri í raun að hefjast – hið raunverulega líf. En alltaf var einhver hindrun í veginum, eitthvað sem þurfti að eignast fyrst, einhver óútkljáð mál, mig vantaði tíma til að sinna hlutunum og alltaf voru einhverjar ógreiddar skuldir. Þá loks gæti ég byrjað að lifa lífinu. Að lokum rann upp fyrir mér ljós. Þessar „hindranir“ eru lífið mitt.

Varðveittu og lærðu að meta hvert augnablik. Lærðu að meta það meira vegna þess að þú deilir því með einhverjum sérstökum. Nógu sérstökum til að eyða tíma þínum með og mundu að tíminn bíður ekki eftir neinum.

Hættu að bíða, bíða eftir að þú klárir þetta eða hitt, eftir að þú missir nokkur kíló, eftir að þú eignast börn og barnabörn og eftir að börnin flytji að heiman, eftir að þú byrjir að vinna, eða eftir að þú hættir að vinna. Að þú giftist eða skiljir. Eftir laugardagskvöldinu eða Sunnudagsmorgninum.

Hættu að bíða eftir nýja bílnum, eftir að þú ert búinn að borga upp bílinn eða húsið. Bíða eftir sumrinu, vorinu, haustinu eða vetrinum. Hættu að bíða eftir að þú fáir þér drykk og svo að bíða eftir því að það renni af þér. Hættu að bíða eftir því að þú deyir.

Hættu að bíða….

Það er enginn betri tími en einmitt núna, að vera hamingjusamur.

Í dag er akkúrat tíminn til að vinna eins og þú þurfir ekki á peningum að halda.

Elska eins og enginn hafi nokkurn tímann sært þig.

Dansa eins og enginn sé að horfa.

Dagurinn til að vera hamingjusamur er í dag.

Njóttu augnabliksins á meðan þú hefur ennþá augnablik til að njóta.

Byrjaðu að njóta lífsins núna á meðan þú hefur ennþá líf til að njóta.

1470347_616192005084106_2052793071_n

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math