Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Jóga námskeiðin eru að hefjast í næstu viku

Byrjendanámskeið 

16. Janúar – 2. febrúar 2018
Þriðjud. og fimmtud. 16:30-17:30
Verð: 20.000 kr.
Kennari; Gyða Dís

Í þessum tímum verður boðið uppá jóga fyrir byrjendur.  Farið verður í alla þrjá þætti sem tengjast jóga;

Öndun (pranyama) Jógastöður (asana) hugleiðslu og slökun Möntrur (dharana)


 

Farið verður rólega af stað en tímarnir geta verið mjög kröftugir. Hér reynum við á alla þætti líkamans, aukum liðleikann á allan hátt, hryggurinn verður liðugri, opnum öll liðamótin betur og náum betri og meiri teygju og liðleika.  Vekjum upp líkamsvitundina og uppskerum betri líkamsstöðu, aukinn styrkur og úthald og síðast en ekki síst öðlumst við betra jafnvægi til að takast á við daglegt amstur.

Þegar við byrjum að ástunda jóga markvisst fer ákveðið ferli í gang, leysum úr læðingi „prönuna“ eða lífsorkuna og hreinsun á sér stað í líkamanum, taugakerfið róast, stoðkerfið eflist og öll líkamsstarfsemi verður virkari.  Í jóga fáum við tækifæri til að stíga út úr huganum og leita inná við í hjarta okkar.  Allir geta stundað jóga, krakkar, unglingar, fullorðnir og einnig fólk sem á við veikindi eða fötlun að stríða. Viskan býr hið innra og við verðum meira og meir meðvituð um sjálfan okkur við ástundun jóga.    Skráning hafin.

Karlmenn og Jóga

19. janúar – 9. febrúar

Föstudagar kl. 12:00 – 13:00

Verð: 10.000 kr.

Kennari; Gyða Dís

yoga-men-side-plank2

Hér er tækifærið fyrir þig til að koma og liðka þið og takast á við streitu með hinum strákunum.  Einn lokaður karlatími í viku og frítt í alla opnu tíma í töflu.  Oftar en ekki heyrir maður “jóga er ekkert fyrir mig, ég er svo stirður”  allir geta stundað jóga á hvaða aldri sem er og allir eru velkomnir ungir sem aldnir karlmenn í karlatímann á föstudögum.  Aukum liðleika, styrk og úthald. Öndun og hugleiðsla og slökun. Vinnum í að vera í stundinni hér og nú, núllstillum okkur og leitumst við að vera í kærleikanum í hjartanu.  Streita getur verið stór áhrifavaldur í lífinu okkar og hindrun í að halda áfram.  Svefnin laskast, hreyfigeta og orka minnkar.  Fæðuvalið verður mögulega verra… við ræðum þetta allt á námskeiðinu.  Skráning er hafin! Sendu póst á [email protected]   eða hringdu í síma 822 8803.

ANUSARA jóganámskeið

15.janúar – 29.janúar

Mánudagar kl: 17:00 – 19:00

Verð 15.000-

Kennari: Gyða Dís

Það má segja að í Anusara jóga erum við alltaf að leita og kafa eftir því góða og hinu guðdómlega hið innra með okkur.  Sjá það góða í hverjum og einum til þess að öðlast færni til að sjá og finna það hjá sjálfum sér. Meðal annars með því að; vekja upp hjartastöðina og meðvitundina, stöðugleika og gleðina hið innra. Gleðin endurspeglast, hún og leyfir hjartanu þínu að skýna eða glitra þessu góða út í samfélagið og alheimin. Það er mjög mikil áherslu á hvernig líkamsstaðan er, jógakennari aðstoðar og leiðréttir nema í tímum. Ávinningurinn er að nemandinn öðlast góða meðvitund um líkamann sinn og fer öruggur í jógastöður, nær enn meiri opnun og tengslum við sjálfan sig og jógastöðuna sem kennarinn leitast við að koma nema í með virðingu fyrir hverjum og einum og þú ert alltaf á þínum eigin forsendum og enn og aftur hlustar á líkama þinn.  Með djúpri virðingu fyrir því liðna, ósk um bjarta framtíð með þakklæti og kærleika fyrir því sem er.Anusara jógakerfi er heilandi og heillandi kerfi hentar öllum stigum.  Á námskeiðinu er frítt í alla opnu tíma í töflu.  Skráning er hafin.

Ert þú 60 ára eða eldri?  Áttu við vandamál að stríða eftir langvin veikindi eða slys? 

Þessir tímar eru opnir en fer reglulega og oft í upphafið og grunninn.

Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga 9:30-10:30
Kennari; Gyða Dís

Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins.  Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, liðleik, hugleiðslu og slökun. Hentar vel þeim sem vilja auka vöðvastyrk, hægja á beinþynningu, ná betra jafnvægi og auka úthald við dagleg störf.

maxresdefault

Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.
 Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt.
 Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur.
 Gerðar verða léttar æfingar bæði á stól og á gólfi sem auka teygjanleika og mýkt, bæta jafnvægi og stöðugleika. 
Í lok hvers tíma er góð slökun sem gefur góða hvíld og nærir huga, líkama og sál.  Endurgerir og endurnýjar þig.

Verið hjartanlega velkomin að koma í prufutíma í jóga og skoða nýja jógasetrið í Kópavogim,  Shree Yoga, Versölum 3- 2 hæð fyrir ofan Salarsundlaugina.

jean-dawson-yoga-sukhasana-500x333

 

Svo er auðvitað gott að skutla sér í Salarsundlaugina eftir dýrðar jóga og slökunartíma.  Ef spurningar vakna hafðu endilega samband, sendu mér tölvupóst [email protected]  eða hringdu í síma 822 8803

Jai bhagwan

Kærleikur og ljós

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math