Upplifðu sambandið á milli þín og jógadýnunar þinnar!!! Hvað er það sem gerist hjá þér já þér þegar þú sest á jógadýnuna þína með krosslagðar fætur og lokar augunum? Hjá mér er það einfalt ég bara dett inní auðmýktina og þakklæti og finn að akkúrat hér og nú er allt að gerast þ.e. inní mér hjá mér hið innra, þar sem hamingjan býr og gleðin og barnið í mér allt í senn verður pínu “crazy” ef svo má orða hahahha…..
En krakkar ég er svo lukkulega lánsöm að hafa kynnst MANDUKA jógadótinu, varð ástfangin strax af dýnunni minni sem er eilífðareign. Litaúrvalið er gríðarlegt og nokkrar þykktir en hef sjálf aðeins prufað Pro Lite og á breiða dýnu sem er dásamleg. Jógadótið verð nú endilega segja ykkur frá því… hér erum við að tala um jógapúðann “bolster” alveg klikkað gott hægt að nota á svo margan hátt ásamt ströppunum “straps” sem hjálpa við til dæmis mjaðmaopnun, armbeygjur, handstöður og margt margt fleira. Jógakubbarnir frá Manduka eru þeir bestu mátulega breiðir og við eigum öll að leytast við að nota þá aukahlutina sem jógastöðvar og líkamsrætkarstöðvarnar bjóða uppá eða bara heima eiga þessa aukahluti “props” heima og fara með þá. En umfram allt að eiga sína eigin dýnu krakkar það er bara algert skilyrði ef þú ert farin að stunda jóga reglulega já ég meina það algerlega!! Fyrst og fremst að eiga góða dýnu, finna fyrir ástinni á dýnunni þinni t.d. eru Manduka dýnurnar með eilífarábyrgð jejjj… ótrúlegt en satt.
Ólýsanlegt hvað góð jógadýna gerir fyrir þig. Hér getur þú ímyndað þér að þú sért búin að taka góða æfingu, byrjaðir að sjálfsögðu á Pranayama öndun, því næst í Asana / jógastöður og í lokin ferðu í daharna slökun og hugleiðslu. Að liggja í savasana eða líkstöðunni í góðar 10 mínutúr er hrein dásemd þú endurgerir hverja einustu frumu í líkamanum, núllstillir þig alveg og það er bara á við margra klukkustunda svefn. Vekur upp líkama þinn kemur þér aftur fyrir í þægilegri setstöðu með krosslagðar fætur / hálfum lótus eða fullum lótus. Akkúrat þá gætir þú hafið t.d. hugleiðsluna með líkama og orkustöðvarnar allar opnar og tilbúin. En mundu að koma þér fyrir í þægilegri stöðu með hrygginn langan og beinan og þess vegna er hægt að nota “propsið” t.d. bolsterinn eða kubbinn til að sitja á ef þú átt erfitt með að sitja lengi með krosslagðar fætur. En getur alltaf rétt úr fótum þínum til að aðlagast og koma strax inn aftur og tíminn lengist og lengist sem þú getur setið í þessari stöðu.
Manduka vatnsbrúsinn er líka klikkað skemmtilegur og fallegur….. loveIT.
Gyða Dís er að selja þessa yndislegu vörur 🙂 En á námskeiðunum hjá mér hef ég verið með allar vörurnar og jógarnir eru himinlifandi að fá að kynnast slíkum
þægindum….. hafðu samband sími 822 8803 eða [email protected] ef þú vilt frekari upplýsingar á núna til ýmsa aukahluti og jógadýnur á leiðinni.
Næsta námskeið í Arm balancing stöðum og hráfæðiskonfektgerð verður þann 15. febrúar kl.13:30 hámarksfjöldi er 10 manns aðeins krónur 4,900,-
MANDUKA ;
JÓGADÝNUR, HANDKLÆÐI (FYRIR HOT YOGA) BRÚSAR, BOLSTER, KUBBAR, STRAPPAR, TÖSKUR OFL. OFL.
Njótið lífsins og finndu fyrir þinni innri hamingju og gleði.
Jai bhagwan!
Góðir strapar til að setja yfir öxlina – bara þægindi 🙂 eru að koma núna ásamt öllum þessum glæsilegum litum af dýnum eins og hér efst á síðunni… ein í hverjum lit og þegar farnir tveir litir.