Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Jóganámskeið hefst í næstu viku

4 vikna byrjenda námskeiðið sem hefjast átti 15 sept. mun hefjast 22. september n.k. kl. 12-13.  Ef þú hefur tök á vertu með og lærðu grunninn í jóga.

Jóga er svo miklu meira en að gera jógastöður og sveigja líkamann í flottar jógastellingar. Í jóga ræktum við með okkur huga, líkama og sál. Öndunaræfingar, hugleiðsla og slökun spila stórann þátt í því að gefa okkur tækifæri til að stíga út úr huganum og hverfa aðeins inn á við í hjarta okkar.

Jóga hjálpa þér að komast í dýpri tengingu sjálfan þig og lífið. Kynnast því hver þú ert í raun og veru, hjálpar þér að leita leiða til að svara þessum aldagömlu spurningum; Hver er ég? Hvaðan kom ég? Hver er tilgangur lífs míns? 

Jóga er eining og við sameinum þessa þætti; huga, líkama og sál með því að stunda PRANAYAMA – öndunaræfingar – ASANAS jógastöður – DAHARNA slökun og hugleiðsla  

Ráðleggingar almennt með matarræði og hvernig við getum virkjað “meltingareldin” Orkustöðvar og kynning á Ayurveda fræðunum.

Undir leiðsögn jógakennara getur þú farið dýpra í jógastöður náð betri tengingu við öndunartæknina og beislað hugann.

Aukin lífsorka, gleði og jafnvægi til að takast á við daglegt amstur. Tímarnir fara rólega af stað en geta verið kröftugir og spennandi. Hefur þér kannski dreymt um að komast af öryggi í höfuðstöðuna, dansarann eða örnin?

Jóga leiðir heim í hjarta okkar. Borðaðu vel, hugaðu vel að líkama og sál og finndu út hvað það er sem þú þarft á að halda til að geta tekist á við allt daglegt amstur og það sem fellur á veg þinn í lífsferðalaginu.

 

OM NAMO BHAGAVATE VASUDEVAYA

A75A3577

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math