Kókosvatn er vökvinn innan í kókoshnetunni sem vex á kókospálmanum. Á Sanskrít er kókospálminn kallaður “kalpa vriksha” sem þýðir lífsins tré eða “tréð sem sér okkur fyrir öllu því sem við þurfum til að lifa.” Unga kókoshnetan er stútfull af frábærri næringu fyrir kropp og koll. David Wolfe segir í bók sinni Eating for beauty að unga kókoshnetan sé sá matur sem fólk getur lifað á hvað lengst ef það borðar ekkert annað. Kókosvatnið er alveg sótthreinsað. Það er í raun og veru regnvatn sem fer í gegnum ótrúlega fína síu sem eru mörg lög af trefjum áður en það kemst inn í innsta kjarnann á hnetunni.
Í yfir 4000 ár hefur kókosvatnið verið rómað sem einstaklega næringarríkur drykkur. Það hefur bjargað mörgum mannslífum, því það hefur verið notað sem blóðgjafi, sérstaklega fyrir hermann þegar stríð hafa geisað og er eina náttúrulega efnið sem er hægt að nota sem slíkt. Í dag er það að ryðja sér til rúms hjá íþróttafólki, það inniheldur sérstaklega mikið kalium (potassium) margfalt meira en almennir íþróttadrykkir og bananar, með afar lágt sodium innihald, mikið lægra en gengur og gerist. Kaliforníubúar eru farnir að kjósa kókosvatnið sem náttúrulegan orkudrykk í æ ríkara mæli og fleiri og fleiri taka hann fram yfir koffeinríka orkudrykki. Er hann tilvalin fyrir og eftir æfingar. Kókosvatnið er einstaklega basískt og inniheldur enga fitu, er hitaeiningasnautt en inniheldur kalk, magnesíum, kalíum og ýmislegt fleira sem er gott fyrir bein og taugar.
Vatnið úr ungri kókoshnetu hefur svipaða eiginleika og blóðvökvinn. Blóðvökvinn er 55% af blóði mannsins. Restin eða 45% er blóðrauðan (hemoglobin) sem er í eðli sínu samsvarandi blaðgrænunni (chlorophyll) hjá plöntunum. Þegar við drekkum vökva sem er 55% kókosvatn og 45% safi úr grænu laufi þá erum við að gera kroppnum mjög gott.
- sem hressandi drykkur fyrir og eftir ræktina
- í hristinga, boozt og aðra drykki
- eitt og sér hjá börnum með mjólkurofnæmi
- í alls konar hráfæðisrétti, s.s. súpur, sósur, dressingar, kökur, eftirrétti o.fl
- í eldaðan mat í staðin fyrir kókosmjólk t.d. í súpur, sósur, pottrétti, bakstur o.fl.
Ég hvet ykkur til að kynnast þessum frábæra drykk nánar það eru nokkrar tegundir til á markaðnum hér heima t.d. þessir;
- Dr. Martins (fæst í Hagkaup og Bónus)
- Vita Coco coconut Water ( fæst í helstu heilsubúðum)
- Coconut water powder frá Navitas fæst einnig í helstu heilsubúðum innflytjandinn er Mamma veit best.
Annað sem ég tala líka um eru töflur sem fást í apótekinu og heita Resorp – ódýrari kostur þar sem þú færð öll steinefnin og ansi hressandi eftir hot yoga tíma.
Hugum vel að líkama og sál, eftir hot yoga tíma er um að gera drekka nóg af vatni og vökva sig gríðarlega vel og þá er gott að hjóla í kókosvatnið eða duftir frá Navitas sem er ótrúlega flott, blanda því bara útí vatn og tilbúið strax.
Og já ég nota eins og segi hér að ofan kókosvatnið í matargerð og köku/eftirrétti ofl. Krakkar endilega prufið ykkur áfram þetta líf er til þess gert og njótið.
Njótum lífsins, ímyndum okkur bara sól, hitiog strandhatt – lyktina af ávöxtunum og kókosolíunni (sólarvörninni) með kókshnetudrykk þar sem þú horfir yfir hafið og nýtur lífsins hvar sem þú ert í heiminum….. jafnvel hér á íslandi!
Sjáumst í heitum jógasal er farin að kenna líka í Ögurhvarfi – lifið heil, jai bhagwan!.