Ég hef verið að leika mér við kornsafagerð / spírusafa ( rejuvelac ) að hætti dr. Ann Wigmore, geggjað að fá sér á fastandi maga ódýr og góður kostur fyrir þá sem þurfa taka inn ensym eða asitofilus. Aðeins það tekur smá tíma að gera og koma sér upp rútínu elskurnar prufið þið þetta er bara svo skemmtilegt og maður setur auðvitað slatta af ást og kærleik í spírusafann og hann verður guðdómlegur. Er núna að gæða mér á Kínóa safa skál elskurnar njótið njótið og njótið skál og gleðilega verslunarmannahelgi.
Kornsafa er hægt að gera úr öllum korntegundum. Næring safans fer eftir því hvaða korntegund er notuð. Rúg- og hveitikornssafi er rikastur af næringarefnum. Í kornsafa af þessum tegundum er mest af andoxunarefnum. Kornsafi er mjög próteinríkur. Í honum er mikið magn af aspergillus og lactobacillus mjolkursýrugerlum, en þeir eru nauðsynlegir fyrir meltinguna. Einnig er safinn ríkur af B, C og E vítaminum og hvötum (ensímum, efnakljúfum). Drykkurinn hjálpar okkur að brjóta niður erfið mólekúl s.s. fitu og sterkju.
KORNSAFAGERÐ Það sem til þarf er glerkrukka, grisja /gömul bleyja, teygja, korn (lífrænt korn) og vatn. 1 bolli korn eru þveginn og lögð í bleyti í ca 12 klst. Notum stóra og góða krukku td. IKEA krukkurnar fyllum svo upp með vatni látum standa í dimmu rými.
SPÍRUN/AÐFERÐ
Kornið er skolað og sett í krukku sem er lokað með grisju og teygju. Krukkunni er hallað á grind uppþvotta grind t.d. svo að allt vatnið leki úr henni. Þetta er endurtekið tvisvar sinnum á dag í 2-4 sólahringa td. kinóa þarf aðeins 2 sólarhringa eða þar til litlu spírurnar sem koma út úr frækorninu eru jafn langar og kornið sjálft.
Núna eru kornspírurnar settar í krukku með rúmlega helmingi meira vatni. Krukkunni er lokað með grisju og teygju. Krukkan er látin standa á eldhúsborðinu í 2-4 sólarhringa.
Vökvanum – Kornsafanum er hellt frá sigtaður og hann settur á flösku eða í könnu og geymdur í ísskáp. Hann geymist í u.þ.b. viku – 10 daga.
Hægt er að nota sömu kornspirurnar tvisvar sinnum í viðbót og er vökvinn í seinni skiptunum látinn standa í 2 sólarhringa á eldhúsborðinu.
Þegar hellt er af korninu í fyrsta skiptið er gott að láta nýjan umgang af korni í bleyti til að viðhalda framleiðslunni, við getum gefið svo fuglunum kornin sem við erum þegar búin að spíra og fá safa úr tvisvar sinnum.
Safinn verður bragðmeiri við geymslu. Sumum finnst hann þá betri. Hann geymist lengi í kæli. Safann má nota hvenær sem er að deginum. Sumir drekka hann á fastandi maga, aðrir fyrir mat. Getur blandað spírusafanum útí djúsa eða safanna þína ef þér finnst hann bragðvondur en hey hann er geggjaður og …… spáið í þetta kornsafinn stutfullur af ensímum, en þau munu vera leyndarmálið á bak við eilífa æsku! Pælum aðeins í þessu.
Ég bjótil svona í fyrra, hef ekki nent því í ár,ætti að fara endurtaka það