Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Meltingareldurinn #AGNI#

Vissir þú að þú meltir allt sem þú skynjar og upplifir.  Ekki aðeins fæðuna sem þú tekur inn!

Í Ayurveda vísindunum er talað um AGNI meltingareldinn, er hann nógu öflugur hjá þér “sterkur” til að vinna sínu vinnu eða ekki?  Ef eldurinn er lítill þá nær hann ekki að vinna sitt verk og AMA myndast í líkamanum, ristlinum, þörmunum og um allann líkama.  AMA eru óhreinindin t.d. þegar þú skafur tunguna með tungusköfu á morgnanna ( fyrsta sem þú gerir ) þá ertu að skafa óhreinindin AMA af tungunni.

images-1

En hvernig virkjum við meltingareldinn?  Og höldum honum gangandi ALLTAF?

Góð spurning…  rannsakaðu lifnaðarhættina þína fyrst og fremst.  Hvernig eru til dæmis;

~ Matarvenjurnar þínar

~ Svefnin – sefur þú nóg

~ Hreyfing – öndunaræfingar

Hugsaðu þér allt sem þú borðar verður að því sem þú ert – eða þú ert það sem þú borðar!!!

Góð ráð varðandi mat og matarræði er fyrst og fremst að borða reglulega, alltaf morgunmat, hádegismat og kvöldmat.  Borða góðann og próteinríkan mat, helst hreinan (sattvikan) lífrænt ræktaðan og ef við getum þá íslenskt.  Borðaðu fyrir sálina þína en ekki egóið, finnst það eiginlega besta ráðið.  Borðaðu minna, minnkaðu skammtana, hugleiddu inná matinn þinn, tyggðu matinn og ekki drekka með matnum né 30 mínútur fyrir og eftir mat.  Ekki borða fyrir framan sjónvarpið eða í bílnum eða við vinnunna / tölvuna.  Vertu í ró og næði, og upplifðu hvern bita og taktu eftir brögðunum í matnum þínum.  Kryddaðu matinn þinn vel með Ayurvediskum kryddjurtum sem örva meltingu.  Pippar og Kardimommur flott útá morgunmat og allann mat alla ávexti t.d.

Man kind of spices in wooden bowl and spoons

Svefninn, ef þú sefur ílla og lítið þá borðar þú ílla og sækir í ruslfæði!  Kannist þið ekki við það?  Hvíldu þig, farðu fyrr að sofa, slökktu á símanum og tölvunni.  Taktu þér bók til lestrar, hugleiddu og gerðu öndunaræfingar fyrir svefnin sem styrkja og virkja AGNI meltingareldinn.  Farðu með möntrur ~ möntrur byggja upp hjartaprönu.  Vaknaðu snemma ~ hugsaðu um að breyta um lífstíl til framtíðar – horfðu fram á veginn, ekki bara fram að helgi eða mánaðarmótum.

Hreyfðu þig, veldu þér hreyfngu við hæfi. Göngu, skokk, jóga, sund, dans eða hvað sem er.  Líkaminn er byggður til að hreyfa sig en alls ekki til langtíma setu.  Ef þú vinnur og situr mest allann daginn – stattu þá upp og hreyfðu þig á 40 mínútna fresti.. stilltu klukkuna á símanum!  Þá mannstu það, drekktu meira af vatni, hafðu lítið glas hjá þér við borðið svo þú þurfir að standa upp og sækja þér vatn.

Jarðtengdu þig, staldraðu við hér og nú og veltu fyrir þér hvað er það sem gerir mér og sálinni minni gott.  Á hverjum morgni eigum við að vakna upp hraust og kát og laus við alla verki og fara beint á klósetið. Ekki fara inní nýjan dag með amstur gærdagsins.

Jógastaða sem er góð fyrir meltinguna er t.d. Garland pose ~ Malasana

malasana1

Sestu niður á með hæla í gólfi, ef þú nærð þeim ekki niður rúllaðu dýnunni undir eða teppi til að hafa jarðtenginguna. Notaðu handleggina og þrýstu innanvert á hné/læri, lengdu í hryggnum þínum og teygðu hvirfil upp. Taktu djúpar öndunaræfingar og finndu hvað þessi staða losar um spennu í mjóbakinu einnig.  Haltu stöðunni í um það bil 30 sek og auka svo í 60 sek.

Flottur ávinningur af þessari fallegu stöðu sem stundum er einnig kölluð “Womans Wise Pose”

  • Opnar mjaðmir
  • Teygir vel á öklum, mjóbaki og aftanverðu læri
  • Tónar kvið
  • Bætir meltinguna
  • Styrkir efnaskipti
  • Styrkir grindarbotn

Önnur útfærsla er að hafa minna bil á milli fóta..  hendur í bænastöðu og taka eldöndun ~ Kapalabhati öndunaræfingar sem hjálpa til við að kveikja á meltingareldingum.

Jarðtenging með því að taka hundinn sem horfir niður og vera 2 mínútur með djúpum öndunaræfingum og þaðan beint í barnið ~ child pose sem er flott fyrir meltinguna.  Liggja í barninu í 2 mínútur.

MG_6617

Ayurveda fyrir þig, námskeið í janúar og skráningar að hefjast!  Langar þig að vera með?

AYURVEDA HEALING FOR YOU

Borðaðu fyrir sálina en ekki egóið.

JAI BHAGWAN

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math